Laugardagur, 11. júní 2011
Gott verk.
NEI-sinnar hafa margoft sagt að þetta starf Ægis og þá sérstaklega ESB fáninn á skipinu sé mesta svik við þjóðina frá upphafi landnáms.
Sömu þjóðremburnar eru örugglega arfavitlausar yfir því að Varðskipið Ægir skulu hafa bjargað 100 útlendingum en ekki Íslendingum.
hvells
![]() |
Vs. Ægir bjargaði um 100 manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
:D Vélarvana seglbáti?!
Glockman (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 16:25
Ægir er ekki merktur ESB. Skipið er þarna sem íslenskt varðskip við landamærgæslu á Schengen landmærum ESB og þar með íslands, þar sem Ísland er aðili að Schengen
GG (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 16:46
Hvaða fáni er þarna á bátnum?
Sleggjan og Hvellurinn, 11.6.2011 kl. 18:07
Hversu vel ertu að þér í að þekkja í sundur varðskipin? Var það Ægir eða var það Týr sem fékk þetta ljóta merki málað á síðuna?
Það er talað um að það sé varðskipið Týr sem sé með ljóta merkið á síðunni en það skip sinnir fiskveiðieftirliti. Ægir hinsvegar er að sinna verkefnum sem varðskip og er merkt sem varðskip eins og það hefur verið síðustu ár.
Allavega eru það upplýsingar sem ég fékk...
kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 11.6.2011 kl. 18:37
Sleggjan og félagar ættu kannski að skoða málið betur og í rólegheitunum.
Varðskipið Týr er merkt ESB enda er það á mála hjá ESB um þessar mundir.
Varðskipið Ægir er undir íslenskum gunnfána og vopnum búið, enda er það að verja ytri landamæri Íslands við Miðjarðarhaf.
Slæmt er að áhafnir skipanna fá ekki að taka þátt í Norður Víkingi.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 18:39
Merkingin á skipinu er í sjálfu sér ekki stórt mál, þó hún brjóti reyndar í bága við reglugerð um merkingar íslenskra varðskipa. Íslensk stjórnvöld virðast hinsvegar ekki telja það í sínum verkhring að fara eftir lögum og reglum, sem er mun meira áhyggjuefni en málningarklessur á skipshlið.
Aðdróttanir um að við sem aðhyllumst hagsmuni lands og þjóðar séum svo miklir mannhatarar að vilja helst láta egypska meðbræður okkar sökkva í Miðjarðarhafið, eru í besta falli ógeðfelldar og fyrst og fremst upplýsandi fyrir hugsunarhátt þess sem skrifar. Áttar höfundur sig á því hve mörgum erlendum sjómönnum hefur verið bjargað af Íslendingum í gegnum tíðina?
En einhversstaðar þarf að afferma skipið, það getur ekki sinnt verkefnum sínum drekkhlaðið flóttamönnum. Hvað ætla varðskipsmenn að taka til bragðs þegar þeir átta sig á því að Evrópusambandsþjóðirnar sjálfar sem liggja að Miðjarðarhafinu hafa engan hug á að taka við þessu flóttafólki? Með því að taka þau um borð var Ísland um leið gert ábyrgt fyrir afdrifum þeirra, svo ætli þrautalendingin verði þá ekki bara að sigla hingað heim með þau?
Það virðist lítil hætta á verkefnaskorti hjá Útlendingastofnun á næstunni. Kannski er það gott og kannski slæmt, ég sker ekki úr um það hér og nú.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 18:45
Varla þörf á þeim hérna heima við landhelgisgæslustörf enda er hersveit embættismanna í Brussel að afhenda Brusselvaldinu landhelgina til afnota um ókomna framtíð.
Eggert Sigurbergsson, 11.6.2011 kl. 19:00
Guðmundur
" Íslensk stjórnvöld virðast hinsvegar ekki telja það í sínum verkhring að fara eftir lögum og reglum"
hvað ertu þá að vísa til?
"við sem aðhyllumst hagsmuni lands og þjóðar" þetta er alskosta ekki rétt. þið takið akkurat hina pólina á hæðina. aðhyllist skoðanir sem er okkar þjóð til trafala.
" svo ætli þrautalendingin verði þá ekki bara að sigla hingað heim með þau?" það glitti í smá útlendingahatur og rasisma við þessa setningu...
Eggert
Say what? hvað ertu að bulla drengur.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.6.2011 kl. 19:26
Nafni minn Ásgeirsson hefur ekki kynnt sér málin til hlítar áður en hann lét vaða. Landhelgisgæslan er ekki að senda varðskip í landamæragæslu svona af því bara. Frontex heldur utan um þessar aðgerðir og að sjálfsögðu eru ákveðin lönd sem taka á móti þessu fólki frá skipunum. Annars færi enginn í þetta. Þetta heitir samvinna og samstarf.
Guðmundur (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 19:41
Það er nú svo að þegar búið er að koma einhverju klessuverki á skipshlið sem sýnir framá að skipið starfi fyrir ákveðinn aðila, þá er sá aðili ábyrgur fyrir því sem gerist gagnvart skipinu. Það að varðskipið hafi bjargað flóttafólki úr sjó gerir Íslendinga ekki ábyrga fyrir flóttamönnunum þar sem skipið er að störfum fyrir Evrópusambandið.
Þrátt fyrir að ég sé ekki hlyntur því að Samfylkingin sé að sækjast eftir því ásamt nokkrum öðrum þingmönnum að innlimast í Brusselklíkuna, þá get ég ekki verið á móti því að skip séu skreytt klíkumerkinu þegar þau eru að starfa fyrir þessa klíku. Við getum ekkert að því gert þó fáir aðilar sem hafa valdið skera niður fjárframlög til LHG þannig að hún neyðist til að leigja skip og áhafnir til að fjármagna sig. tel ég að skipin, þegar þau eru að störfum fyrir aðra en Ísland séu þau í raun ekki íslenskt yfirráðarsvæði á meðan, heldur tilheyri Brusselklíkunni sem þarf svo að ákveða hverjir af sínum meðlimum þurfi að taka á móti flóttamönnunum.
Mín skoðun er reyndar sú gagnvart þessum flóttamönnum að mér er nokk sama hvar þeir lenda svo lengi sem þeir geta um frjálst höfuð strokið. Það væri líka gott ef þeir ná að aðlagast nýjum aðstæðum og fengið alla þá aðstoð sem þeir þurfa á að halda til að geta hafið nýtt líf á nýjum stað og unnið fyrir sér og sínum.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 12.6.2011 kl. 10:39
Ægir er gerður út sem íslenskt varðskip og merktur sem slíkur í þessari landamæragæslu. Ægir er ekki að störfum fyrir Evrópusambandið og því er engin merking frá ESB á Ægi. Skipið er þátttakandi í samstarfi margra ríkja í verkefni sem Frontex heldur utan um og greiðir fyrir. Frontex gerir samninga við nokkur ríki um að halda utan um eftirlitið á þeirra svæðum og þá í leiðinni að taka við því flóttafólki sem finnst og næst. Það er því engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að Íslendingar sitji uppi með þetta flóttafólk.
Guðmundur (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.