Föstudagur, 7. maí 2010
Meira um PR-vinnu.
Já. Áfram með málefni sem ég hef áhuga á. PR vinna. Við eigum reyndar mjög gott íslenskt orð: Almannatengill. Hef nú reynt að venja mig að nota það orð.
En þegar þessir víkingar fara í viðtal. Þá er það ekki upp úr þurru. Þeir taka vikuna á undan í undirbúning. Oftast verða víkingarnir voða svipaðir í líkamsbeitingu, raddbeitingu og fasi. Meira segja Jón Ásgeir fór í kennslu. (Jón klikkaði nefnilnlega earlier hjá honum Silfur Egils).
Ætli orðið á götunni lýsa ekki viðstalsframkomunni best. Ætla birta brot úr færslunni (http://ordid.eyjan.is/2009/08/26/lydur-fekk-thjalfun/):
Lýður stökk ekki í Kastljós beint af götunni. Fyrir þáttinn réð hann Gunnar Stein Pálsson almannatengil til að þjálfa sig í framkomu og fékk hjálp til að undirbúa svör við líklegum spurningum.
Orðið á götunni er að Hreiðar Már Sigurðsson hafi einnig notið sjónvarpsráðgjafar áður en hann kom í Kastljós á dögunum. Báðir sýndu þeir félagarnir og samstarfsmennirnir úr Kaupþingi nokkur þekkt vörumerki Gunnars Steins. Þau felast m.a. í því að skipta ekki skapi, tala frekar lágum rómi, leggja hönd á hönd og vera ekki á iði.
Hér sjáum við screenshot af honum Hreiðar í umræddu viðtali. Lýður var í nákvæmlega eins líkamsstellinu og beitti röddinni eins. Svo Jón seinna meir. Eftir Silfrið.
Þetta eru hlutir sem flestir telja vera tilviljun. En er allt þaulæft og almannatenglar búnir að liggja yfir málinu. Það er nú bara þannig.
Og almenningurinn grunlaus.
Kv
Sllll
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.