Talar einsog frjálshyggjumaður

Steingrímur þakkar fyrir krónuna.

Hann þakkar fyrir það að laun almennings í landinu hafa lækkað um helming á einni nóttu og þeir einir sem græða á þessu eru stóru útflutningsfyrirtækin. Þetta er furðuleg afstaða Steingríms í ljósi þess að hann er að tala fyrir fjármagnið og fyrirtækin... ekki hinn almnenna borgara sem er að kikna undan elendum skuldum og verðtryggingu.   

Það skítur líka skökku við að hann sé að þakka guði fyrir að vera ekki Grikkland. Er maðurinn blindur á ástandið hérna heima. Er það þess vegna sem hann gerir ekkert fyrir heimilin í landinu. Hann sér ekkert athugavert við ástandið hérna. Hann hefur bara hækkað í launum um helming eftir að hann gerðist ráðherra og er bara góður með sitt.

En ég ætla að minna hann á að það séu gjaldeyrishöft, stýrivextir eru nálgæt 10%, verðbólgan er að éta sparnað Íslendinga...........

hvells


mbl.is Steingrímur þakkar fyrir krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér. 

Steingrímur, Jóhanna & Co. misstu alveg sjónar á heimilum og fjölskyldum landsins þegar þau fóru saman í stjórn.  Líklega hefði verið betra að hafa VG í stjórnarandstöðu því stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi eru einnig vinir fjármagnsins, að Hreyfingunni undanskildri.

Það segir okkur að enginn flokkur, utan Hreyfingunnar, eru með hagsmuni heimilaog fjölskyldna í huga.

Samt er ég ekkert mjög hrifinn af Hreyfingunni.  Þau höfðu mörg spil á hendi en eru að missa þau frá sér að stórkostlegan hátt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvernig fór fyrir Borgarahreyfingunni eru mestu pólítísku vonbrigði síðustu ára.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.5.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband