Verðtrygging og Lýðskrum

"Verðtryggingin er vond. Slæm. HÖFUÐSTÓLLINN MINN HÆKKAR SKILÖRRÖÖÖÖ, SAMT BORGA ÉG HVERN MÁNUÐ."

Þetta segir fólk. 

 

Það er rétt að höfuðstóllinn hækkar í verðbólgu. 

En verðtryggð lán bera 4,9% vexti í dag. Þetta eru lágir vextir miðað við almenna vexti hér á Íslandi.

Verðtrygging tryggir líka sem jafnasta afborganir. 

 

Fólk verður að átta sig á kostum og göllum verðtrygginga.

 

 

Lán ÁN verðtrygginga er með mjög háum vöxtum sem leggjast á hverja afborgun (ólíkt verðtryggðu láni). Stýrivextir í dag eru um tíu prósentin. 

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/frettir/Styrivextir-nokkurra-landa-2002-2007.jpg

Athugum að stýrivextir eru vextir sem Seðlabankinn veitir lánastofnunum í endurhverfum viðskiptum þannig óverðtryggt lán til þín lesandi góður væri alltaf fyrir ofan 10% því lánastofnanir eru ekki í góðgerðarstarfsemi. En kostur við svona lán er að höfuðstóllinn hækkar ekki í verðbólgu.

 

Ég tel að umræðan á frekar að snúast um betri HAGSTJÓRN hjá stjórnvöldum. Verðtryggingin veitir stjórnvöldum svo mikið svigrúm til að vera með allt í rugli því hærri vextir bíta ekki skuldara með verðtryggt lán.

Ég sé fyrir mér stjórnvöld sem berjast gegn verðbólgu (og háum vöxtum í leiðinni til langs tima) og kannski skellar sér í EVRUSAMSTARF. Það finnst mér vera raunveruleg lausn vandans. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu með hagstjórnina svona. Fyrst laga hagstjórn, svo má tala um verðtrygginguna.

 

En eitt er víst. Eitt er öruggt. Sem lýðskrumarar verða að hlusta á. Og kvartandi lánþegar:

Þú getur ekki tekið kosti úr báðum möguleikunum og sleppt göllunum. Þ.e: að hafa óverðtryggt lán á verðtryggðum vöxtum. Miðað við umræðuna í dag þá mætti halda að það væri hægt.

 

kv

 

sleggjan.

 


mbl.is Vaxtamunur bankanna hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ertu að rugla með að stýrivextirnir séu um 10% ? eru þeir ekki eitthvað rétt yfir 4% þessa dagana? minnir að þeir séu 4,25 eða eitthvað álíka

öll færslan því kannski bara ein þvæla?

gunso (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 18:01

2 identicon

góð hagstórn er lausnin. ríkisstjórnir hafa falið vanhæfni sína bakvið verðtryggingu.

það eru einu rökin sem ég sé með að afnema verðtryggingu.

þá byra stýrivextir seðlabankans að bíta.

hawk (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 16:44

3 identicon

Hvernig byrja þeir að bíta þegar óverðtryggðu lánin eru ekki á föstum vöxtum og breytast bara reglulega eftir hentugleika fjármálafyrirtækjanna? Geta þess vegna bara látið þá fylgja verðbólgunni

gunso (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 21:13

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

gunso. Það er rétt hjá þér.

Að óverðtryggðu lánin séu á breytilegum vöxtum er hræðilegt.

Þannig er það ekki erlendis. Ætli þetta sé ekki séríslenskt fyrirbæri eins og margt annað?

 Það er rétt hjá þér, breytilegir vextir er svipað rugl og verðtrygging.

Lausnin er fastir vextir. Hvenær geta lántakendur búist við því? ESB?

slegg

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2011 kl. 08:54

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

EF að við segjum við útlendinga að á Íslandi getum við ekki fengið óverðtryggt lán á föstum vöxtum til ibúðakaupa.

þeirra viðbrögð verða eflaust: wtfuuuuuuuu

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2011 kl. 08:57

6 identicon

Ertu viss um að þeir fái það á föstum vöxtum í ESB? Tel það frekar líklegt að þeir breytist með hliðsjón af Reibor vöxtum eða hafi svipað fyrirkomulag og hér. Bara ekki jafn mikið kukl á stýrivöxtunum þar og því ekki um jafn ýktar sveiflur að ræða

gunso (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband