Föstudagur, 9. apríl 2010
Jón G Hauksson með fínan leiðara
Jón G Hauksson skirfað góðann leiðara í nýjasta tölublaði Frjálsar verslunar. Hann segir að Seðlabanki Íslands er á villigötum. Stefna Seðlabankans er að halda stýrivöxtum háum og það á að losa gjaldeyrishöft sem fyrst.
Jón G Hauksson segir að þetta sé röng nálgun. Hann segir að það á að halda í gjaldeyrishöftin um sinn. Og keyra stýrivextina niður í 1% strax. Það hjálpar atvinnulífinu mikið. Gjaldeyrishöftin kemur í veg fyrir gengisfall.
Svo þegar atvinnulífið er komið á fullt þá fyrst er óhætt að afnema höftin. Því gjaldmiðillinn endurpeglar ástandið í landinu. Ef við erum með sterkt atvinnulíf og lífvænleg fyrirtæki á uppleið þá verður krónan í góðum gír.
hvells.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Áhugaverð grein.
Segjum að stýrivextir verði lækkaðir og að eitthvað af þeim peningum sem eru á bankareikningum fari út í hagkerfið.
Hvað gerist þá?
Þá eykst eftirspurn eftir innflutningi(gjaldeyri) þá lækkar krónan, þá verður innflutningur dýrari, vörur hækka í verði og verðbólgan eykst.
Verðbólgan er eyðandi afl og því mun hún skemma fyrir verðmætasköpun.
Þessi leið Jóns er því miður ekki fær.
Besta leiðin er að afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst. Aðeins þannig er hægt að nota krónuna til að velja á milli arðbærra og óarðbærra fjárfestinga, auðvelda fjárfestingar erlendra og innlendra aðila og efla verðmætasköpun.
Líklega verður verðbólga þegar höftin verða afnumin en hún verður ekkert í líkingu við þá verðbólgu sem mun verða verði leið Jóns farin því fyrst mun verða verðbólga þegar stýrivextir verða lækkaðir og svo aftur þegar höftin yrðu afnumin.
Höftin eru slæm m.a. vegna þess að loforð stjórnmálamanna og embættismanna um að krónan muni styrkjast í framtíðinni(þe. stöðugar yfirlýsingar um að krónan sé of veik) letur fjárfestingar í útflutningsatvinnuvegum því fjárfestar munu ekki geta geta reiknað með að fjárfestingin verði ekki jafn arðbær í framtíðinni.
Lúðvík Júlíusson, 9.4.2010 kl. 15:21
Góður punktur Lúðvík. Fínt að fá fleirri hliðar á þetta mál.
Það er rétt að verðbólga er eyðandi afl og skemmir fyrir verðmætasköpun. En þegar peningar sem eru a bankareikningum fara út í hagkerfið þá eykst ekkert endilega esp eftir innflutningi.
Af hverju segir þú að það sé gefið að esp eftir innflutningi eykst? Fólk getur keypt innlenda framleiðslu. Kaupa skuldabréf í innlendum fyrirtækjum. Hver veit nema líf fer að glæðast á hlutabréfamarkaðinum á Íslandi. Fyrirtæki mun ráðast í fjárfestingar sem mun minnka atvinnuleysi.
hvells.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2010 kl. 15:32
S&Þ, 'að öllu jöfnu' eykst eftirspurn eftir innflutningi og gjaldeyri aukist magn peninga í umferð, það hefur verið reynslan hingað til. Stór hluti einkaneyslu og samneyslu er innflutingur.
Eftirspurn mun einungis beinast inn á við ef krónan fellur nógu mikið og ef kaupmáttur dregst nægilega saman.
Svo má ekki gleyma því að verðbólgan sem yrði í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkar stýrivexti í 1% hækkar markaðsvexti og því væri það ekki endilega ávinningur fyrir efnahagslífið.
Lúðvík Júlíusson, 9.4.2010 kl. 18:52
En þú gleymir gjaldeyrishöftunum. Ef þau verða við líði þá lækkar krónan ekki.
Sleggjan og Hvellurinn, 9.4.2010 kl. 20:23
S&Þ, hvernig á að verja krónuna falli ef miklu fleiri krónur koma í umferð án þess að samsvarandi gjaldeyristekjur verða til?
Það er ekki hægt.
Fyrst koma krónurnar í umferð, mynda eftirspurnina eftir gjaldeyrinum og fella krónuna. Eftir fall krónunnar og eftir að peningarnir eru komnir í umferð þá gæti samkeppnisstaða okkar hafa styrkst og þá fara gjaldeyristekjurnar að koma. En óumflýjanlega fellur krónan fyrst.
Krónan getur ekki annað en fallið nema Seðlabankinn sé tilbúinn að nota gjaldeyrisforðann til að styðja við gengi krónunnar, og það er ekki hægt að gera endalaust. Svo er auðvitað hægt að herða gjaldeyrishöftin, lækka þá upphæð sem hægt er að nota í utanlandsferðum, lækka þá peninga sem má gefa, taka upp innflutningshöft og svo framvegis. Hvar endar hagkerfið þá? Hagkerfið verður komið á allt annan og verri stað en menn ætluðu sér.
Það getur ekki verið að hagsmunum 'frjálsrar verslunar' sé best borgið með enn frekari höftum.
Ég fékk gæsahúð þegar ég las grein Jóns.
Lúðvík Júlíusson, 10.4.2010 kl. 01:01
Já.. Þetta er góður punktur hjá þér Lúðvík. Ég sá þetta ekki í þessu ljósi þegar ég las grein Jóns.
Þú hefur líklega rétt fyrir þér.
En það er skrítið að Vilhjálmur Egilsson framkvstj SA er að hvertja til þess að stýrivextir verða keyrðir niður. Og hann er með doktorsgráðu í hagfræði. Kannski eru þarna hugsjónir og hagsmunir að berjast.
Takk fyrir spjallið.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.4.2010 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.