Krónan?

Eftir lánið frá AGS þá vona ég að krónan styrkist. Ef hún gerir það ekki þá verð ég illa svikinn.

Evran á að vera 140-150kr. Ég held að það sé hið rétta gengi. Þegar hún var um 80kr undanfarin ár var alveg útí hött. En ég vona að krónan finnur jafvægisgengið á milli 140-150kr.

En ef evren fellur vegna vandræða Grikkja einsog Soros og margir aðrir hafa spáð þá gæti Evran verið á milli 120-130. Sem væri mjög gott. Þá væir hún á sama gengi og hún var á fyrrihluta 2008 þegar Kaupþingmenn fóru að taka stöðu gegn krónunni.

Það gæti verið að krónan styrkist nokkuð strax á mánudaginn vegna þess að þetta lán styrkir gjaldeyrsivaraforða Íslands og einnig bætir þetta trúverðugleika Íslands.

En ef ríkisstjórnin/seðlabankinn fara strax í að losa um gjaldeyrishöftin þá geta jöklabréfin streymt út í miklu magni og krónan getur fallið strax aftur og farið aftur í lágt jafnvægisgengi þannig að evran sé 180kr. Það væri ekki gott fyrir almenning í landinu.

En það er aldrei að vita hvað gerist.   Ég bíð spenntur á mánudaginn þegar markaðir opna.

 

hvells


mbl.is „Við erum komin í skjól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já þetta verður spennandi að sjá =)

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband