Mánudagur, 11. júlí 2011
Þýskaland jákvæðir.
Það er mjög jákvætt fyrir Íslenska þjóð þegar stórt og valdamikið land einsog Þýskaland tekur eftir því hvað er vel gert hérna á Íslandi. Nú er Þýskaland komin með okkur í lið við ESB samningsgerðina. Það stefnir allt í þrusugóðan samning sem verður samþykktur í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Og því ber að fagna :)
hvells
![]() |
Jóhanna fundaði með Merkel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þið eruð illa veruleikafyrrtir ESB trúboðar og sannkallaðir ESB aftaníossar.
Þetta stefnir allt í hroðalega katastrofu sem þjóðin mun örugglega og sem betur fer hafna með mjög miklum mun.
ESB apparatið og Evrusvæðið er í bullandi rugli og vandræðum og það sjá allir sem vilja sjá !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 21:39
og krónan í blússandi siglingu eða?
kanntu annan.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 21:42
Og Evran á blussandi siglingu eða? Írland, Grikkland Spánn, Portúgal, Ítalía og 10 önnur ríki ESB á blússandi siingu eða?
Það er væntanlega ekki runnið af ykkur unghnökkunum eftir tjúttið um helgina.
Af hverju gangið þið bara ekki í Krossinn, þar þykir öfgatrú og deleríum eðlilegt.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.7.2011 kl. 22:02
Evran er búin að hækka gankvart krónunni allt þetta ár.
http://m5.is/?gluggi=gjaldmidill&gjaldmidill=20
þannig að já...... í því ljósi er evran á blússandi siglingu.
Allavega engin gjaldeyrishöft.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 22:30
Ég vildi að ég væri svo heimskur að ég gæti tekið þátt í þessu samtali Hvells við Þýskaland
Rekkinn (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 00:29
já það er mjög flókið að fylgjast með gengi gjaldmiðla Reikkinn minn.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 09:52
Nú "Hvellsprakk".
Merkel "lofaði" ísland til að herða snöruna á PIGS að fara AGS "leiðina".
Þeir ganga ekki "í lið með okkur" heldur nota okkur sem beitu til að þurfa ekki sjálfir að leysa egin skuldavanda.
Það er síðan ekki flókið að fylgjast með gengi gjaldmiðils sem ekki er á markaði. Hann hreyfist ekki.
Þessi tengill http://m5.is/?gluggi=gjaldmidill&gjaldmidill=20 er á upplýsingar um þörf minnkandi eða aukinnar skattheimtu vegna gjaldeyrishafta.
Raungengi íslensku krónunnar er allt annað (einhversstaðar í kringum 220)
Óskar Guðmundsson, 13.7.2011 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.