Laugardagur, 10. apríl 2010
Franklín skúbb.
Var að hlusta á útvarp sögu.
Þar er Guðmundur Franklín með þætti á laugardögum. Skemmtilegir þættir, enda Guðmundur skemmtilegur maður.
Hann segist hafa heimildir fyrir því að Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings eigi hlut í Kaupþingi gegnum erlent skráðan vogunarsjóð.
Ríkisstjórnin neitar að uppgefa hverjir séu eigendur Kaupþings sem vekur upp grunsemdir. Íslenska ríkið á ekki nema hlut í Kaupþingi. Kröfuhafar og vogunarsjóðir eiga rest.
Guðmundur er vel tengdur í viðskiptalífinu og þekkir marga í þessum geira. Hann var smá Big shot hóteleigandi erlendis í nokkurn tíma áður en hann flutti til Íslands eftir hrunið.
Ég hef enga ástæðu til að trúa Guðmundi ekki. Þetta eru þessar yfirlýsingar sem gleymast í yfirlýsingaflóðinu í dag. Og það sem kemur fram á Útvarpi sögum nær sjaldan á forsíðu blaðanna.
Ákvað að skúbba þessu hér á bloggið. Svo þið 6 diggu lesendur geti fengið þetta skúbb beint í æð.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.