Sunnudagur, 30. maí 2010
Þessi drengur er blindur.
Sigmundur Davíð er á annari plánetu. Ég hafði mikla trú á honum en hann hefur algjörlega misst allt niðrum sig. Hann hefur margoft sagt að Framsóknarflokkurinn hefur gengið í gegnum mestu nýliðun af öllum flokkum. Það er alveg rétt hjá Sigmundi.
Ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn er ekki að fá meira fylgi er vegna þess að hann hefur framið skemmdarverk á Alþingi. Hann er í skotgrafahernaði alla daga. ALLA DAGA. Og kjósendur eru komið með nóg. Þeir eru komin með nóg af þessu pólítíska karpi. Ísland er að brenna til kaldra kola og á meðan eru Framsóknarmenn að setja Íslandsmet í málþófi á Alþingi.
Þetta er til skammar.
Og Framsóknarfylgið er eftir því.
hvells.
![]() |
Félagar í Framsóknarflokknum kusu ekki allir flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin er loks búin að sjá í gegn um framsókn. Þessi bófaflokkur á ekkert skylt við stjórnmál. Allt hans starf og umsvif hafa snúist um að svíkja, ljúga og blekkja. Hafa rangt við og brjóta allar meginreglur lýðræðis og samfélags.
Sauradraugur (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 17:09
Já, það er rétt hjá þér. Framsóknarflokkurinn hefur gengið í gegnum mestu nýliðunina og er það vel. En betur má ef duga skal.
Fyrir málþóf Framsóknar tókst að bjarga íslensku þjóðinni (a.m.k. tímabundið) frá Icesave og eina sem þingmenn Framsóknar óska eftir núna er samvinna og samstaða um vinnubrögð og leiðir út úr vandanum. Vonandi að Alþingismenn geti sem fyrst farið að vinna saman að heill þjóðarinnar.
Gissur Jónsson, 30.5.2010 kl. 21:25
Gissur.
Þetta er algjör þvæla hjá þér. Sigmundur hefur sýnt það að hann hefur engann samstarfsvilja. Og mig grunar einfaldlega að hann hatar Samfylkinguna.
Guðmundur Steingrímsson sem er einn af þeim fáu með viti í XB var að kalla eftir því að þessi flokkur byrjar að vinna saman og hætta þessum hernaði.
Þar af leiðandi ert þú bara að fara með tóma froðu og steypu Gissur.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.5.2010 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.