Sunnudagur, 23. maí 2010
A-listinn að líða undir lok.
Það er vika í að legendery A-listinn líði undir lok.
Þessi listi er sameiginlegt framboð XB og XS í Reykjanesbæ. Þeir ætluðu að ná hreinum meirihluta. En þvert á móti misstu þau fylgi og XD bætti við sig. Þetta framboð var semsagt algjört fail.
En Sleggjan fannst þetta fínasta framtak. Kosningaskrifstofan var staðsett í gömlu Glóðinni. Alltaf kaffi og kökur í boði og ekki skemmdi fyrir að þetta var nálægasta kosningaskrifstofan frá heima hjá mér bakvið löggustöðina. Þó verð að viðurkenna að ég eyddi mest af mínum tíma í Frjálslyndra kosningaskrifstofunni sem er efni í nýja færslu. Anyways.
A-listinn valdi sér svona fínan appelsínugulan lit. Líkt litinum sem notaður var í appelsínugulu byltingunni í Úkraínu sem var friðsöm og 0 dauðsföll.
Svo á þessi listi heiðurinn á því að breyta bjórsmekk mínum. Lengi vel fannst mer Lauwenbrau uppáhalds bjórinn. Og A-listinn bauð einmitt upp á Lauwenbrau. Too good to be true? JÁ. Hann var útrunninn. Og ég fattaði það ekki fyrren loka daginn. Þegar ég var búinn að drekka Lauwenbrau í viku. Ég einhvernveginn er með neysludagsetningu á heilanum á öllum vörum. Þannig eftir þetta leit ég aldrei sömu augum á Lauwenbrau. Og Birra Moretti varð minn uppáhaldsbjór. En Lauwenbrau er allur að koma til í dag reyndar.
A-listinn bauð okkur í keiluferð upp í öskjuhlíð. Það var gaman. Frítt í rútu, frítt í keilu og endalaust af útrunnum Lauwenbrau. Enda var árið 2006. Góðærið í algleymingi.
Það var gaman að mæta í grill hjá þeim. Spjalla við fólk á öllum aldri. Gamla krata. Framsóknarmenn sem eru ágætir inn við beinið. Svo óflokksbundnir unglingar sem komu bara fyrir bjórinn.
Þetta er svona minningargrein um A-listann. Megi hann lifa í minningunni hjá sem flestum.
Sleggjan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Facebook
Athugasemdir
Góð upprifjun. Ég misti af öllu þessu actioni því ég bjó í DK á þessum tíma.
Það er samt spurning hvort þetta mundi virka núna eftir hrunið?
aldrei að vita. Ekkert endilega samt. Keflvíkingar eru svo bláir í gegn.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2010 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.