Sunnudagur, 18. apríl 2010
Magnús Scheving breytir um skoðun.
Í samtali við DV segir Magnús:
Ég held að Latibær hafi alla þá möguleika og öll þau vandræði sem venjuleg fyrirtæki á Íslandi búa við í baráttunni í dag. Það tekur sextán ár að byggja upp fyrirtæki og þrjátíu ár að hagnast á þeim. Þú sérð menn sem hafa verið duglegir að vinna eins og Helga í Góu, menn sem vinna gríðarlega hart og mikið við að byggja upp sín fyrirtæki. Helgi er maður sem ég lít gríðarlega upp til, þó hann sé akkúrat í öfugum geira við mig.
Magnús hélt gestafyrirlestur í HR 2007. Þar sagði hann að Helgi í Góu væri gamaldags bissnessmaður sem væri ekki að fúnkera í dag. Hans stétt af auðmönnum væri að deyja út. En Jón Ásgeir væri nútíma bissnessmaður og býr yfir öllum kostum sem nauðsynlegt er að hafa til að ná langt í bissness.
Við sáum hvernig það endaði.
sllll
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Snilld, ekkert smá hentugt að vera svona fljótur að aðlaga heimsmynd sína :-)
ASE (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 09:38
hehe já.
maður verður að fylgja týskustraumum.
en við hverju býst maður af Magga. að sjálfsögðu er hannn ekkert að fara að skera sig hugmyndafræðilega út á einhverjum sviðum. þetta er bara venjulegur dúddari sem fylgir straumnum.
þá mér finnst hann hafa tekið dálítið djúpt í árina að segja að viðskiptamenn einsog Helgi séu að deyja út. ég held að það sé alltaf pláss fyrir harðduglega sem fara ekki í skóla og vinna fyrir öllu sínu sjálfir........ helgi og jón ásgeir eru ekkert ósvipaðir að þessu leyti. Báðir nánast ómenntaðir en komust áfram vegna þess að þeir lögðu mikið á sig og byggðu upp sín fyrirætki.
Þó hann jón ásgeir missti sig aðeins í bullinu
haw (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:28
Já, þeir eru þannig séð alveg smá líkir.
(Jón Ásgeir frá 1987-1997 = Helgi í Góu alltaf)
Sleggjan og Hvellurinn, 18.4.2010 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.