Evrópuvaktin með vafasama staðhæfingu.

http://evropuvaktin.is/i_pottinum/18623/

 Hérna fullyrðir Evrópuvaktin að Össur og Steingrímur J voru hugmyndasmiðir af eftirlaununum.

"Fátt hefur verið Samfylkingunni hugstæðara síðustu ár en eftirlaunalögin svonefndu. Um hitt hefur verið vandlega þagað hverjir áttu hugmyndina að þeim.

Flestir landsmenn telja vafalaust að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn enda hefur sá flokkur ekkert gert til þess að bera það af sér, hver svo sem ástæðan er fyrir því.

Það er hins vegar söguleg staðreynd, að hugmyndasmiðirnir að eftirlaunalögunum heita Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson.

Hvað ætli valdi því, að þeir hafa aldrei gengist við höfundarrétti sínum að þeim lögum?!"

 Þetta er bara hennt fram án þess að hafa eitthvað á bakvið.

 

Í fyrsta lagi var Samfylkingin (össur) og VG (Steingrímur) ekki í ríkisstjórn þegar eftirlaunafrumvarpið gekk í gegn. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í ríkisstjórn.

Svo er almennt talið að Davíð Oddsson sem var á útleið úr pólítik, hafi smíðað þetta frumvarp fyrir sjálfan sig. Fá sín fínu eftirlaun eftir að stjórnmálaferli líkur.

 Til gaman þá er Davíð Oddsson á ríflegum eftirlaunum þótt hann sé í 100% starfi sem ritstjóri Morgunblaðsins. Einnig Halldór Ásgrímsson á eftirlaunum þó hann sé að dandalast eitthvað á norðurlöndunum á okkar kostnað.

 

kv

Sllll

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að benda ykkur fermingadrengjunum á að menn þurfa ekki að vera í ríkistjórn til að leggja fram frumvörp.

Nýjasta eftirlaunafrumvarpið með litlum breytingum var samþykkt í Júlí 2009, bara svona til að skerpa á því hvaða ríkistjórn var við völd.  Formenn allra flokka samþykktu hið fyrra og þar á meðal voru Össur og Steingrímur. Þeir samþykktu líka seinni ómyndina.

Davíð þiggur ekki eftirlaun samkvæmt þessum lögum.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 03:15

2 identicon

Sammála. Það er sögufölsun að halda því fram að XS og VG voru höfundar þessara laga.

hawk (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 22:45

3 identicon

Rétt Jón að Steingrímur J og Össur samþykktu fyrra frumvarpið í skjóli nætur rétt fyrir jól eða áramót. En þau voru ekki höfundar þess.

Það var DO og hans fylgdarlið.

 Eftirlaun hin síðari var verið að vinda ofan af fyrra frumvarpinu. Þar voru XS og VG við völd.

Davíð þiggur eftirlaun í dag ofaná ritsjóralaun.

sleggjan (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband