Vöknum

Man þá tíma 2007 þegar meirhlutinn sprakk í Reykjavík og Björn Ingi hljóp yfir í hitt liðið og myndaði meirihluta.

 

Þjóðin fylgdist agndofa með.

 

Svo myndaði Ólafur F nýjan meirihluta með XD 2008

 

Þjóðin fylgdist agndofa með.

 

En á þessum tíma þá var bankakerfið okkar að hrynja, viðvörunarljós blikkuðu en enginn var að fylgjast með því.

------------------------------------------------------------------------------

 

Nú eru allir að velta sér upp úr Besta Flokknum og borgarmálunum.

 

Þjóðin fylgist agndofa með.

 

 En á meðan voru Grikkir réttsvo bjargaðir úr gjaldþroti.

Það er alls ekki víst að Spánn lifi af gjaldþrot. Mér sýnist ESB ekki vera með djúpa vasa.

Evran hrynur.

Hlutabréfamarkaður í Asíu og Evrópu lækkar með degi hverjum. Fjárfestar óttast.

Talað er um aðra kreppu, sem mun vera miklu dýpri en Lehman Brothers kreppan.

Í Lehman kreppunni fóru bankar á hausinn.

Í næstu kreppu fara þjóðir á hausinn.

Hvort ætli sé verra?

 

sllll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband