Þriðjudagur, 30. mars 2010
Vorum við blekkt? Hverjir blekktu?
Það átti allt að fara í kaldan kol ef við mundum ekki samþykkja Iceave einsog flestir vita. En það hefur ekki gerst.
Skuldatryggingaálagið hækkaði og Ísland fór í ruslflokk um leið og Ólafur skrifaði ekki undir lögin. En svo hefur þetta gengið eitthvað til baka. En hvað veldur því að matfyrirtækin felld Ísland niður um flokka á sínum tíma?
Voru þetta hótanir? Stóðu einhver anarleg öfl á bakvið þessu? Jafnvel Bretarnir sjálfir sem hafa ýmis tök á fjármálageiranum...... .....
Hvað mundi Standard og Poor segja um Ísland í dag EF við höfðum kingt Icesave sumarið 2009?
Það eina sem ýtir á stjórnvöld til þess að samþykkja Icesave í dag er fjármögnun. Það er allt stopp uppí AGS vegna Icesave. Ekkert Icesave, ekkert lán, engar virkjanir, áfram galdeyrishöft, veikari króna, meira atvinnuleysi.
Stundum eru þessi mat hjá Standard og Poor gripið úr lausu lofti. Allavega skil ég ekki samhengið.
hvells
![]() |
Áhætta í hagkerfinu minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll, ég mæli með því að þú lesir skýrslu S&P. Þar stendur að óvissan ríki vegna Icesave og vegna gjaldeyrishaftanna.
Vegna Icesave: Það er ómögulegt að segja til um heildarskuldir þjóðarinnar og greiðslybyrgði vegna Icesave.
út af gjaldeyrishöftunum: "Hins vegar, ef gjaldeyrishöftin festa sig í sessi til lengri tíma, munu þau draga úrveigjanleika Íslands á sviði peninga- og ríkisfjármála og úr fjárfestingu."
Á meðan að gjaldeyrishöftin eru er ekki hægt að finna rétt gengi á íslensku krónuna. Hvernig á matsfyrirtæki að meta stöðu á landi þar sem rétt gengi er ekki til staðar?
Ef við vorum blekkt, þá er það af íslenskum stjórnvöldum öll hin síðustu ár. Þetta eru hinar sorglegu staðreyndir þess efnis. Því miður.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.