Föstudagur, 15. júlí 2011
Horfumst í augum á staðreyndir.
Nú virðist hver stjórnmálamaður á fætur öðrum að topp hvern anna með myndlíkingum. Nú seinast er það fjármálaráðherra ítalíu Giulio tremonti. Hann líkur erfusvæðið við Titanic ferð.
Þó að það er óþarfi að dramaterisera hlutina þá er óþarfi að stressa sig of mikið yfir svokallaðan evruvanda. En að sjálfsögðu er þetta ekki evruvandi heldur skuldavandi. Grikkir fóru of geist. Tóku of mörg lán. Misstu sig í ódýru lánsféi (hljómar kunnulega). Þegar smiður gengur bersarsgang með hamar þá er óþarfi að kenna hamrinum um.
En vissulega er þetta vandamál en stjórnmálamenn þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að evran er of hátt skráð.
Árið 1999 þegar evran komst á laggirnar þá kostaði hún það sama og dollar. Nú er evran á 166kr og dollarinn á 117kr. Þrátt fyrir að það hefur ekki verið meiri verðmætasköpum í ESB en í USA. Þess vegna væri áhætt að álykta að evran ætti að vera skráð í kringum 120kr. Því fyrr sem stjórnmálamenn í evrópu horfast í augu við þá staðreynd því betra.
Það er óþarfi að tala um dauða evrunnar. Frekar einhverskonar leiðréttingu uppá 15-20%. En ekki algjöru hruni gjalmiðils einsog hjá íslensku krónunni.
hvells
![]() |
Líkti evrusvæðinu við ferð með Titanic |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En að sjálfsögðu er þetta ekki evruvandi heldur skuldavandi.
Skuldvandi sem efnahagsyfirvöld á verusvæðinu eru í óðaönn að breyta í vandamál evrópska seðlabankans og þar með evrunnar.
Þegar smiður gengur bersarsgang með hamar þá er óþarfi að kenna hamrinum um.
Vissulega, enda taka gjaldmiðlar ekki sjálfstæðar ákvarðanir, heldur er það mannfólkið við stjórnvölinn sem gerir það. Með nákvæmlega sömu rökum er hægt að segja að hrunið sem varð á Íslandi hefur ekkert með krónuna að gera heldur óábyrga mannlega hegðun áhrifamikilla aðila. Þeir sem vilja gera krónuna að sökudólgi eru því á algjörum villigötum.
Þrátt fyrir að það hefur ekki verið meiri verðmætasköpum í ESB en í USA.
Það er of mikil einföldun að tala um verðmætasköpun sem eina mælikvarðann á raunvirði gjaldmiðils, heldur þarf að horfa á samhengið milli verðmætasköpunar og peningaprentunar. Ef prentað er jafnóðum í samræmi við verðmætasköpun ætti gjaldmiðillinn að öðru óbreyttu að vera stöðugur. Ef prentað er meira en nemur verðmætasköpun veldur það offramboði á peningum og rýrnun verðgildis þeirra (verðbólga) en ef of lítið er prentað veldur það skorti á peningum og hækkar þar með verðgildi þeirra (verðhjöðnun).
Ef við gefum okkur að forsenda þín sé rétt, að verðmætasköpun í ESB hafi ekki verið meiri en í USA, þá gæti lágt gengi dollars samt sem áður útskýrst af því að þar hafa verið prentaðir milljarðar á milljarða ofan til að spýta inn í einkarekna risabanka sem ættu með réttu að fara á hausinn. Þetta skapar engin verðmæti heldur rýrir þau sem fyrir eru ásamt því að rýra gjaldmiðilinn. Evrópski seðlabankinn hefur hinsvegar verið tregur til þess að grípa til slíkra aðferða, allt þar til nú þegar hann reynir að beita sér í markaðviðskiptum með skuldabréf evruríkja (nú síðast Ítalíu) til að hafa áhrif á vaxtakjörin sem fást í útboðum. (Hvernig þetta er ekki markaðsmisnotkun verður ECB að útskýra!) Þetta er ein af ástæðum þess að evran er að falla, auk þess sem fjárfestar telja þetta hugsanlega hafa forspárgildi um enn frekari peningaprentun.
Það er óþarfi að tala um dauða evrunnar. Frekar einhverskonar leiðréttingu uppá 15-20%. En ekki algjöru hruni gjalmiðils...
Nákvæmlega svona töluðu menn um krónuna vorið 2008 þegar hún byrjaði að falla. Þessi fullyrðing gæti kannski staðist ef við værum að tala um frjálst markaðsumhverfi, sem við erum alls ekki lengur, þökk sé stórfelldum stjórnvaldsinngripum og peningamarkaðsviðskiptum seðlabankanna. Þessi fullyrðing gengur líka út frá þeirri kenningu að markaðir hegði sér með rökrænum hætti. Titringur undanfarinna missera hefur hinsvegar sýnt að þegar örvænting og panik grípur um sig á mörkuðunum þá er ekki til neitt sem heitir "rökræn hegðun", hlutabréf og gjaldmiðlar geta rokkað upp og niður um tugi prósenta þó ekkert hafi gerst nema að spurðist út óstaðfestur orðrómur um eitthvað sem veldur fjárfestum áhyggjum og hleypir af stað hjarðhegðun. Til þess að bæta gráu ofan á svart eru svo hátíðni-algrímin sem keyrð eru á ofurtölvum stærstu fjárfestingarbankanna og vogunarsjóðanna og höndla nú með meirihlutann af öllum viðskiptum á verðbréfamörkuðum eftir fyrirfram skilgreindum reglum sem eru oft svo flóknar að enginn skilur þau. Út úr þessu kemur ófyrirsjáanleg hegðun sem getur magnað sveiflur og valdið verðhruni á örfáum augnablikum, miklu hraðar en mannshugurinn nær að bregðast við. Ef þú hefur hingað til staðið í þeirri meiningu að hegðun fjármálamarkaða eigi eitthvað skylt við skiljanlega rökræna eða mannlega þætti, þá get ég upplýst hér að það eru mörg ár síðan slíkt hætti að skipta máli, við erum núna í algjöru spákaupmennsku umhverfi sem er miklu fljótara að bregðast við sveiflum og ýkja þær heldur en stjórnmálamenn geta brugðist við með ákvarðanatöku.
Varðandi evruna sérstaklega, þegar talað er um hrun hennar, þá er ekki bara verið að tala um verðþróun, heldur beinlínis hvort myntbandalagið sem pólitísk eining muni sundrast. Þegar það gerist mun "verðið" á evrunni ekki skipta nokkru einasta máli, heldur aðeins sú staðreynd að hún verður þá ekki lengur gjaldgeng í viðskiptum. Ekki frekar en matadorpeningar. Þegar gjaldmiðli er ekki haldið á lofti af neinu nema pólitísku valboði sem þvingar fólk til að nota hann, þá er augjóst hvað verður um gjaldmiðilinn þegar fólkið hættir að hlýða valdboðinu eða valdið leysist upp (í þessu tilviki myntbandalagið).
“Paper money eventually returns to its intrinsic value ---- zero.”
- Voltaire (1694-1778)
Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2011 kl. 14:50
Góður punktur hjá þér Guðmundur.
Evran verður að vera bökkuð upp með verðmæti t.d gulfæti. Evran er tryggð með því að Seðlabanki Evrópu og ríkistjórn evrópu segja að þessi seðill er góður í viðskiptum.
Það getur allt skeð með ALLA gjaldmiðla. Einsog þú lýsir. Dollar, yen, frankar. Þetta eru ekki rök gegn Evrunni einni heldur bara hugmyndin um Fiat-Currency. Það er kannski málið að fara aftur á gullfót? Afhverju ekki?
En við erum þá komin í allt annað umræðuefni heldur en vanda evruríkjana. En ég er búinn að lesa mér til um samtökin sem þú tilheyrir. Mjög áhugaverðar hugmyndir. Mjög róttækar samt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 15:03
Mér sýnist að þú sért loksins að fatta hvað ég á við með því að vandamálið sem við erum að glíma við í sambandi við fjármálakerfið mun aldrei leysast með því að skipta út einum fiat-gjaldmiðli fyrir annan. Þess vegna er hugmyndin um upptöku evru sem "lausn í efnahagsmálum" vonlaus frá upphafi.
Óvenjulegir tímar krefjast óvenjulegra lausna.
Það er ekki róttækt heldur raunsætt.
Það er ánægjulegt að þú skulir hafa kynnt þér hugmyndir þeirra samtaka sem ég tilheyri (geri ráð fyrir að þú sért að meina IFRI, félag um fjármálaúrbætur). En ég tilheyri líka fleiri félögum, er í stjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna og Samtaka Fullveldissinna, þar sem fleiri áhugaverðar hugmyndir eru á ferðinni.
Takk fyrir skoðanaskiptin, ánægjuleg sem ávallt. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2011 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.