Líklegur möguleiki að mínu mati.

Mér sýnist ekkert vera í gangi í samræðum Besta og Samfylk.

 

Ég tel vera mjög líklegt að Samfylk og Sjálfstæðis byrja að ræða saman í borginni.

Saman eru þessir flokkar með 8 menn. Á móti 7 mönnum Besta og VG.

Samfylk og Sjálfstæðis unnu vel saman 2009-10.

Dagur og Hanna Birna virðaðst vera ágætir pólítískir mátar.

Ef þau ná völdum geta þau styrkt stöðu sína inn í sínum flokkum. Í dag stendur Dagur höllum fæti í Samfylk. Hanna Birna þarf að vera áberandi fyrir landsfund Sjáfstæðis í sumar.

Að vera í stjórnarandstöðu í borginni er ekki áberandi.

 

Það er semsagt hvetjandi fyrir þau bæði, og flokkana, að vinna saman.

kv

Sleggjan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála þér.  Þetta verður raunin.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 08:21

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Af hverjur ertað blanda Besta og VG inní þetta?

Samfylk og Sjálfstæðis unnu ekki saman 2009-2010?

Þau unnu saman 2007-2008 og eru hin svokallaða hrunstjórn. Ég veit ekki hvað landsmenn segja þegar hrunstjórnin leiðir saman hesta sína í RVK.

Ég tel þetta frekar ósennilegt. 

Ég held að kjósendur láta ekki bjóða sér að Besti verður skilinn eftir í kuldanum.

hvells.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2010 kl. 12:01

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Blandaði Besta og VG ekki inn í þetta. Bara nefndi þá til að sýna fram á að XS og XD ættu meirihluta borgarfulltrúa.

XS og XD(meirihluti)=8   Besti og VG(minnihluti)=7   .  Það eru samtals 15 borgarfulltrúar í Reykjavík.

 XD og XS voru ekki saman í meirihluta 09-10. XD og XB voru saman í stjórn. En Hanna Birna og Dagur komu með ný vinnubrögð sem ekki áður höfðu þekkst. Þau unnu saman að ýmsum málefnum þrátt fyrir að vera í stjórn og stjórnarandstöðu. Þau áttu samvinnu við niðurskurð og að koma fjármálum borgarinnar í ágætis lag. Þetta var mjög nýtt á nálinni að samstarf átti sér stað. Og ég tel þetta var ágætis grundvöllur fyrir frekari samstarf, og þá í meirihluta.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.6.2010 kl. 15:04

4 identicon

Já, því miður. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 16:40

5 identicon

jááááaá´     ég skil

hawk (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband