Laugardagur, 29. maí 2010
Áhrif Besta flokksins.
Nú er Þráinn Bertelsson að reyna að sameina Borgarahreyfinguna aftur. Hann sendi öllum póst um að halda áfram með þennan flokk. Hætta öllu þessu rugli og gera þennan flokk að leiðandi afli.
Það gæti verið að Þráinn er bjartsýnn á góðu gengi Borgarahreyfinguna vegna þess að Besti flokkurinn er að standa sig príðilega. Besti flokkurinn er að veita mönnum innblástur.
Þráinn Bertelsson gæti haft rétt fyrir sér. Borgarahreyfingin náði 7,2% sem er ekki mikið miðað við Besta flokkinn. En samt slatti.
Ég held að í Alþingiskosningunum var ekki mikill áhugi fyrir nýjum framboðum. Aðalmálið var að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það þurfti enga nýja flokka til þess. Heldur kjósa einfaldlega til vinstri. Markmið kosninga 2009 var að koma á vinstri stjórn og því dugaði VG og XS ágætlega við það. En núna hefur það sannast að VG og XS geta ekki neitt. Einfaldlega hræðileg ríkisstjórn. Þegar kemur að atvinnulífinu þá er VG hriðjuverkahópur. Hvar er skaldborgin?
Nú eru borgastjórnarkosningar og það er mikill áhuga fyrir nýjum framboðum. Aðalega vegna þess að Íslendingar hafa áttað sig á því að vinstriflokkarnir eru ekkert skárri en þeir hægri. Þess vegna er besti flokkurinn að standa sig.
Næstu Alþingiskosningar verða svipaðar og sveitastjórnarkosningar. Fólk hefur séð að allur fjórflokkurinn einsog hann leggur sig er handónýtur. Það mun rísa nýr flokkur. Þráinn Bertelsson hefur þann draum að Borgarahreyfingin getur verið þessi nýji flokkur. Þetta er rétt greining hjá honum. Borgarahreyfingin mundi fá mikið fylgi ef kosið væri núna. En Þráinn verður að reikna með því að aðrir flokkar muna bjóða sig fram. Nýjir flokkar. Jafnvel mun Besti flokkurinn fara í landspólítikina.
hvells
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hef sagt þetta áður , segji aftur.
Upplausnin í Borgarahreyfingunni og klofningurinn eru verstu pólítísku tíðindin síðustu tuttugu ár. Þau höfðu möguleika að verða sterkt pólítískt afl og gera góða hluti.
Ekki má gleyma að ef klofningurinn hefði ekki orðið, þá hefði Borgarahreyfingin boðið fram í Reykjavík og fleiri sveitafélögum. Og þá gæti maður kosið þá staðin fyrir eikkvað grín XÆ, sem var eiginlega frekað þvingað atkvæði. Vildi bara senda skilaboð. Ekki er ég ógisslega spenntur fyrir Gnarrinn í borgarstjórn.
slll (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.