Vel þegið.

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að ná hemil á efnahagstórn. Það hefur ALDREI gerst áður. Hagsaga Íslans er ein stór hryllingssaga þar sem almenningur þarf að þræla og þræla fyrir mistök stjórnmálamanna.

Það er mikilvægt fyrir okkur að fá Evru og fá síðan ESB til þess að hjálpa okkur að halda betur utan um efnahagstjórnina því almenningur getur ekki þrælað lengur. Það er komið nóg bruðli stjórnmálamanna og hagsmunagæslu. Fátækt á Íslandi er óásættanleg miðað við auðlindirnar sem við höfum.

Það finnast margir líklega neikvætt ef ESB ætlar að leiðbeina okkur um efnahagsmál. Og bera fyrir sér stjálfstæði Íslands. En hversu sjálfstæð er þjóð sem er í gjörgæslu AGS, í skuldakreppu og umvafinn gjaldeyrishöftum?

 


mbl.is Segir ESB færast í átt til sambandsríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er víst sama hvað kratar horfa á Evruna og Evrulöndin engjast.

Þeim er ekki við bjargandi!

 (Heldur skrifari virkilega að Ísland verði ríkara á að senda auðlindaklabbið undir stjórn í Brussel).

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:06

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég veit ekki hvað kratar hugsa.

Enda er ég ekki krati. Þeir eru of mikið til vinstri miðað við minn smekk.

Þakka innlitið.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 13:09

3 identicon

Sælir.

,,En hversu sjálfstæð er þjóð sem er í gjörgæslu AGS, í skuldakreppu og umvafinn gjaldeyrishöftum?"

Góð spurning. Spyrjum Grikki, Íra, Portúgali og bráðum Spánverja og Ítali.  Þrjár þjóðirnar eru þegar í gjörgæslu AGS, allar eru þær í skuldakreppu og ef ekki væri fyrir að vera í myntbandalaginu, væru þær allar betur staddar án evru, með gjaldeyrishöft.

ESB: Nei takk!

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:11

4 identicon

Ég hef búið í 4 löndum ESB. Í engu þessara landa telur almenningur sig hafa haft hagsbætur af að ganga í Bandalagið, enda aðeins einstaka austantjaldsland þar sem þetta bandalag er vel liðið. Í öllum þessum löndum er líka meira atvinnuleysi og meiri fátækt og eymd en á Íslandi upp á sitt versta. Á Ítalíu einni býr fjöldi manns undir berum himni á lestarstöðvum, og ég er að tala um fjölskyldur með börn. Wake up my friend. Það er ekki töff að vera sauður. Þá læturðu bara leiða þig í sláturhúsið eins og litlu nazistana og kommana og alla hina sem dreymdi um að hverfa í eitthvað "stórt" og "mikið". ESB er hvorugt. Það er lítið og bjánalegt og verður hlegið að því í tímans rás, byggt á úreltri hugmyndafræði og hálfgildingsrasisma um "Sameinaða Evrópu"...Gleymdu því bara, réttu úr þér, stattu beinn og vertu stolltur af að vera MAÐUR, og gefðu draumana um að vera lítil mús undir hæl Evró-kerfisins upp á bátinn. Ef þú losnar ekki við þetta úr sálinni þá eru til S/M klúbbar í Þýskalandi skilst mér. Skárra að fara út í það en koma börnunum og barnabörnunum í vandræði út af undirgefni og þrælslund.

Ein jörð - Eitt mannkyn (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:46

5 identicon

Svo er alltaf hægt að tala við sálfræðinga til að losna við komplexana frá Danasnobbs kynslóð afa og ömmu. Þeir eru ekkert fínni og réttlætanlegri en  að vera "house nigger" eða þjást af "Stockholmssyndrome" eða vera hómóphobe skápahommi í sértrúarsöfnuði. Vertu bara það sem þú ert væni minn. Þú breytist ekki í Frakka við að drekka rauðvín, sama þó þú yrðir alki. Þú ert enginn "Evrópumaður" og "Evrópumaður" er ekki til. Þetta er úrelt, rasískt hugtak fyrir illa menntað og illa upplýst fólk. Aðrir hlægja að því, þó þeir sem sjá um að blóðmjólka sauðina geri það auðvitað bara í laumi og undir fjögur augu ;)

Ein jörð - Eitt mannkyn (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:49

6 identicon

Göran Persson þykir nú enginn sérstakur pappír í sínu heimalandi enda erfitt að vera spámaður í eigin landi.

En nú er Göran enginn "krati" lengur, og þeir vilja ekkert af honum vita. Geta má þess að Dagens nyheter er íhaldsblað og hefur alltaf verið. Svo að kratar í Svíþjóð í dag eru ekki hrifnir af gamla forsætisráðherranum sínum, sem er einn af auðugri mönnum Svíþjóðar og matar krókinn á styrkjum ESB af því að hann þykist vera bóndi en vinnur smt í Stokkhólmi.

Alltaf sama skítalyktin af KRÖTUNUM.

Jóhanna (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 14:04

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er enginn "stöðugleiki" ríkjandi á evrusvæðinu nú um stundir!

Það er ekki einu sinni víst að litla goðið (evran) lifi af hremmingarnar!

En það kemur ekki á óvart, að þú, ESB-strákur, viljir að ESB eflist sem SAMBANDSRÍKI sem staðið geti sem slíkt jafnfætis Kína og Bandaríkjunum. Það ættuð að gera meira að því ESB-innlimunarsinnarnir að gera þjóðinni grein fyrir því, að þið viljið að hún sogist inn í stórríki ("heimsveldi" Barrosos og stórveldi (Großmacht) fyrrennara hans, Jacques Delors).

Já, haltu bara áfram að vera hreinskilinn. En íslenzka þjóðin vill halda sínu þjóðríki, sínu lýðveldi, sínu fullveldi, og hún vill, að hætt verði við umsókn Össurarteymisins um inntöku í ESB..

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 14:04

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Til að hafa eitt á hreinu þá mun Ísland ekki glata sínu sjálfstæði þótt við göngum í ESB. Lúx, DK og Frakkland eru sjálfstæðar þjóðir og munu vera það áfram.

Það er rétt sem "ein jörð" segjir að víða um evrópu er fátækt. En það er ekki ESB að kenna. Þjóðirnar eru misfátækar.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita

ESB og Evrulandið Luxemborg trjónar á toppnum. Er það þá ekki rök fyrir því að ESB er best í heimi?  Nei að sjálfsögðu ekki. Málið er ekki svona einfalt. Velferð lands byggist ekki á hvort þau eru í ESB eða ekki.

Ísland er í sæti 20 og það eru 10 ESB lönd fyrir ofan Ísland.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 15:55

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

ESB er að breytast. 1. nóv. 2014 minnkar t.d. atkvæðavægi Lúxemborgar í ráðherraráðinu um 91,4% (meiri minnkun en allra hinna 26 ríkjanna, svo að þetta var illa valið dæmi hjá þér, Sleggja!), atkvæðavægi Litháens minnkar um 67%, Íralands um 56,2%, Danmerkur um 45,8% og Svíþjóðar um 36,2%, en atkvæðavægi Þýzkalands eykst um 95,1%, Frakka um 53,2%, Breta um 46,6%, Ítala um 42,9% og Spánverja um 17,1%. Atkvæðavægi allra annarra landa þar MINNKAR, nema hvað hlutur Rúmeníu eykst um 5,9%. Sjá nánar hér: Ísland svipt sjálfsforræði eftir Harald Hansson. – Svo seljum við ekki sjálfstæði fyrir súpudisk, Hvellur! - Smellið á nafn mitt: efst á bloggsíðu minni er einmitt (einum í umræðum á eftir greininni) fjallað um Svíþjóð.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 16:14

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

almenningur þarf að þræla og þræla fyrir mistök stjórnmálamanna.Það er mikilvægt fyrir okkur að fá Evru og fá síðan ESB til þess að hjálpa okkur að halda betur utan um efnahagstjórnina

Já nákvæmlega. Vegna þess að evróskrifkratar eru svo mikil ofurmenni að þeir gera aldrei mistök við stjórn efnahagsmála. Kanntu annan betri?

Svona óljósum fullyrðingum í þessa veru er sífellt fleygt fram og til baka í þessari umræðu án þess að þeim fylgi nokkur rökstuðningur.

Vinsamlegast útskýrðu hvernig þú heldur að ESB muni "hjálpa okkur að halda betur utan um efnahagsstjórnina". Í hverju myndi slík aðstoð felast nákvæmlega? Hversu megnugt er ESB með allt um niðrum sig efnahagslega og peningalega, til þess að veita öðrum ráðgjöf á því sviði? Eru einhverjar sérívilnanir í boði fyrir Ísland sem þýða að hér muni gilda einhver önnur lögmál en í öðrum ríkjum ef við gerumst aðilar? Er slík sérstaða og "aðstoð við efnahagsstjórn" eitt af samningsmarkmiðunum sem enginn fær að vita hver eru? Ef þú veist hver markmið samninganefndarinnar eru eða eitthvað um efni þeirra þá mættirðu gjarnan upplýsa okkur hin sem velkjumst í vafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2011 kl. 16:25

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Valur

Það kemur örsjaldan til atkvæðisgreiðslu í ESB og er villandi að setja þetta upp svona.

Það er alltaf reynt að komast að niðurstöðum í öllum málum þar sem allir geta verið sáttir.

Inn í ESB höfum við eitthvað að segja en í EES þá þurufm við að taka við lögum án þess að geta sagt neitt.

Við erum smáþjóð í fjölda en þegar kemur að t.d sjávarútveg þá erum við með 30% af afla. Sannkölluð stórþjóð á því sviði og höfum mikið að segja og það verður hlustað á okkur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 16:41

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Guðmundur

Ég þarf einungis að benda á hagsögu Íslands.. það eru mín rök.

En ESB á í erfileikum vegna þess að skussar einsog við Íslendingar voru gefnar of frjálsar hendur og þeir fölsuðu reikninga... sannkallaðir óreglumenn í efnahagsmálum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 16:43

13 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þá er það staðfest! Þú vilt að Ísland glati sjálfstæði sínu smátt og smátt. Farðu bara úr landi ef það er alveg glatað að búa hérna! Ég fæddist í BNA, faðir minn er bandarískur og mamma mín íslensk en ég er ekki frá því að það býr meiri íslendingur í mér heldur en þér. Þú áttar þig ekki á þeim forréttindum sem það er að búa hér á íslandi.

"

En ESB á í erfileikum vegna þess að skussar einsog við Íslendingar voru gefnar of frjálsar hendur og þeir fölsuðu reikninga... sannkallaðir óreglumenn í efnahagsmálum."

Fólk sem talar svona niður til sinnar eigin þjóðar er ekki lengur hluti af þeirri þjóð. Farðu bara ! hvað í andsk.. stoppar þig !?

Charles Geir Marinó Stout, 14.7.2011 kl. 17:52

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

charles

Ertu að fara yfirum af þjóðrembu?

Ég vill ekki að Ísland glati sjálfstæði sínu.. enda gerist það ekkert þó við göngum í ESB.

Efnahagstjórn Íslendinga hefur aldrei verið uppá marga fiska. Það er bara staðreynd. Lestu hagsögu Íslands.

ÉG er ekki að segja að allir Íslendingar eru skussar. Ef ég gaf það í ljós þá biðst ég velferðingar á því. En ég er að segja að stjórnmálamenn kunna ekki að fara með efnahagsmál. ÍSLENSKIR SJÓRNMÁLAMENN. Ef þú getur rökstutt það að það er ekki þannig þá vinsamlegast bið ég þig að gera það í staðinn fyrir að vera með svona skítkast.

Kárahnjúkar í miðri þennslu, 90% íbúaðrlán í miðr þennslu, skattalækkun í miðri þennslu svo toppaði stjórnmálamennirnir þetta allt með því að vera einhverskonar almannatenglar fyrir bankana árið 2008 ... fljúgandi útum allan heim og segja að íslneskir bankar eru þeir bestu í heimi.

Góð hagstjórn Gharles minn??? Þér finnst það kannski. En ekki ég..

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 18:43

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En venjulegir Íslendingar eru vinnusamir og klárir.

Össur, ccp, marel.. þetta eru flottustu og færustu fyrirtæki í heimi á sínu sviði. (forstjórar allra þessa fyrirtækja vilja í ESB)

Fyrir utan nokkra óreyðumanna þá er atvinnulífið á Ísland mjög gott... og alveg ótrúlegt að það hefur getað þrifist við óreiðu efnahagstjórn öll þessi ár.

Við getum rétt ýmindað okkur í hvaða frábæru stöðu við hefðum verið í ef við hefðum verið í ESB og með evru frá byrjun og vera þess njótandi að vera með þann stöðugleika sem atvinnulífið kallar á.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 18:46

16 identicon

Ágætis umræða en hvellurinn er líklega orðin hálf heyrnarlaus af hávaðanum úr Brussel.

Segjum sem svo að Íslendingar hefðu verið svo "lánsamir" að njóta visku tæknikratanna í Brussel og hefðu ekki kollsiglt bankakerfinu.  (Sem auðvitað er alls engin von til með dæmi Írlands nærtækast. ..Og þar sem tæknikratarnir gerðu illt verra með því að fresta vandanum og senda bankareikningan beint á almenning meðnúverandi afleiðingum þarlendra nýlendubúa).

...Þá væru tæknikratarnir núna pungsveittir við að finna út hvernig Íslendingar gætu aðstoðað Þjóðverja og Finna í að "bjarga almannahag" (les evru og pólitísks eigin skinns), og þannig fláðir inn að skinni.  ...Því Ísland er þrátt fyrir allt ríkt land.

Er ekki meiri bragur að því að vinna sig upp úr vandræðunum sjálfur á eigin forsendum?   

....Það er í það minsta skynsamlegra, út frá beinhörðum hagsmunum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 18:49

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jonásgeir

Þú ert líklega aðdáðendur gengis og verðtrygginar. Einn af þeim fáu sem eru með auðmagn til að ávaxta á verðtryggðum innlánsreikningum.

Ég ætla að minna þig á að flestir sem voru í þessum svokölluðum tunnumótmælum vildu leiðréttingar á lánum sínum. Lánum sem þurfti ekki að koma til ef við hefðum verið með evru.

Atvinnulífið er búið að kalla eftir stöguleika í tugi ára en eina sem "snillingarnir" a alþingi hafa komið upp með eru gengisfellingar á kostnað alþingis.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 18:55

18 identicon

Það má kanski benda snillingnum sem virðist ekki alltaf hitta naglann á einfalda staðreynd.

Eitt stærsta vandamál almennings innan Evrulanda er einmitt stöðugleiki Evrugengisins eða hitt þó heldur.

Mikið var þar einnig af gengislánum sem aldrei verða dæmt ólögleg eins og þó gerðist hér.

Gengi Evru hefur aldrei verið jafn lágt gagnvart Svissneskum franka og nú.  Það sitja margir í Evruhéruðum í gengislánasúpunni lyktvondu. 

...Það er nú hagsnilli og stöðugleiki tæknikratanna í Brussel. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 19:37

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jonasgeir

Þegar evran var settt á laggirnar 1999 þá var 1 dollari = 1 evra. 

Nú er evran 165 og dollarinn 117.  Hver hefur fallið?

Svo hefur evran ekkert nema styrkst gagkvart isk síðan byrjun árs 2011.

Þú sem NEI-sinni villt ekki fara í þessar rökræður og segja að evran er óstöðug. 

Bara svo þú vitir þá féll krónan um 50% á einum degi og við búum við gjaldeyrishöft.     Köllum þetta hagsnilli Íslendinga.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 19:56

20 identicon

Stórir hlutar hreifast hægar í breytingum.

En þegar þeir fara út af er skaðin meiri.

Þannig er nú það með Evruna og Krónuna.

Evran hefur komið fáum að notum nema Þjóverjum.  En þeir og allir hinir sem héldu að Evran væri stöðugleikinn endurfæddur og paradís ódýrra peninga eru í vandræðum í dag.  Því miður.

Sem betur fer er ekki Evra á Íslandi.  ...Lengi getur vont versnað!

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 20:48

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jonasgeir

eg sé það núna. ég er að reyna að rökræða við einstakling sem hefur ekkert á milli eyrnanna

http://www.youtube.com/watch?v=5hfYJsQAhl0

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 21:02

22 identicon

mer sinist jonasgeir vera bara vel gefin og fara med ret mal .

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 21:25

23 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta með að evran hefur bara komið þjóðverjum vel er bull.

Svo endar hann á að segja að þeir sem héldu að evran væri paradís ódýra peninga eru í vandræðum því miður.

hann er þá að viðurkenna að þetta er ekki evrunni að kenna heldur þeim þjóðum sem litu á evruna sem ódýra peninga (t.d grikkland).

því er óhætt að segja að gamli jonasgeir sníst í hringi.

það má vel vera að jón er vel gefinn..... en hann hefur allavega ekkert vit á efnahagsmálum og esb.  það er alveg ljóst.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 22:25

24 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Víst þið eruð svo miklir snillingar.

Hvernig getið þið útskýrt að ESB og Evru landið Luxemburg er ríkasta þjóð í heimi?

Fátt um svör kannski?

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 22:40

25 identicon

Sælir.

Ég skal útskýra það: Þar er leynilegt bankakerfi sem á sér langa sögu og hefur verið skatta- og eignaskjól fyrir forríka drullusokka.  Fast á hæla Luxemburg koma svo Liechtenstein og Sviss.  Má ég góðfúslega benda á að þau lönd eru einmitt ekki í ESB, þannig að þetta kemur einfaldlega ekkert því við að vera eða ekki í ESB. S og L hafa líka hagnast á sama braskinu og óþokkaskapnum og Lux.

ESB snýst um svo margt annað og meira en fiskveiðar og landbúnað, þó það sé auðvitað stór partur af batteríinu.  Málið er að ESB færist nær og nær stórríki, þar sem smáhlutar þess (Ísland) hafa lítið að segja um hvernig því er stjórnað af alríkinu og mega þola yfirgang og valdníðslu frá Brüssel.  Af hverju var bara kosið um Lissabon-sáttmálann á Írlandi og af hverju var kosið aftur þegar ,,rétt" niðurstaða kom ekki?

ESB er ormahreiður og maðkasúpa viðurstyggilegra bjúrókrata sem skara eld að sinni köku.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 23:05

26 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt hjá þér Bjarni. Þetta kemur ESB bara ekkert við.

Þess vegna er rangt að benda á lönd einsog Lúx eða Grikkland til að segja "esb er svona gott eða svona vont"

Forstjórar stærstu og flottustu fyrirtækja á Íslandi vilja stöðugleika og þeir vilja í ESB sem fyrst. Þeir skapa milljarða í gjaldeyristekjur fyrir okkur Íslendinga (án þess að eyða auðlindum einsog t.d orku og fisk). Kann er málið að hlusta á atvinnulífið. Það er atvinnulífið sem er að halda kjörum okkar uppi. 

http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

http://www.pressan.is/mpressanis/Lesa/ccp-ihugar-ad-flytja-ur-landi-vegna-kronunnar--esb-eina-leidin

http://evropumal.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf

Þarf að segja meira?

hvells

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.7.2011 kl. 23:35

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni hefur svarað þér ágætlega um Lúxemborg. Reyndar fekk það ríki snemma einkarétt á prentun fyrir möppudýraveldið ESB -- án þess að ég geri því skóna, að það haldi uppi þjóðartekjunum. En ESB hefur líka lengi séð í gegnum fingur sér við vafasamri bankastarfsemi Lúxemborgara.

Nú munu áhrif þeirra síðastnefndu hins vegar hraðminnka, atkvæðavægi Lúxemborgar í ráðherraráðinu minnkar um 91,4% hinn 1. nóv. 2014.

Svo er fráleitt af þér, Sleggja og Hvellur, að bjóða íslenzkum lesendum upp á þá steypu, að "það kemur örsjaldan til atkvæðisgreiðslu í ESB og er villandi að setja þetta upp svona. Það er alltaf reynt að komast að niðurstöðum í öllum málum þar sem allir geta verið sáttir."

Þetta eru heimskuleg skrif. Þar sem hagsmunir rekast á, þar er tekizt á. Þú segir engum Íslendingi það, að aldrei yrðu greidd atkvæði um nýja lagasetningu um sjávarútvegsmál. Það er fráleitt að reikna með þessu, eins og þú gerir, og treysta á það, enda ekkert sem bannar ráðherraráðinu slíka atkvæðagreiðslu, heldur er þvert á móti gert ráð fyrir því í sáttmálum ESB, að þar séu greidd atkvæði, og áskilið er, hvernig einfaldur og aukinn og enn aukinn meirihluti skuli vera. Það væri allsendis óþarfi, ef þar væru ekki gert ráð fyrir að greiða atkvæði um mikilvæg mál.

Að þú skulir reyna að blekkja fólk til að trúa þessu, eða trúðirðu því kannski sjálfur?! Á fólk að kjósa að ganga í ESB upp á von og óvon, hvort greidd verði atkvæði gegn okkur þar í lífshagsmunamálum okkar?!

Hitt er rétt, að skinhelgi um samstöðu og samhug eru ofarlega á blaði í réttlætingu ESB fyrir tilveru sinni, en líka krafan um sem mesta samræmingu og að ríki skeri sig ekki úr. Og það á líka við um hermálin.

Jón Valur Jensson, 14.7.2011 kl. 23:43

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Össur HF

"Það er mat Össurar hf. að aðild að ESB samhliða upptöku evru hefði mjög jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins."

"Ásýnd fyrirtækisins gagnvart fjárfestum og viðskiptavinum yrði betri og skýrari ef gengið yrði í Evrópusambandið"

 "Það er mikilvægt fyrir Össur hf. að geta átt samvinnu við traustan viðskiptabanka. Með ESB aðild væri hægt að sýna fram á það stöðuga og agaða umhverfi sem þarf til að opna fyrir trúverðugleika aftur hvað varðar aðgengi að lánsfé. Að öllum líkindum myndi það hafa í för með sér að lánakjör og vaxtaumhverfi breyttust til betri vegar."

 "við inngöngu í ESB myndu tollar milli Íslands og annarra ESB ríkja falla niður en myndu frá öðrum ríkjum vera þeir sömu og eru innnan ESB. Að öllum líkindum myndi þessi breyting hafa í för með sér ákveðna einföldun og hagkvæmni fyrir fyrirtækið þar sem Ísland væri orðið hluti af stærri viðskiptaheild."

"Hvaða hluti laga og reglna ESB hefðu neikvæð áhrif?
Út frá þröngu sjónarmiði Össurar hf. er erfitt að benda á neikvæð áhrif á fyrirtækið við aðild að Evrópusambandinu"

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 00:01

29 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

CCP HF

"Stjórnarformaður tölvufyrirtækisins CCP segir að fyrirtækið neyðist til að flytja úr landi vegna krónunnar. Fyrirtækið geti ekki búið við gjaldeyrishöft til langframa. Hann segir ESB einu leiðina út úr hremmingunum."

„Ef við erum að sjá fram á að gjaldeyrishöftin séu komin til að vera til lengri tíma, og engin leið út úr þeim vanda, kemur að því að félag eins og CCP þarf að flytja höfuðstöðvar sínar eitthvert annað.“

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 00:03

30 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

MAREL HF

"Marel telur að umsókn um aðild Íslands að ESB og yfirlýsing um að stefnt sé að upptöku evru hafi mjög jákvæð áhrif á hagsmuni félagsins og sé í raun forsenda fyrir áframhaldandi vexti fyrirtækisins hér á landi. Innganga í Evrópusambandið myndi auka rekstraröryggi fyrirtækisins og auðvelda því að langtímafjármagna rekstur félagsins, hvort heldur með hlutafé eða langtíma lánsfé."

"Marel starfar á öllum mörkuðum innan ESB. Samræmdar reglur í viðskiptum og óheftur aðgangur að mörkuðum eru því mjög mikilvæg fyrir rekstur félagsins."

"Marel styður eindregið aðild Íslands að Evrópusambandinu og telur hana eina af meginforsendum fyrir áframhaldandi stækkun fyrirtækisins á Íslandi."

"Hvaða hluti laga og reglna ESB hefðu neikvæð áhrif?
Okkur er ekki kunnugt um nein neikvæð áhrif laga og reglna ESB á rekstur fyrirtækisins."

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 00:06

31 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

er ekki málið að hlusta á atvinnulífið í þessu landi?

ef ekki væri fyrir öflug útflutningsfyrirætki þá mundum við ekki fá gjaldeyristkjur.

ef við mundum reka stóru og flottu fyrirtækin úr landi það þýðir skert lífskjör.

 aðal útflutningsfyritækin á ísland hafa sagt það skýrt að þeir geta ekki búið lengur við höft og krónuna og þann óstöðugleika sem því fylgir.

Marel flutt höfuðstöðvar sínar frá ísland, Össur er búið að afskrá sig úr kauphöll íslands og er bara skáð í köben. CCP er að íhuga flutning frá Íslandi ef ísland gengur ekki í ESB.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 00:09

32 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

nafnið á þessari færslu " vel þegið " þegar Göran Person talar um að ESB færist nær sambandsríki eða United States of Europe eins og ég ímynda mér að það gæti kallast. ég veit ekki hvort þú veist þetta eða ekki, en þar með glatast sjálfstæði landanna. Það er fært fólk í þessu landi, vel menntað fólk sem hæglega getur snúið þessum harmleik sem ALLIR flokkar á þingi hafa kokkað upp. Ekki trúir þú í alvöru að Íslendingar geti aldrei stjórnað sér sjálfir.. Þvílík svartsýni, verð ég að segja.

Ég skal orða það sem ég sagði áðan betur, en þessi viðbrögð voru einungis það að þú settir alla íslendinga undir einn hatt, sem er mjög ósanngjarnt: Afhverju að búa hérna ef þú ert svona hrikalega ósáttur og það greinilega nær langt aftur í tímann hjá þér ?

Charles Geir Marinó Stout, 15.7.2011 kl. 00:21

33 identicon

Gott kveld.

Þó vissulega séu þessi fyrirtæki sem nefnd eru hér ofar stór á íslenskan mælikvarða, þá eru sjávarútvegsfyrirtæki stærri og þau vilja ekki sjá ESB. Hlustum á ALLT atvinnulífið; ekki bara þann hluta sem hentar okkar málflutningi.

Góða nótt.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 00:39

34 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta eru fyrirtæki sem nýta ekki auðlidnir landsins. Þetta eru tæknifyritæki sem þarf að halda. Ef CCP flytur úr landi þá mun ísland stórtapa á þessu.

En þessi fiskifyrirtæki sem þú nefnir mega alveg fara. Fiskurinn fer ekki neitt.

Það er STÓR munur á því hvort við erum að tala um fyrirtæki sem eru að nýta auðlindir okkar allra og svo hátækni fyrirtæki sem er að selja þekkingu til útlanda.

ef þú skilur ekki muninn þá ertu vitlausari en ég hélt.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.7.2011 kl. 00:48

35 identicon

Voðalega er leiðinlegt þegar menn geta ekki tjáð sig án þess að saka aðra um að vera vitlausir eða eitthvað í þeim dúr. Þú skemmir algerlega umræðuna, mest fyrir sjálfum þér með svona athugasemdum.

Þú áttar þig vonandi á því að þó að fiskurinn fari ekkert, þá gagnast hann ekkert landi og þjóð ef enginn veiðir hann.  Ég veit fyrir víst að tekjur CCP eru fyrst og fremst í erlendri mynt og starfsfólki er borgað í erlendri mynt.  Það myndi því fátt breytast þó þeir myndu flytja úr landi.  Hitt er annað mál að þessi gjaldeyrishöft eru til baga og ætti að afnema hið fyrsta.  Það stendur á þessum yndislegu stjórnvöldum sem þú virðist styðja.

Kveðja, Bjarni

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband