Laugardagur, 27. mars 2010
Bændur eru í sínum eigin heimi.
Landssamtök kúabænda vilja úrlaustnir á skuldavanda kúabænda. Og gangrýna bankana fyrir seinagang í þeim efnum.
Þeir vilja semsagt afskriftir. Þeir vilja sleppa borga skuldir sem þeir stofnuðu til. Og gagnrína aðra fyrir þessa óreiðu sem þeir sjálfir eru komnir í.
Þegar fyrirtæki getur ekki staðið við skuldbindingar sínar þá tekur bankinn yfir reksturinn. Það hefur verið að gerast í viðskiptalífinu. Bankar eru á samkeppnismarkaði og mörg dæmi eru um að viðskiptabanki ákveðis fyrirtækis eru í samkeppni við fyrirtækið á örðum grundvelli.
Þetta eru ekki sér vandræði hjá kúabændum. Þetta er stórt vandamál á Íslandi.
Kannski ættu kúabændur að taka hausinn sinn útur rassinum sínum og skoða aðeins í kringum sig.
hvells.
![]() |
Bankar hætti kúabúskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eitt er að greiða þær skuldir sem stofnað er til, með eðlilegum vöxtum.
Annað er að greiða skuldina sem stofnað er til, með eðlilegum vöxtum að viðbætum margföldu láninu og vöxtum af því.
Þeir sem mjólka beljur vissu ekki að lánveitendur þeirra voru glæpamenn sem veðjuðu gegn krónunni og ættu að fá dóm fyrir landráð og hryðjuverkastarfsemi.
Það eru þeir sem blóðmjólka fólk og fyrirtæki sem þurfa að taka hér ábyrgð, ekki þeir sem mjólka beljur og búa til skyr.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:08
Bændur eru gráðugir. Og áhættusæknir. Af hverju segi ég það? Jú vegna þess að þeir álpuðust að taka erlent lán.
Þeir hefði getað tekið íslenskt lán og hærri vöxtum en enga gjaldeyrisáhættu. (mörg fyrirtæki á Íslandi gerðu það vegna þess að þau lögðu ekki í þessa áhættu).
Eða þeir hefðu geta tekið gjaldeyrislán með lægri vöxtum en með gjaldeyrisáhættu. Bændurnir voru með peningamerki í augunum og mikla gróðararvon og skeittu ekkert um gjaldeyrisáhættuna og tóku gjaldeyrislán. Og þegar krónan lækkar þá verða þeir bara að taka afleiðinar af því. En ekki vera með þessa heimtufrekju.
En svo ég leiðrétti Halldór aðeins þá eru bædnur einmitt að mjólka beljur og skattborgara. Þeir fá milljarð á mánuði frá okkur skattborgurum. Á HVERJUM MÁNUÐI.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2010 kl. 15:51
Hinn kosturinn var vísitölutryggt lán í allt að 20% verðbólgu, með 9,5% raunvöxtum. Gerði ríflega 30% á ársgrundvelli. Græðgi lánveitendanna er ótakmörkuð.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:53
Þú hefði ekki þurft að taka verðtryggt lán.
Það voru háir vextir vegna þess að stýrivextirnir voru háir.
Verðbólgan er ekki bönkunum að kenna.
Áttu bankarnir að lána á 5% vöxtum þegar verðbólgar er 20%? Ef þú lánar mér 5 hesta má ég þá borga þér 2 hesta til baka?
Hvaða vitleysa er í gangi?
hvells.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2010 kl. 15:57
Nei, það er svona álíka vitlaust og að fá lánaða 5 hesta og eiga að skila heilu stóði til baka. Örlítil sanngirni vær vel þegin.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 16:02
Það má gjarnan hafa í huga að bankarnir eru búnir að fá allar kröfur í hendurnar á genginu 0,4 eða 40% af því sem þeir krefja nú fulla endurgreiðslu á. Það varð forsendubrestur. Bankarnir eru búnir að fá leiðréttinguna í hendur, en vilja bara beina henni til bestu vina sinna.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 16:09
Halldór.
Verðtryggt lán er engöngu þannig sett upp að lánið heldur verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu.
Ef banki mundi setja vexti lægri en verðbólgan sjálf þá fer hann á hausinn.
Ef þú trúir mér ekki þá máttu stofna banka og reyna á þetta.
Ég skal vera fyrsti viðskiptavinur þinn. Ég mundi taka lán hjá þér óverðtryggt. Láta verðbólguna éta lánið og borga þig 20% af því sem ég fékk lánað.
hvells.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2010 kl. 16:36
Takk fyrir uppfræðsluna. En þetta breytir ekki þeirri staðreynd að það hefur orðið forsendubrestur, bankarnir búnir að fá sínar niðurskriftir - en ætla sure as hell not að láta greiðendur njóta þess.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 18:09
Já við erum allavega sammála um það. Það hefði verið best að fá 20% niðurfellingu á öllum lánum strax eftir hrun. Í staðin fyrir sértækar aðgerðir sem bíður uppá mismunun.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2010 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.