Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Icesave
Moody's hefur breytt matinu á Íslandi og nú eru horfurnar neikvæðar.
Ástæðan? Jú Icesave.
Það á löngu vera búið að afgreiða þetta mál. En lýðskrumarar þrífast á Íslandi. En versta við öllu er að flestir Íslendingar eru að gleypa við þessari smjörklípu. Þjóðremband er svo sterk hjá þessari þjóð að það þarf ekki nema kítla hana aðeins þá hleypur fólk til og ber sig í brjóst og fer með einhverja þvælu.
Það þarf að samþykkja Icesave í sem hagstæðustu mynd fyrir okkur Íslendinga og byrja á endurreisninni. Þetta gegnur ekki lengur. Það er komið rúmlega ár í þetta karp.
Hvells.
![]() |
Neikvæðar horfur fyrir einkunn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki "Íslands" mál þetta IceSave, ekki í þeim skilningi að það komi íslenska ríkinu eitthvað við lengur eftir að þjóðin hafnaði fyrirætluðum ríkisafskiptum af einkarekstri. Alveg eins og í upphafi málsins eru það núna tveir einkaaðilar á Íslandi sem bera einhverja ábyrgð á því, þ.e. Landsbankinn og Tryggingasjóður Innstæðueigenda og Fjárfesta sem er einkarekin sjálfeignarstofnun fjámögnuð af bönkunum sjálfum. Telji Hollendingar og Bretar sig eiga eitthvað inni hjá þessum aðilum er sjálfsagt að þeir fái notið sömu úrræða til innheimtu á þeim kröfum og aðrir sem þurfa að rukka einhvern á Íslandi fyrir eitthvað. Fyrir utan það skuldar íslenska ríkið þeim ekki nokkurn skapaðan hlut og annað ætti ekki að vera til umræðu, enda væri það óábyrg ráðstöfun opinberra fjármuna að leggja þá undir fyrir áhættu umfram skyldu.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2010 kl. 13:00
Tek hjartanlega undir með þér S & Þ. Þjóðremban mun rembast þangað til hún spryngur. Bara að maður komist héðan áður en að því kemur.
Kári (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 14:12
Guðmundur. Það hefur margoft komið fram að við þurfum helst að klára þetta Icesave sem fyrst. Það er óþarfi að ræða þetta eitthvað frekar.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.4.2010 kl. 18:46
Og veit Guðmundur að Íslenska ríkið margsagði við yfirvöld í Hollandi og Bretlandi að Ísland mun standa á bakvið þessa reikninga fyrir hrun.
Eiga orð ráðamanna þjóðar , margítrekuð, ekki að vera á mark takandi?
Sleggjan og Hvellurinn, 6.4.2010 kl. 20:11
Nei, ekki ef þeir hafa ekki lagaheimild til að gefa slík loforð..... sem þeir höfðu ekki í þessu tilviki. Fjárveitingarvaldið er hjá Alþingi og varið af stjórnarskrá.
Talandi um hvers virði loforð stjórnmálamanna eru: Myndirðu fara á veiðar með Dick Cheney ef hann lofar að fara varlega með haglabyssuna sína?
Og talandi um lagaheimildir, vissirðu að Hitler gerði aldrei neitt ólöglegt? Hann breytti bara lögunum svo að það sem hann ákvað að gera yrði löglegt.
(Tek það samt fram að ég er ekki að jafna þeim saman Cheney og Hitler, það væri ósanngjarnt fyrir Dolla ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2010 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.