Á ekki að ráðast á rót vandans.

Nú eru háværar raddir um að það eigi að afnema verðtrygginguna.

Fólk hugsar bara "já verðtrygging er að hækka mín lán... verðtryggingin hlitur þá að vera slæm. AFNEMUM ÞETTA. HVAR ER SKJALDBORGIN????"

Eitthvað í þessum dúr er umræðan.

En verðtryggingin ein og sér gerir engann skaða ENGANN. Það er verðbólgan sem er skaðvaldurinn. Ef það væri engin verðbólga þá mundi lánin ekki hækka.

Ef við efnemum verðtrygginguna og það væri áfram bullandi verðbólga hvað gerist þá??

Jú enginn banki mun lána þér pening nema með verðbólguálagi. Eða breytilegum vöxtum sem miðast við stýrivexti. Og stýrivextir eru ALLTAF hærri en verðbólgan. 

Það er bara rugl að bölva verðtryggingunni. Bölvið peningamálastefnunni. Ísland er eitt af fáu löndum sem eru með verðtryggingu. Einfaldega vegna þess að stjórvöldin hérna á íslandi hafa aldereið náð tökum á hagkerfinu okkar. Því miður.

Þeir sem eru á móti verðtryggingunni .......   berjist fyrir inngöngu í ESB..   það er raunhæfara... og gáfulegra..

 

 

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

þörf ábending.

Lúðvík Júlíusson, 27.4.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

já rétt er það.

En því miður eru fjölmenn verkalýðsfélög að berjast fyrir að afnema verðtrygginguna.    

Skil ekki svona vinnubrögð. 

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2010 kl. 18:07

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Og frjálslyndi flokkurinn :D

Sleggjan og Hvellurinn, 27.4.2010 kl. 22:06

4 identicon

haha

já það má ekki gleyma þeim

Hawk (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband