Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Hann á hrós skilið.
Björgóflur baðst afsökurnar í Fréttablaðinu í dag og á hrós skilið fyrir það. Þetta er auðlesið bréf á mannamáli og Björgólfur kemur því til skila til þjóðarinnar að hann iðrast gjörðar sinnar. Hann segist biðsjast afökunar margoft í bréfinu. Þetta er ekki einhver varnarræða með lögsóknarhótunum einsog auðmaðurinn Jón Ásgeir er vanur að koma á framfæri.
Allir gera mistök og Björgólfur er ekki undanþegin því.
Hann vonaðist eftir forystu frá ríkisstjórninni. Hún var ekki til staðar og atvinnulífið renydi að taka forystu en þá vildi ríkistjórnin ekki taka mark henni og því fór sem fór.
Björgólfur biðst afsökurnar og viðurkennir mistök..... það er meira en margir geta sagt. T.d embættismennirnir og ráðherrarnir í rannsóknarskýrslunni þar sem enginn segist bera ábyrgð.
Það væri gaman að fá svona afsökunarbréf frá einhverjum af þeim einstaklingum.
hvells.
![]() |
Björgólfur biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já það er fyndið að sjá BTB vera undan á að biðjast fyrirgefningar heldur en fólkið sem við kusum og treystum í embættisstöður.
CrazyGuy (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 08:34
Verð að viðurkenna það að ég hugsaði eitthvað svipað þegar ég sá þetta. Eini maðurinn hingað til sem hefur sýnt þann þroska að taka ábyrgð á gjörðum sínum og biðjast afsökunar á eigin mistökum.
En hitt er annað mál að eftir stendur að þessir menn hafa stungið miklu fé undan og þeir þurfa að svara fyrir það fyrir dómstólum og það er allt annar pakki.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 14.4.2010 kl. 08:34
Ég stórefast að hann hafi skrifað þetta bréf sjálfur, í það minnsta er afskaplega auðvelt að skella svona orðum á blað. Ef svona afsökunarbeðni á að bera eitthvað vægi þarf að hann standa frammi í sjónvarpi og horfa til allrar þjóðarinnar og segja, ég bið ykkur öll afsökunar á ógjörningi mínum. Þá getur almenningur fyrst metið hvort hann iðrast í raun og veru.
Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 08:35
hann byðst fyrst og fremst afsökunar á að hafa ekki getað brugðist nógu vel við hættumerkjum og hruninu, og lætur það líta út fyrir að honum þyki leitt að hafa ekki getað bjargað okkur.
Þegar mannfýlan byðst afsökunar á að hafa ollið þessu hruni, og gengst við sínu án þess að rjómaskreyta það svona þá má taka það til greina.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 08:36
Mér finnst hann hafa beðið svolítið lengi með þessa afsökunnarbeiðni. Hann hefur ætlað að bíða og sjá hvað yrði birt í þessari skýrslu og segja sem minnst þar til. Fólk var orðið svo peningablint að það var engu lagi líkt. Ég er miður mín að þurfa að bjóða börnunum mínum upp á þetta. Takk Björgólfur. Þú ert frábær!
Sunneva (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:00
Ég er ekki að segja að hann sé einvher auðlingur sem á að vera tekinnn í guðatölu. En miðað við bankastjóra, útrásarvíkinga, embættismenn og stjórnmálamenn þá eru einhver af þeim sem mega taka Björgólf til fyrirmyndar.
Man fólk ekki ennþá eftir Hreiðar Már fv. bankastjóra Kaupþings sem neitaði að biðja þjóðina afsökunnar í Kastljósi í fyrra?
p.s
þó að hann skrifaði bréfið ekki sjálfur þá skiptir það ekki öllu. hann setur nafnið sitt undir bréfið og það er það sem telur. sumir eru ekki þeim hæfileikum gæddir að vera góðir í að setja saman texta á blað einsog færir rithöfundar.......... alveg eins og flestir stjórnmálamenn í heiminum láta skrifa ræður fyrir sig.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2010 kl. 09:26
"auðlingur" - er tetta ny islenska?
audmadur + gædingur = auðlingur?
tad hefur margt breyst sidan eg flutti fra landinu, tungumalid lika ordid audmannanna.
Baldvin Kristjánsson, 14.4.2010 kl. 09:37
Reyndar hélt hann því fram í myndinni "Guð blessi Ísland," minnir mig að hann hafi ekki tekið krónu útúr bankanum heldur komið með fé inn í landið. Staðreyndin er sú að hann tók margfalt það fé útúr bankanum en hann lagði inn. Þá á ég við 12.000.000.000.- arðgreiðslur, og 24.000.000.000.- "lán" rétt fyrir hrun. En bankinn var einmitt fenginn með "láni," að stórum parti rétt hinum megin við götuna hjá Kaupþing.
Mikið á hann nú samt gott að geta leyft sér að láta sig hverfa héðan í eithvað allt annað umhverfi þar sem sólin skín, það get ég ekki leyft mér.
Mikið væri gott að komast héðan frá þessari umræðu í smá frí.
En auðvitað er þetta bara allt spurning um skilgreiningar, er ekki svo?
ff (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 09:38
Hann kom með fé inní landið þegar hann keypti Landsbankann. Hann auðgaðist í Rússlandi og ætlaði að staðgreiða bankann. En þá var S-hópurinn búinn að fá 100% lán fyrir Búnaðarbankanum og þar að leiðandi fannst Björgóflur ósanngjarnt að Samson þurfti að greiða 100% cash fyrir sinn banka. Það endaði með að Samson fékk 1/3 af kaupverði bankans að láni....sem er ekki stór hluti.
Það má kenna stjórnmálamönnum um hvernig fór í einkavæðingunni. Ef Haldór Ásgrímson hefði ekki verið svona spólandi graður í að gefa Finni Ingólfs og Ólaf bankann sinn þá hefði kannski Samson borgað 100% cash fyrir Landsbankann.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2010 kl. 09:48
Öðlingur meinti ég.
Baldvin ég vona að þú fyrirgefið mér fyrir þetta.
Ég þakka fyrir gáfulegt innlegg á síðuna mína.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2010 kl. 09:50
Það þarf manndóm til að biðjast afsökunar - Björgúlfur Thor er fyrstur til þess!
Guðrún (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:20
Ef að þú mætir ökuníðingi sem leikur sér að því að keyra upp á gangstéttum, skrensar um alla götuna, tekur ekkert tillit til annarra og endar svo með því að keyra á þig og tjónar bílinn þinn, myndi þú þá láta það duga að hann bæðist afsökunar ? Gæti ekki verið að þú myndir vilja fá tjónið á bílnum þínum bætt ? Þessi "afsökun" gerir ekkert fyrir okkur sem sitjum eftir í súpunni. Eina sem ég tæki mark á frá þessum glæpamönnum er að fá lífskjör mín frá 2006 aftur.
Dexter Morgan, 14.4.2010 kl. 10:49
Það sem er athyglisverðast er að hann biðst afsökunar sem persóna, ekki fyrir hönd flokks, stofnunar né fyrirtækis, eins og við höfum séð hingað til (ekki að forakta það heldur) en einmitt þetta setur BTB í svoldið stærra ljós, þ.e. , svo maður leiki sér svoldið með góðann gamlann ísl.málshátt, að sá(BTB og fél.) sem kveikti eldinn í námunda við "óbrennd" börn,(þjóðin) viðurkennir að það hefði þurft meiri aðgát(Stjórn og stofnanir, að BTB & fél meðtöldum) svo nú gerir væntanlega sá sem kveikti eldinn þetta ekki aftur, enda eru "brenndu börnin" reynslunni ríkari, en hvað með þá sem áttu að gæta barananna ???
Kristján Hilmarsson, 14.4.2010 kl. 10:51
Dexter Morgan !þú munt aldrei fá lífskjörin frá 2006 aftur, allavega ekki næstu 10 til 20 árin, þau voru byggð á "gerfiverðmætum"
Kristján Hilmarsson, 14.4.2010 kl. 10:52
Og eitt enn, ég er handviss um að þú "sast" í bílnum hjá honum og skemmtir þér vel ;)
Kristján Hilmarsson, 14.4.2010 kl. 10:56
Þess má geta að krísan núna er langt frá því að vera sú fyrsta sem Íslendingar þurfa að takast á við.
Á níunda áratugnum var verðbólgan nálægt 100% og eignarbruninn gríðarlegar. Kreppur á Íslandi hafa fylgt aflabrestum í hundrað ár. Við setjum alltaf öll eggin í sömu kröfuna. Fyrst var það fiskurinn og síðan fjármálafyrirtækin.
Er ekki kominn tími á smá stöðugleika? Árið 2006 var langt frá því að vera eitthvað eðlilegt ástand.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.4.2010 kl. 11:24
Hann segir sorrý en engin lög hafa brotið. Er þetta einlægt gott fólk? Hversu marga milljarða fékk hann og félög honum tengd frá banka í hans eigu og föður hans? Endurgreiddu þjóðinni allt sem þú átt Bjöggi og þá skal ég fyrirgefa þér en það eru litlar líkur á því væni.
Guðmundur St Ragnarsson, 14.4.2010 kl. 11:49
Þarf manndóm til að biðjast afsökunar ????
Finnur Bárðarson, 14.4.2010 kl. 13:09
Eina sem gæti fengið mig til að taka svona "afsökunarbeiðni" til greina, er að hann, ásamt öllum hinum glæpamönnunum, skili aftur trilljónunum sem þeir stálu af þjóðinni.
P.S. Kristján Hilmarsson. Nei takk, ég þigg ekki far með svona níðingum. Ég á ekki flatskjá, ekki hjólhýsi, ekki bíl á erlendu láni, ekki sumarbústað, ekki farið í utanlandsferð síðan 1994.
En ég er hinsvegar viss um það, með tilliti til þinna skrifa um BTB að þú sért frændi hans.
Dexter Morgan, 14.4.2010 kl. 17:29
Nú er ég búinn að átta mig á þér, eftir að hafa skoðað bloggið þitt Kristján. Þú er kannski ekki frændi BTB, en öruglega flokksbróðir, einmitt í þeim Flokki sem ber 70% ábyrgð á hruninu; hin 30% ber Framskóknarflokkurinn.
Dexter Morgan, 14.4.2010 kl. 17:33
Athyglisverð tímasetning hjá Björgólfi.
Hann biðst afsökunar núna, eftir að skýrslan kemur út. Eftir að upp um hann hefur komist svona hressilega.
En þetta sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er ekkert nýtt fyrir honum. Hann vissi þetta allt fyrir, það sem um hann er fjallað.
Afhverju bað hann ekki afsökunar eftir hrunið ??
Því miður er þetta of lítið og of seint.
ThoR-E, 14.4.2010 kl. 20:15
Dettur nokkrum manni í hug að Björgólfur ,hafi verið að meina þetta.?Nei og hann hlær að þjóðinni.
Númi (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.