Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Aðkoma ríkisvaldsins
Af hverju þarf ríkisvaldið að koma að gerð kjarasamninga.
Þetta er samningur um kaup og kjör á launaseðli vinnandi manna. Þá skulu vinnumennirnir (ASÍ) og vinnuveitendur (SA) ræða saman. En samt skjóta þau á ríkisvaldið eins og þau eiga að koma færandi hendi og redda þessu.
Leggja vegji, byggja álver og leyfa kvótakóngunum að eiga kvótann er pólítískt mál.
Svo finnst mér þessi nöfn á hinum og þessum hlutum skemmtilegt. "Samningaleiðin" (leið sem tryggir kvótagreifum áframhaldandi arðrán). "Atvinnuleiðin" ( leið sem tryggir kvótagreifum áframhaldandi arðrán, plús nýjir vegir og virkjanir).
Vilhjálmur Egilsson formaður SA er gamall sjálfstæðismaður. Var þingmaður fyrir flokkinn í langan tíma. Ætli hann sé ekki að gera sitt besta að gera ríkisstjórninni erfitt fyrir sem á ekki að vera hans hlutverk sem formaður Samtaka Atvinnulífsins
kv
Sleggz
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr, frábær grein
Jón Gunnar Bjarkan, 28.4.2011 kl. 11:35
fyrirtækin þurfa ákveðin hagvöxt til þess að geta greitt hærri laun... ríkisstjórnin getur hindrað hagvöxt og þar af leiðandi gert kauphækkanir að engu... sbr VG
hawk (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 14:22
Launafólk getur beitt sömu brögðum, með því að krefjast þess að allir tollar á matvörur verði felldir niður, annars verður ekki samið. Hvað myndu Bændasamtökin segja við því.
Samtök iðnaðarins, samtök Ferðaþjónustu og önnur samtök inn í SA eru að láta taka sig í rassgatið.
Jón Gunnar Bjarkan, 28.4.2011 kl. 18:19
@Hawk: Það er rétt að hagvöxtur er gott fyrir land og þjóð. Við skulum gefa okkur að ríkisstjórn á hverjum tíma er mjög hlynnt hagvöxt og reyna sitt besta í þeim málum í samræmi við sín stefnumál. En sú aðferð á að vera á ekkert að vera á borðinu hjá SA og ASÍ. Þau eiga bara semja sín á milli og vona það besta með hvað ríkisstjórnin gerir og ekki vera með einhverjar fáránlegar kröfur.
@ Jón G : Já , hehe, þú bentir á fáránleikann í þessu öllu með því að ef við vinnandi menn mundum gera okkar kröfur til ríkisvaldsins með matvörutolla og kannski bensín og áfengisverð :D
sleggjan (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.