Frjálslyndi flokkurinn í borginni.

Jæja.. kostningar á næsta leiti. Hvellurinn ætlar að fara yfir Frjálslynda flokkinn til að byrja með.

Stefnuskrá Frjálslynda hefur kosti og galla.

 Stærsti kosturinn er að hann vill stofna rannsóknarnefnd til þess að rannsaka OR og sveitastjórnarstjórnsýlsu yfir höfuð seinustu ár. Og ekki vanþurfa á því.

Stærsti gallinn er að þeir lofa of miklu án þess að koma með nákvæmar tölur um hvað það kostar og stefnuskráin er of almennt töluð einsog "tryggja velferð"  og "verja kjör aldraða og öryrkja". Góð mál en allir flokkar eru með þetta og Frjálslyndir þurfa að skera sig úr til þess að fá atkvæði.

Þetta eru megináherslunnar hjá XF: http://www.xf.is/index.php?option=com_content&view=article&id=61&Itemid=32

 

Þeir byrja á því að drulla yfir AGS og stiðja ekki það prógramm. Þetta er að sjálfsögðu hörmuleg byrjun og jafnvel lýðskrum. Ef ekki AGS hvað þá? Á ekkert að skera niður? Getum við eytt einsog við gerðum í góðærinu? Að auki tel ég að AGS kemur borgastjórnarmálum ekkert við. Allavega ekki fyrsta setningin í megiáherslun Frjálslyndaflokks í Reykjavík.

Svo feitletra þeir að það á að vera fríar máltíðir í skólum Reykjavíkur. En kostnaðurinn er ekki gefinn upp. Einnig er ekki gefið upp hvar á að skera niður í staðinn eða hvar á skattur og gjöld að hækka til þess að borga fyrir þetta.

Þeir vilja fríar samgöngur. Þ.e frítt í strætó. Það er hugmynd sem þarf að skoða vel. Hvað mun þetta kosta? Hvað mun sparast t.d í gjaldeyri vegna innflutnings á bensíni og bílum. Þetta getur gefið góða raun bæði fjárhagslega og umhverfissjónarmið. Fólk sem tekur strætó er yfirleitt fátækt fólk eða námsmenn. Þeir sem hafa minna á milli handana og þar af leiðandi er frír strætó "skattaafsláttur" fyrir fátæka. Sem er ekki slæmt í þessu ástandi.

Að skipa rannsóknarnefnd til að fara yfir OR er góð hugmynd og nauðsýnleg. OR er á hvínandi kúbunni og þetta eru skattpeningar okkar og við þurfum svör. Ekkert flólkið. Stór plús á það.

Þeir vilja hafa flugvöllinn á óbreyttum stað og segja að færlsa hans sé "anno 2007". Þetta er deilumál og þeir taka bara þennan pól í hæðina... ekkert flólkið.

 

Þetta er svona almennt orðuð stefnuskrá og það er galli. Engar tölur og engar röksemndarfærslur fyrir því hvar peningar eiga að koma fyrir allt sem þeir ætla að gera. Þeirra helsta trompt eru fríar máltíðir í skólum en Frjálslyndir þurfa að rökstðja þetta betur. HVar á að skera niður í staðinn eða hækka skatta? Þetta er sem fólk hefur fengið uppí kok á. Innantóm loforð stjórnmálamanna. Þetta minnir á Jón Gnarr og "frítt í sund og frí handklæði".

 

hvells.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

AGS á náttla ekkert heima í sveitastjórnarpólítík.

Mistök er að framboð séu að yfirbjóða í stórar kostnaðarsamar aðgerðir einsog frítt í strætó og fríar máltíðir. Frekar á að koma með raunhæfar niðurskurðartillögur ef eitthvað er.

Svo er fríar máltíðir stór mistök. Það hefur verið rannsakað að það sem er frítt er sóað miklu frekar. Og misnotað.

Betra hefði verið að hafa súpu á 50kr, og máltíð á 100kr (einsog í gamladaga í Holtaskóla ;)     ). Bara svona til að koma í veg fyrir stórfellda sóun. Betra að borga smá klínk.

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 15.5.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband