Föstudagur, 2. apríl 2010
Keflavík burstaði Tindastól 107 - 78
Þetta var hundleiðinlegur leikur. Keflavík spilaði hræðilega og Tindastóll vour ekki að nýta sér það.
Keflavík komnir í undanúrslit.....
Ég vona þá að fleiri mæta á leikina. Mætingin í gær var hræðileg. Það var girt fyrir góðan reit fyrir Púmasveitina en örfáir mættu þannig að það myndaðist hola í miðri stúku. Frekjan í Púmasveitini var ekki til fyrirmyndar.
Það var í rauninni mjög lítil stemning á leiknum. Þrátt fyrir að þetta gat verið seinasti leikur Keflvíkinga í vetur. Það mætti halda að maður var bara á venjulegum deildarleik.
VIP stúkan var hálftóm.. og venjulega er hún full. Það er byrjað að selja sér inná hana ef þú ert tilbúinn til þess að borga 2500kr á leikinn.
Það fer ekki á milli mála að áhugin fyrir körfuboltanum í Keflavík hefur minnkað. Það voru nær engin auglýsingaskilti hringin í kringum völlin einsog venjan er. Hvort það sé vegna minnkandi áhuga á boltanum eða kreppunni er erfitt að segja.
En það gleymdist ekki að setja stórann borða fyrir neðan stigatöfluna þar sem allir horfa "Toyota Höllin" Í staðinn fyrir að hafa einhverja reisn og láta standa "sláturhúsið" þá er Keflavíkurkorfuboltinn ofurseld markaðsöflunum og vilja fá hverja krónu í kassann..... til þess að borga fyrir þessa tvo kana sem í rauninni gátu ekki neitt.
hvells.
![]() |
Keflvíkingar í undanúrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Keflvíkingar voru heppnir, guðirnir eru með Tindastól: Tindastóll, guðdómlegt lið
Tindurinn (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.