Flokkurinn með bannvænu puttana.

Birkir Jón Jónsson viðurkennir ábyrð Framsóknarflokks. Enda er mjög erfitt að halda annað fram.

Framsóknarflokkurinn var lítill flokkur en samt alltaf í oddastöðu. Sjálfstæðisflokkurinn þrufti að fara með honum í ríkisstjórn til þess að koma frjálshyggjuhugmyndirnar sínar á framfæri. Framsóknarflokkurinn fékk samt nokkur mál sem þeir fengu að ráða. Það voru ekki mörg mál en mjög afdrifarík.

Þeir byrjuðu á skattaloforðum fyrir kostningar 2003, lofuðu 90% húsnæðislán, viðskiptaráðherra var úr framsókn við einkavæðingu bankana og valgerður stóð einnig að kárahnjúkavirkjun.

Þetta eru málin sem Framsókn var með á sinni könnu. Og allt eru þetta mál sem ollu hruni efnahagskerfisins á Íslandi.

Framsóknarflokkurinn var með puttana í fáum málum. En þeim málum sem Framsóknarflokkurinn hafði eitthvað að ráða var algjört klúður...... jafnvel glæpsamlegt gáleysi.

hvells.


mbl.is Viðurkenndi ábyrgð Framsóknarflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þú hefur kynnt þér málið vel.

Hver eru heildar útlán íbúðarlánasjóðs síðan 90% lánin voru kynnt?

Hver eru heildar útlán "bankanna" eftir að 90% lán íbúðarlánasjóðs voru kynnt?

Hvað skuldaði Jón Ásgeir bönkunum mikið? Eitthvað um 1000 milljarða.

Hvort ætli hafi stuðlað meira að hruninu, lán íbúðarlánasjóðs eða skuldir og flækjan í kringum Jón Ásgeir?

Að halda því fram að íbúðalánasjóður komi hruninu eitthvað við er auðvitað barnalegt. Þess má síðan geta að 90% lánin (sem voru þó max 18 milljónir, ef ég man rétt) voru samþykkt 45-0, atkvæði úr öllum flokkum.

Samfylkingin og VG töluðu sérstaklega vel um lánin, enda stefna jafnaðarmanna að tekjulágir einstaklingar geti fest kaup á húsi.

Pétur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 22:36

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

pétur.... það hefur komið fram að þetta íbúðarlánabull var vitleysa. það kom bullandi þensla í hagkerfið... og ef þú bætir Kárahnjúka og skattalækkanir í boði A la framsókn þá ertu kominn með eitraðann kokteil kallinn minn.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2010 kl. 23:23

3 identicon

Þess má síðan til gamans geta að fyrst byrjuðu bankarnir að veita 100% lán, 90% lán íbúðalánasjóðs komu seinna.

Síðan hófu bankarnir að lækka vextina, þá varð fjandinn laus.

Ef maður setur þensluna, sem vissulega var of mikil, í samhengi við það sem átti sér stað innan bankanna seinna meir þá er maður ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu hvort það var sem vóg þyngra þegar það kom að bankahruninu ;)

bkv.

Pétur (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 00:12

4 identicon

Pétur,  Lúðvík Júlíusson tók saman í bloggfærslu nokkrar setningar úr skýrslu um um afleiðingar hækkunar veðhlutfalls húsnæðislána frá 2004. 

Skýrslan er frá Seðlabankanum til félagsmálaráðherra sem þá var Framsóknarmaður.

Hér getur þú nálgast bloggfærsluna hans.  Það er frá 18. júní á síðasta ári.

Það verður að viðurkenna að Framsókn klúðraði þessum málaflokki.  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 01:10

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Pétur... þú ert að kenna bönkunum......  hver einkavæddi þá með glórulausum hætti??   Jú... Framsóknarflokkurinn.

Þú gleymir líka að nefna Kárahnjúkavirkjun..... stærsta stóriðjuframkvæmnd Íslandssögunnar      Í MIÐRI BULLANDI ÞENNSLU!!!!

Framsóknarflokkurinn stuðlaði að því að stúta efnahagi Ísalnds.... það er mjög erfitt að halda öðru fram og kenna bankamönnum um.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2010 kl. 07:52

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er mjög góð fræsa sem Stefán bendir á.

Framsóknarflokkurinn hunsuðu allar viðvaranir og hugsuðu bara um sjálfan sig og sitt kostningaloforð þrátt fyrir viðvaranir Seðabanka Íslands.

Þessi flokkur sýndi enga ábyrgð. 

Sleggjan og Hvellurinn, 15.4.2010 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband