ófullkominn málflutningur

Talar um að störf tapast í rvk en nefnir ekki um að þessi störf einfaldlega flytjast til keflavíkur.

Engin störf tapast.

Flugvöllurinn þarf að vera vegna samgöngumála innan Reykjavíkur. Þessi bílamenning hefur kostað borgarbúa og Íslendinga alltof mikinn pening.

Það er mjög einkennilegt þegar ysti hægri kanntuinn og viltasta vestri séu orðin vopnabræður.

hvells


mbl.is Einar hrósar Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það mundi draga veruleg úr innanlandsflugi og við það tapast störf.  Færri flugmenn hefðu vinnu, flugvirkjar, flugfreyjur og afgreiðslufólk flugfélaga.  Þá eru ótaldir þeir sem eru að vinna afleidd störf við flugvöllinn s.s. flugumferðastjórar, aðstoðarmenn þeirra bæði innan dyra og á flugbrautum.   Fáir verða fluttir til vegna þess að verulegur samdráttur verður í fluggeiranum. 

Gleymdu ekki heldur ferjufluginu sem skaffar pening í hótelgeirann og þá starfsmenn sem sinna því.

Hrokinn í Reykvíkingum um landsbyggðina er athygliverð, sér í lagi vegna þeirra fjarmuna sem renna beint í rekstur borgarinnar frá hinum dreyfðu byggðum.  Kynntu þér það gæskurinn.

Benedikt V. Warén, 12.7.2011 kl. 17:10

2 identicon

Daginn.

Hvers vegna heldur þú að verulega muni draga úr innanlandsflugi Benedikt? Hættir fólk allt í einu að þurfa að fara til Akureyrar og Egilsstaða?

-Finnur

Finnur B. (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 17:21

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þjóðvegakerfið mun taka við þessu.  Ef fara á til Akureyrar er það arfa vitlaust að þurfa að eyða klukkustundum við að aka í ranga átt til þess eins að borga meira fyrir flugfarið.

Munurinn á að aka og fljúga verður það lítill í tíma að valið verður að keyra í stað þess að fljúga.  Það einfaldar einnig mörgum að hafa þá sína hentisemi hvenær lagt er í hann og hve lengi er dvalið.  Þar að auki hafa menn þá einnig farartæki til að fara sinna ferða á Akureyri.

Þetta er ekki mitt mat, heldur þeirra sem standa í flugrekstri út frá Reykjavík.  Það vill svo til að ég kaupi rök þeirra.

Benedikt V. Warén, 12.7.2011 kl. 17:39

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Benedikt

það tekur 45mín að keyra til kef.

það tekur stundum 45mín að keyra frá kóp eða hfj til miðbæ RVK þar sem flugvöllurinn er.

þannig að þessi "klukkustunda" keyrsla eru ekki á rökum byggðar. 

en gefum okkur.... að innanlandsflug mundi leggjast af eða minnka verulega einsog þú spáir.

þá tapast ekki störf.

en og aftur þá verður bara tilfærsla af störfum.

fólk mun þá keyra í staðinn.

það mun skapa fleiri störf á bensínstöðvum, bílaverkstæðum, brúarsmíði, vegaframkvæmndir, dekkjaverkstæðum, milbikunarvinnu.

Í staðinn fyrir að fara í háltímaflug þá þarf fólk að keyra í 5-8tíma. Sumi vilja þá hvíla sig á leiðinni. Það skapar störf fyrir hótel á landsbyggðinni, tjaldstæði, veitingastaði og ýmis ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Fólk mundi t.d fara út að borga á blönduósi í staðinn fyrir að allir mundi fá sér að borða á Akureyriri ef flugið væri vinsælli.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 19:27

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

S/H.  Vissulega er hægt að komast þessa leið á 45 mínútum við bestu skilyrði.  Þú verður jafnframt að átta þig á því að sá sem fer norður á Akureyri kemur ofttast aftur, svo þetta eru 2X45mín við bestu skilyrði = 1klukkustund og þjátíu mínútur.  Ítreka það, við bestu skilyrði.  Það er vel á aðra klukkustund. 

Fyrst þetta er svona lítið mál, væri rétt af þér að flytja út á land og reyna á eigin skinni að þurfa að vera upp á þessi ferðalög kominn, sér í lagi í bráðatilfellum til að komast á sjúkrahús.  Þá mundir þú njóta þess vafasama ávinnings, að þurfa að fara þessar auka 45 mínútur (aðra leið) þegar hver mínúta er upp á líf og dauða.

Upptalning þín að öðru leyti, sýnir svart á hvítu óhagkvæmnina, aukakostnaðinn og ruglið við að færa flugið úr Vatnsmýrinni.

Benedikt V. Warén, 12.7.2011 kl. 21:54

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ef flugvöllurinn verður fluttur til KEF þá býst ég við því að samgöngurnar verði bættar og að spítalinn í Keflavík verði efldur um leið.

Landsbyggðin hefur líka ávinning af því að innanlandsflugið verði fært til Keflavíkur.  Því þá verður styttra, auðveldara og ódýrara fyrir erlenda ferðamenn að fara út á land.

Það fylgja þessu kostir og gallar.  Það er líka margt sem þarf að gera áður en innanlandsflugið verður fært til að gera þann kost fýsilegan.

Lúðvík Júlíusson, 12.7.2011 kl. 22:14

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Lúðvík.  Finnst þér líklegt að spítalinn verði efldur í Keflavík?  Núna eru ekki til peningar til að manna þá spítala sem til eru, hvorki í Reykjavík né landsbyggðinni. 

Fylgistu ekki með fréttum um flóttann úr heilbrigðisgeiranum til Noregs?

Benedikt V. Warén, 12.7.2011 kl. 23:00

8 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Kæri Benedikt, "ef.. býst ég við... að verði"

fréttir um hagstjórnarlegan barnaskap íslenskra stjórnmálamanna og embættismanna er ekkert nýtt.

Lúðvík Júlíusson, 12.7.2011 kl. 23:04

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Lúðvík.  Semsagt óskhyggja hjá þér, ...hugsanlega...eftilvill....kanski, verður sjúkrahúsið bætt í Keflavík.  Mitt mat.  Mjög ólíklega.

Svona í framhjáhlaupi, þá er Egilsstaðflugvöllur um 300 metra frá þjóðvegi 1 og því bara tímaspursmál um það að ferðaskrifstofur uppgötvi þann sparnað.  Hringurinn um landið með ferðamenn er því styttri sem nemur agleggjaranum frá Keflavík inn á þjóðveg 1.

Það er einnig er einnig mun styttra frá flestum flugvöllum í Evrópu til Egilsstaða og samfara hækkandi olíuverði því mun hagstæðara að nýta sér þann flugvöll en Keflavíkurflugvöll, fyrir þann markhóp sem eingöngu er að koma til Íslands. 

Benedikt V. Warén, 12.7.2011 kl. 23:44

10 identicon

Hver rekur flugvellina tvo?

Er ekki hakvæmt fyrir ríkið að reka 1 flugvöll.

Í kommentum er sagt að flugumferðarstjórar tapa vinnu. Fyrir mér er það þannig að ríkið sparar pening í flugumferðarstjórn þegar flugumferðastjórar verða reknir. Og nei, þeir fara ekki í atvinnuleysisbætur. Þeir finna aðrar vinnu í útlöndum (eftirspurn er mikil).

sleggjan (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 03:11

11 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Kæri Benedikt, nei þetta er engin óskhyggja.

Ertu ekki bara allt of neikvæður og þröngsýnn til að sjá öll tækifærin?

Svo ferðu að tala um að fjárfesta í öðrum innviðum til að anna millilandaflugi frá Egilsstöðum.  Það er ekki bara óskhyggja heldur á mörkum þess að vera tær ævintýramennska á la 2007.  Þá værum við með 2 stóra alþjóðaflugvelli og innanlandsflugvöll í stað eins.  Það eru ÖRUGGLEGA til einhverjir peningar fyrir þessu ... ;)

Lúðvík Júlíusson, 13.7.2011 kl. 13:01

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

góður lúðvík

Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2011 kl. 14:34

13 identicon

Daginn.

Það er af og frá að fólk vilji frekar keyra í 5 klst. til Akureyrar og 9 klst. til Egilsstaða frekar en að keyra 45 mínútur til Keflavíkur og fljúga í 30-45 mínútur þaðan.  Þvílík endemis vitleysa!  Auk þess er þetta betra fyrir landsbyggðina.  Eins og Lúðvík benti á, auk þess sem það er betra fyrir landsbyggðarfólk að fljúga innanlands til Keflavíkur og taka þaðan flug beint til útlanda, í stað þess að lenda í Reykjavík og þurfa þá að koma sér þaðan suður eftir.

Flugvöllinn burt og eflum innanlandsflug frá Keflavík!

Takk fyrir mig og verið sælir.

-Finnur

Finnur B. (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 13:18

14 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bara svona rétt til að ljúka þessu af minni hálfu, þá eru þrír alþjóaflugvellir á Íslandi og þaðan er flogið í ýmsar áttir.  Það eru flugvellirnir í Keflavík, á Akureyri og Egilsstöðum.  Það þarf ekkert að gera til að taka ákvörðun um að hefja meira flug frá Akureyri og Egilsstöðum.  Þeir sem halda annað eru ekki með á nótunum.

Einn flugvöllur er hálfur utanlandsvöllur, þ.e. Reykjavíkurflugvöllur en þaðan má fljúga farþegaflug til Færeyja og Grænlands á undanþágu.

Það er 2007 hugsun að skoða ekki þá valkosti sem eru ódýastir, þ.e. að fljúga leiguflug stystu leið, með þá sem eru að skoða Ísland og eru ekki sérstaklega að koma til Íslands að skoða álverið í Straumsvík.

Hringurinn er styttri að nota Egilsstaðaflugvöll.

Benedikt V. Warén, 15.7.2011 kl. 15:49

15 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Benedikt, Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur eru bara með eina flugbraut.  Að auki eru flugstöðvarnar ekki færar um að sinna mikilli aukningu í flugi um vellina án aukinnar fjárfestingar.

Þetta þarf að hafa í huga.  Það þarf einnig að hafa það í huga að færsla á flugi frá Keflavík til Egilsstaða myndi þýða að fjárfestingin í Keflavík myndi skila minni arði og það þyrfti að taka úr velferðinni.

Lúðvík Júlíusson, 15.7.2011 kl. 18:35

16 Smámynd: Benedikt V. Warén

Lúðvík.  Það er enginn að tala um að færa allt flug frá Keflavík.  Bendi eingöngu á að það er fullt af ferðamönnum frá Evrópu sem koma í reglulegu leiguflugi (áætlunarflugi) þar sem hentar allt eins að komi inn á Egilsstaði.  Hringurinn um landið er styttri og fjarlægðin til og frá Evrópu í flestumtilfellum einnig.

Allt flug Flugleiða miðast hins vegar við að koma inn á einn flugvöll, þar sem Keflavíkurflugvöllur er eins og Hlemmur var á sínum tíma, flestar ferðir sköruðst þar til að hægt væri að skipta um farartæki til að komast á leiðarenda á einfaldan og ódýran hátt.

Eins og ég benti á fyrr, er hægt að hefja leiguflug (áætlunarflug) inn á Egilsstaði strax í dag.  Þegar virkjanir og álframkvæmdir stóðu sem hæst, var tekið á móti allt að fimm ferðum í viku og um 80.000 manns við aðstæður sem voru mjög erfiðar.  Á sama tíma voru allt að átta ferðum daglega í innanlandsflugi.  Síðan hefur flugstöðin tvöfaldast að flatarmáli.

Þó brautin sé eingöngu ein á Egilsstöðum, er hann í dal og eru vindáttir þannig að sjaldnast fellur niður ferðir vegna hliðarvinds, sama á við um Eyjafjörð.

Benedikt V. Warén, 16.7.2011 kl. 15:59

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Smá athugasemd.  80.000 manns er á ársgrundvelli, svo það verði ekki misskilið.

Benedikt V. Warén, 16.7.2011 kl. 16:02

18 identicon

Benedikt, nú ert þú farinn að tala um allt aðra hluti.  Hvað kemur aukin umferð um Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll Reykjavíkurflugvelli við? Það er sjálfsagt að efla innanlandsflug og auka utanlandsflug á þessum tveimur úti á landi, en flugvöllurinn í Reykjavík má alveg fara.

-Finnur

Finnur B. (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband