Kaus Æ

En var duglegur með yfirstrikunarpennan.

Strokaði Möggu Stínu út með glöðu geði.

Strokaði Óttar Proppe út hlæjandi.

og Einar Örn.

Einu kallarnir sem fengu að halda sínu sæti var Karl Sigursson tölvunarfæðingur og söngvari Baggalút.

Og Jón Gnarr.

 

Ég fór ekki glaður út af kjörstað. Smá eftirsjá jafnvel. Væri til að fá flokk við völd sem hugsar um atvinnulífið. En ég get ekki kosið mafíuflokk (Xb) sama hversu mikla endurnýjun hann hefur farið í. Það er aldrei að vita hver stjórnar á bak við tjöldin.

Og ég get ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn. Villi Vill byggði höfðaturnin sem er mesta slys sem hefur komið fyrir reykjavík frá upphafi. Ég er á því að þessi turn verði einfaldlega jafnaður niður jörðu... ekkert flókið....  spillingin er svo augljós í þessu dæmi.  Eykt styrkti þetta lið.... Eykt fékk að byggja turninn.    Það þarf að rannsaka þetta mál.   Betra samt að þetta fólk segi einfaldlega af sér núna strax í dag.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í algjöra endurnýjun. Nýtt fólk en sama hugsjón.

Það þarf að stofna nýjan hægri flokk. Hægri Græn.    Flokkur sem er ekki í vasa kvótakónga, vilja fjölbreytt atvinnulíf, óspill og hafa ESB að leiðarljósi.    Því almenningur á Íslandi á það skilið.

hvells.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tala nú ekki um REI.

Það þarf að rannsaka það!!

slll (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband