Hvar er evran?

Það er ótrúlegt að heyra hvern snillinginn á fætur öðrum að spá Evruna falli. Evran kostaði 150kr í sept 2010 en kostar núna 163kr. Og á þessu tímabili á allt að hafa farið í bál og brand í Evrópu... PICS kenningin og allt það.... en aldrei haggast evran.

Það er kominn tími á ykkur NEI sinna að hætta að segja að Evran sé að falla eða er að fara að falla... krónan er skítfallinn og bundin við bryggju.. handónýt og er að standa okkur fyrir þrifum. . . þannig er það bara.

Eg skal draga þessi ummæli til baka og biðjast afsökunar þegar evran fellur um ekki nema 15% (krónan féll um 50%) ... ég bið ekki um meira..    En vandamálið er að það er ekkert að fara að gerast.

hvells


mbl.is Tvöfaldur hausverkur af aðild Íslands að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fórstu öfugu megin framúr í morgun???  Síðan í september 2010 hefur gengi Íslensku krónunnar fallið um 12,3% þannig að ef evran hefði haldið gengi sínu ætti hún að vera í 168,45 krónum.

Jóhann Elíasson, 16.4.2011 kl. 13:05

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Eitthvað ertu að ýkja "fall" krónunnar Jóhann.

1. september 2010 þá var gengisvísitala krónunnar 208 en núna er hún 214 stig.  Þetta er lækkun upp á tæp 3%.

1 september 2010 þá kostaði 1 evra 1,28 dollara en núna kostar 1 evra 1,45 dollara.

Það er því augljóst að evran en búin að styrkjast umtalsvert síðan og að ekkert hrun hefur orðið, heldur þvert á móti.

Lúðvík Júlíusson, 16.4.2011 kl. 15:04

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér er handstýring, sem miðar flest við Evru.

Vissulega er Evran sterk, á meðan jaðarþjóðir með Evruna, lítil hagkerfi þjást (hér og hér) í helsi Evrunnar. ESB kemur til "bjargar" með risaskuldapakka sína til þess að festa einkaskuldirnarí sessi hjá þjóðunum en bjarga Evrunni í leiðinni. Evruþjóðum eru raunar allar bjargir bannaðarí dag. Stýrivextir hækka og von er á meiru til þess að slá þá þýska verðbólgu en veldur stöðnun annars staðar. Mismunur á þýskum og grískum skuldabréfum er rúmir 1000 punktar (10%)! Ísland er í margfalt betri stöðu með sinn orkutengda gjaldmiðil þegar Evrópa utan kjarnans fellur eins og steinn.

Lestu bara heimsblöðin eða kveiktu á erlendri sjónvarpsrás, þá kemstu ekki hjá því að sjá þennan augljósa sannleika.

Ívar Pálsson, 16.4.2011 kl. 17:19

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Annað dæmi: Hvað gerðist þegar jarðskjálftinn, flóðbylgjan og kjarnorkuváin lentu á Japan? Jenið styrktist í metstöðu. Alls kyns veðmál, framvirkir samningar og tengingar heimsgjaldmiðla eiga sér stað í flóknumn vef sem enginn getur séð fyrir, nema alríkustu og óvægnustu gjaldeyrishaukar heims (t.d. Soros) sem bita sér með eða á móti gjaldmiðli eftir vindi. En fólk landanna þjáist vegna þessa.

Ívar Pálsson, 16.4.2011 kl. 17:25

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ívar

Þetta er bara nákvæmlega sem ég er að tala um. Fólk öskrar úlfur úlfur.. evran er alltaf "rétt að fara að falla næstu viku eða mánuði".....   búin að vera að því í meira en ár...  en ekkert gerist.

Talaðu við mig þegar evran fellur um 15%.... bið ekki um meira.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.4.2011 kl. 20:06

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ekki bara í ár Hvellur, alveg síðan henni var ýtt úr vör hafa menn verið að reyna tala hana niður. Bandarískir hagfræðingar hafa spáð hruni evrunnar alveg síðan þá, þvert á móti hefur hún styrkst gagnvart bandaríkjadal síðan þá. Evrunni var ýtt úr vör á pari við dollar, nú er hún orðinn miklu sterkari og það virðist engu máli skipta hvað Evrópski Seðlabankinn prentar mikið af peningum, hún haggast varla niður á við.

Ef Evrópski seðlabankinn vill slá tvær flugur í einu höggi þá á hann að prenta nógu mikla peninga til að hífa evruna niður á við dollarann aftur, peningurinn sem kæmi út úr prentvélinni myndi eflaust duga til að kaupa flesta helstu samkeppnisaðila Evrópu eins Boeing, Ford, General Motors og önnur iðnifyrirtæki, flytja mætti mörg af þessum störfum til Evrópu, þannig væri störfum fjölgað með beinum aðgerðum auk þess sem Evrópskt atvinnulíf yrði samkeppnishæfara í verð með lægra gengi. 

Það sem andstæðingar ESB skilja ekki þegar þeir rausa um að það sé svo gott að vera með veika krónu, er að það er mjög öfundsverð staða að vera með sterkan gjaldmiðil, því allir seðlabankar í heimi geta veikt gjaldmiðil sinn, einfaldlega með meiri seðlaprentun. Evrópski seðlabankinn á það vopn inni, en það á Íslenski seðlabankinn ekki, og ekki heldur Bandaríski seðlabankinn. Að styrkja gjaldmiðil sinn, er hinsvegar miklu vandasamara verk, því til þess þarf að vinna traust fjárfesta, og það er miklu auðveldara að týna trausti heldur en að ávinna sér það. 

Jón Gunnar Bjarkan, 27.4.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband