Xd eða Xæ??

Ég var að hugsa um að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Hann lofar því að hækka ekki skatta og ég treyst honum mest við að skera niður. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem gerir hvað mest fyrir atvinnulífið og það er ekki vanþurfa á. Enda er núverandi ríkisstjórn hriðjuverkahópur þegar kemur að atvinnulífi.

Besti flokkurinn er óskrifað blað. Jú.. maður gefur fjárflokkinn löngutöng með því að kjósa flokkinn. En það eru margir þarna innan borðs sem mér líst ekkert á. Svona listamanna elíta frá 101.

http://eyjan.is/blog/2010/05/27/meirihluti-borgarstjornar-frestar-skipun-i-rannsoknarnefnd-um-medferd-fjar-borgaryfirvalda/

En það er svona fréttir sem láta mann vilja kjósa Besta flokkinn. Um leið og maður ætlaði að kjósa X-D í fyrsta skipti á ævinni þá les maður eitthvað svona.... það er greinilegt að Sjallarnir ætla ekkert að læra.

 

hvells.


mbl.is Margir enn óákveðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem mér lýst best varðandi XD er Gísli Marteinn virðist vera með skipulagsmálin á hreinu en það er líka aðrir í efstu sætin sem mér líst ekkert á t.d Geir Sveinsson.   Hvað hefur hann fram að bjóða?

ShadyLady (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 17:31

2 Smámynd: TómasHa

Það er líka fullkomlega eðliegt að menn gefi sér tíma til þess og gefi nýjum meirihluta tækifæri til þess að skipa í þessa nefnd. Það er ekki eins og að menn ætli að koma í veg fyrir að þessi nefnd verði sett á laggirnar. Menn ætla bara ekki að gera það nokkrum dögum fyrir kosningar og vilja vanda til verks.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 17:49

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En þetta með að Hanna Birna kallar þetta djók?

Ekki beint traustvekjandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2010 kl. 18:24

4 Smámynd: TómasHa

Það er túlkun Þorleifs, en ekki orð Hönnu. Eiga menn von á einhverju öðru nokkrum dögum fyrir kosningar? Það kom fram í öðrum fjölmiðli (finn ekki linkinn í fljótu bragði) að menn hefðu frekar viljað vanda til verks.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 18:36

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ok það er nú gott.

Kannski maður kýs Xd eftir alltsaman. 

Ertiggi sammála því?

Sleggjan og Hvellurinn, 28.5.2010 kl. 18:47

6 Smámynd: TómasHa

Ég hef ekki verið hrifinn af öllu en hef verið ánægður með Sjáflstæðisflokkinn undir stjórn Hönnu Birnu. Það er ekki auðvelt mál að vera borgarstjóri á þeim erfiðu tímum sem nú eru, en það er mín skoðun að Hanna hafi staðið sig þar mjög vel.

TómasHa, 28.5.2010 kl. 19:09

7 identicon

Held það sé algjör óþarfi að gefa HrunFLokkinum atkvæði.

Það má alveg setja flokkinn sem lét þjóðina fara í þrot í smá pásu.

sleggjan.

sleggjan (IP-tala skráð) 28.5.2010 kl. 20:05

8 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Er það bara ég sem held því fram að Sjálfstæðisflokknum var og er stjórnað af þeim sem styrkja flokkinn? Þegar menn leggja margar milljónir í flokkinn... þá hef ég enga trú á öðru en að menn vilji eitthvað fyrir sinn snúð... greiða hér og greiða þar... manstu ... ég styrkti þig og mun gera það áfram???

Þó svo að Hanna Birna sé ef til vill líkleg til góðra verka ... þá held ég engu að síður að hún sé fyrst og fremst hliðholl flokknum sínum .... og svo koma borgarbúar í næsta sæti.

Endilega verið mér ósammála... ég kann að hafa rangt fyrir mér!

Margeir Örn Óskarsson, 29.5.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband