Stefnumál Samfó

Lykiláherslur Samfylkingarinnar í atvinnumálum og aðgerðum gegn atvinnuleysi eru:

1. Nýsköpun, framtíðarsýn og samstarf
2. Vaxtarsamningur Reykjavíkur og nágrennis
3. Viðhald og verklegar framkvæmdir
4. Grænn vöxtur
5. Evrópska leiðin í fjármögnun á endurnýjun hverfa og fjárfestingu í innviðu

 

 

Mjög nákvæmt hjá þeim.

Greinilegt hvaða verk eigi að fara í .

 Þeir eru með þetta á hreinu.

 

kaldhæðni , einhver?

kv

sl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir,

þú ert bara einum smelli frá því að kíkja á alla aðgerðaáætlunina:

www.xsreykjavik.is

Kv. D

Eða lesa hér, en uppsetningin á xs síðunni er aðgengilegri (ath. það er líka ítarefni á slóðinni)

Baráttan fyrir atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Upp á það hefur mikið skort síðustu ár.

Lykiláherslur Samfylkingarinnar í atvinnumálum og aðgerðum gegn atvinnuleysi eru:

1. Nýsköpun, framtíðarsýn og samstarf

2. Vaxtarsamningur Reykjavíkur og nágrennis

3. Viðhald og verklegar framkvæmdir

4. Grænn vöxtur

5. Evrópska leiðin í fjármögnun á endurnýjun hverfa og fjárfestingu í innviðum

1. Nýsköpun, framtíðarsýn og samstarf í atvinnumálum

Fyrsta verk Samfylkingarinnar við stjórn borgarinnar verður að efna til funda með samtökum í atvinnulífi og fulltrúum fyrirtækja og stofnana til að skilgreina stöðu, styrkleika og sóknarfæri atvinnulífs Reykjavíkurborgar til skamms og langs tíma. Samfylkingin flutti tillögu sama efnis þremur vikum eftir hrun en hún hefur verið í frestun að hálfu meirihlutans allar götur síðan. Meðal áherslusviða verkefnisins og sóknarfæra sem horft verður til verði:

i) Ferðamannaborgin Reykjavík

ii) Hafnarborgin Reykjavík

iii) Heilsuborgin Reykjavík

iv) Hönnunarborgin Reykjavík

v) Kvikmyndaborgin Reykjavík

vi) Menningarborgin Reykjavík

vii) Orkuborgin Reykjavík

viii) Skólaborgin Reykjavík

ix) Tónlistarborgin Reykjavík

x) Verslunarborgin Reykjavík

xi) Þekkingarborgin Reykjavík (nýsköpun, rannsóknir og þróun)

xii) Þjónustuborgin Reykjavík

Samfylkingin vill:

Endurreisa, þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum. Það verði vettvangur samstarfs opinberra og einkaaðila um að laða fjárfestingu til borgarinnar, nýta sóknarfæri í atvinnumálum og leita leiða við að leiðbeina og auðvelda einstaklingum að stofna og reka fyrirtæki í Reykjavík. Meðal nýrra áherslusviða verði verkefni á sviði þekkingariðnaðar, kvikmyndagerðar og annarra skapandi greina.

Höfuðborgarstofa, viðburða- og markaðsskrifstofa Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu verði opnuð fyrir aðkomu, fjármagni og nánara samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. Sérstaklega verði kannaður grundvöllur til að fjölga viðburðum sem styðja við markaðssetningu Reykjavíkur gagnvart ferðamönnum utan háannatíma.

Átak verði gert til að kynna ráðstefnuborgina Reykjavík, ekki síst í tilefni af opnun Tónlistar- og ráðstefnhússins, Hörpunnar. Menning sem aflvaki atvinnulífsins fái verðugan sess í atvinnustefnu Reykjavíkur.

Kanna möguleika á eflingu alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar og aðkomu Reykjavíkurborgar að samstarfi um rekstur kvikmyndahúss í miðborginni sem myndi helga sig sögu og sýningum á íslenskum kvikmyndum. Kanna fýsileika og sóknarfæri fyrir úthlutun lóðar fyrir alhliða kvikmyndaver í borgarlandinu.

Reykjavíkurborg skipi sér aftur í forystu í rafrænni stjórnsýslu og þjónustu.

Stutt verði við uppbyggingu þekkingar- og heilbrigðistengdra fyrirtækja með samstarfi um beina markaðssetningu á háskólasvæðum í Vatnsmýri í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Landsspítalann. Reykjavíkurborg greiði fyrir skipulagi stúdentaíbúða og annarra innviða sem stuðla að sömu markmiðum.

Styðja við nýsköpunarsetur, sprota-hótel og/eða listasmiðjur. Í því skyni verði kortlagt hvaða tækifæri geti falist í auðu og óseldu húsnæði víðs vegar um borgina, umfang þess og staðsetningu. Þá verði útfærðar leiðir til að tryggja notkun á auðu húsnæði og laða að smærri fyrirtæki inn í hverfi borgarinnar.

Einfalda leyfisveitingar og umsóknarferli fyrir þá sem vilja stofna til reksturs í Reykjavíkurborg. Þeim standi jafnframt til boða leiðsögn og aðstoð við öflun nauðsynlegra leyfa til reksturs sér að kostnaðarlausu.

2. Vaxtarsamningur Reykjavíkur og nágrennis

- markviss efling alls atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu

Til að standa undir velferð og lífskjörum þarf að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil. Vegna stöðu efnhagsmála þýðir þetta jafnframt að stefna þarf að um 5% hagvexti 2014. Til þess þarf margþættar aðgerðir sem ekki eru allar á færi Reykjavíkur heldur þarf að ná víðtækari samstöðu og samstarfi. Þessi tölulegu markmið eiga að vera markmið vaxtarsamnings Reykjavíkur, ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar, fyrirtækja, stuðningsstofnana atvinnulífsins og annarra samtaka í atvinnulífi.

Höfuðborgarsvæðið er eitt atvinnusvæði og á í samkeppni við erlendar borgir um fólk og verðmæt fyrirtæki. Það er kominn tími til að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu snúi bökum saman og styrki það sem valkost þegar kemur að búsetu og fyrirtækjarekstri.

Samfylkingin vill:

Að Reykjavíkurborg bjóði nágrannasveitarfélögum, ríkisstjórn, menntastofnunum og aðilum vinnumarkaðar til samstarfs um vaxtarsamning atvinnulífs á höfuðborgarsvæðinu.

Meginmarkmið samningsins yrðu að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja í virkri alþjóðlegri samkeppni, auka veltu, verðmætasköpun, útflutningstekjur og skapa þannig grunn fyrir umtalsverða fjölgun starfa á næstu misserum.

Að áherslur vaxtarsamningsins um nýsköpun nái til atvinnulífsins alls, jafnt fyrirtækja í hefðbundnum iðnaði og þjónustu sem byggja á gömlum grunni sem nýrra hátækni- og sprotafyrirtækja.

Leggja sérstaka rækt við þær greinar atvinnulífs í borginni sem skilað geta vexti á ábyrgan hátt á næstu misserum, s.s. ferðaþjónusta, upplýsingatækni, kvikmyndagerð, hönnun og aðrar skapandi greinar.

Stofnuð verði fjárfestingar- og atvinnumálastofa Reykjavíkurborgar sem fjárfestar og atvinnurekendur geta leitað til þegar þeir vilja byggja upp rekstur.

Að þróunar- og nýsköpunarfélag Reykjavíkurborgar í atvinnumálum kynni borgina með virkum hætti fyrir innlendum og erlendum fyrirtækjum í vexti. Leitað verði bestu erlendu fyrirmynda við útfærlu vaxtarsamningsins.

Vaxtarsamningur er formlegt samstarf sveitastjórna, ríkisvalds, aðila í atvinnulífinu og stuðningsstofnana um markvissar aðgerðir til að flýta fyrir vexti og framþróun hjá fyrirtækjum. Þessi leið hefur um árabil gefist vel í nágrannalöndum okkar, t.d. í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi og er ein af lykilaðgerðum Evrópusambandsins við svæðisbundna eflingu byggða og atvinnulífs.

Náinni samvinnu fyrirtækja, þekkingarstofnana og fjárfestingaraðila er komið á, fyrirtæki í sama geira mynda klasa, skiptast á upplýsingum og vinna saman að sameiginlegum markmiðum s.s. markaðssetningu og að hækka þekkingar- og tæknistig.

Dæmi um beinar aðgerðir er stuðningur við fyrirtæki sem vilja ráða rekstrarráðgjafa til að yfirfara ferla innan fyrirtæksins og auka skilvirkni og framlegð.

3. Viðhald og verklegar framkvæmdir

Til að draga úr atvinnuleysi í byggingariðnaði hefur ríkisstjórnin ákveðið að endurgreiða að fullu allan virðisaukaskatt af vinnu við viðhald fasteigna. Brýnt er að borgin leggi sín lóð á vogarskálarnar til að draga úr atvinnuleysi og kostnaði við viðhald fasteigna sinna.

Samfylkingin í Reykjavík vill þegar í stað bregðast við atvinnuleysi með forgangsröðun verkefna eftir því hve mörg störf þau skapa hjá hópum þar sem atvinnuleysi er mest. Samfylkingin í Reykjavík vill bjóða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu samstarf um aðgerðir gegn atvinnuleysi enda um eitt atvinnusvæði að ræða.

Samfylkingin vill:

Taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði.

Tvöfalda viðhald á fasteignum borgarinnar árin 2011-2012 með því að flýta brýnum viðhaldsverkefnum sem annars hefðu komið til framkvæmda 2013-2015. Þannig skapast störf þegar mest þarf á þeim að halda.

Tryggja að borgin kaupi ávallt vinnu af viðurkenndum fagaðilum og girt sé fyrir undirboð kennitöluflakkara.

Setja fram heildstæða áætlun fyrir endurnýjun eldri hverfa að evrópskri fyrirmynd. Í stað þess að hverfin drabbist niður í kreppunni verði efnt til tímabærs viðhalds og endurnýjunar á húsum og opinberum byggingum, auk endurnýjunnar borgarumhverfis og útisvæða. Byrjað verði í Breiðholti.

Auka fjármagn til hreinsunar borgarlandsins, stígagerðar og uppbyggingar grænna svæða til að skapa fleiri sumarstörf fyrir námsmenn og ungt fólk.

Auðvelda breytingar á íbúðarhúsnæði sem bæta aðgengi fatlaðra og aldraðra og gera þeim kleift að búa lengur heima, með breytingum á íbúðum og gerð lyftuhúsa í fjölbýlishúsum. Þannig verði aukin eftirspurn eftir hönnuðum, arkitektum og iðnaðarmönnum.

Að eigendur niðurníddra húsa í borginni verði skikkaðir til að koma þeim í viðunandi horf en dagsektum beitt ef frestir eru ekki virtir. Borgin láti standsetja húsin á kostnað eigenda ef ekki er brugðist við aðgerðum borgarinnar.

Auka samstarf við Vinnumálastofnun um starfsþjálfunarsamninga, sérstök tímabundin átaksverkefni og ,,Starfsorku“ sem býður fullar atvinnuleysisbætur með hverjum starfsmanni á atvinnuleysisskrá í allt að eitt ár þegar ráðist er í nýsköpunarverkefni eða markaðssetningu erlendis.

4. Grænn vöxtur í Reykjavík

Stöðugur vöxtur atvinnulífs í borginni til lengri tíma er best tryggður með atvinnustefnu sem byggir á styrkleikum borgarinnar í sátt við umhverfið og umhyggju fyrir rétti komandi kynslóða.

Samfylkingin vill:

Móta orku- og auðlindastefnu þar sem áhersla er lögð á jafnrétti kynslóða, hámörkun langtímaávinnings og grænt orðspor borgarinnar.

Könnuð verði tækifæri til uppsetningar iðnaðar- og orkugarða t.d. á nýju atvinnusvæði á Hólmsheiði þar sem í boði verði orka á hagstæðu verði til starfsemi í græna hagkerfinu og þar sem sérstök áhersla verður lögð á að gera sem best í umhverfismálum framleiðslu- og iðnfyrirtækja.

Að innan áratugar verði annar hver bíll í Reykjavík knúinn innlendri, vistvænni orku. Borgin beiti sér fyrir markvissu átaki í samvinnu og samráði við löggjafa- og framkvæmdavald, nágrannasveitarfélög, fyrirtæki, frjáls félagasamtök og aðra þá aðila sem hjálpað geta til við að ná þessu markmiði.

Að borgin setji gott fordæmi með því að setja stofnunum og fyrirtækjum borgarinnar metnaðarfulla umhverfisstefnu með mælanlegum markmiðum. Jafnframt hvetji borgin einkafyrirtæki til þess sama, m.a. með viðurkenningum og hagrænum hvötum.

Styrkja nafn Reykjavíkur sem miðstöð í rannsóknum á jarðhita, endurnýtanlegum orkugjöfum og sjávarútvegi. Atvinna Reykvíkinga til framtíðar hvílir á skynsamlegri og hugvitssamlegri nýtingu auðlinda. Það ætti ekki að fara fram hjá neinum sem býr í eða heimsækir Reykjavík hve mikilvægar þessar auðlindir eru.

Grænn vöxtur felur m.a. í sér að horft verði til samfélagslegra áhrifa af nýtingu orkuauðlinda borgarinnar en ekki einungis einblínt á virkjunarþáttinn. Stefna þarf að aukinni fjölbreytni í orkusölu, að sem flest störf og mestur virðisauki skapist af virkjun orkunnar, að tæknistig- og þekking aukist og arðsemi til lengri tíma verði sem mest.

Reykjavík getur boðið upp á góð vaxtarskilyrði fyrir grænan iðnað með því að hlúa að mennta-, rannsóknar- og menningarstofnunum og samstarfi þeirra við atvinnulífið. Með metnaðarfullum markmiðum, svo sem um orkuskipti í samgöngum, getur Reykjavíkurborg lagt grunn að alþjóðlegum þróunarverkefnum á sviði græns iðnaðar.

Ýmis tækifæri hafa orðið til í nýsköpunargreinum sem hjálpa okkur að lifa í betri sátt við umhverfið. Áherslan á uppbyggingu atvinnuvega í sátt við umhverfið er alþjóðlegt fyrirbæri sem ekki einu sinni fjármálakreppan hefur bitið á. Þann geira köllum við græna hagkerfið. Þar er vaxtarbroddur sem vert er að sækja í.

5. Evrópska leiðin

- fjármögnun á endurnýjun eldri hverfa, endurlán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og fjárfestingar í grænum samgöngum, innviðum og grænni orku

Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg nýti þau tækifæri sem felast í stöðu Íslands sem umsóknarríkis að ESB. Samfylkingin hefur látið taka saman stutt yfirlit yfir samfélags- og uppbyggingasjóði Evrópusambandsins með sérstakri áherslu á borgarsvæði og fjármögnunarmöguleika þeirra. Möguleikar Reykjavíkurborgar eru miklir ef rétt er á málum haldið.

Samstarf við evrópskar fjármálastofnanir og samstarfsáætlanir gætu nýst Reykjavík og sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu m.a. við:

i) endurskipulagningu á skuldum sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra

ii) fjármögnun á endurnýjun eldri hverfa og atvinnusvæða

iii) fjárfestingar í grænni orku, orkuskiptum í samgöngum, hjóla- og göngustígakerfi og öðrum fjárfestingum í innviðum og umhverfismálum

iv) uppbyggingu vísinda- og þekkingarklasa, t.d. á háskólasvæðum

v) endurlánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja

xsreykjavik (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 19:04

2 identicon

Það er greinilegt að Samfylkingin hafa kallað út landgöngulið til að fylgjast með blogginu.

hawk (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 20:22

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er lélegasta langloka sem ég hef lesið.

Ekki talað um hvaða framkvæmdir!

Engar tölur eða upphæðir nefndar í neinu af þessari blessaðri ræðu.

Þetta er eins og að hlusta á Dag B tala.

Kv

Sll

Sleggjan og Hvellurinn, 15.5.2010 kl. 21:12

4 identicon

enda er þetta einhver fávís flokksdindill sem er að þessu.

copy paste bara frá heimasíðu XS.

Frekar sorglegt.

hawk (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband