VG er þannig flokkur að......

VG er samansafn af einhverju róttæku liði með ofstækar hugsjónir og oft á tíðum mjög barnalegar.

Í rauninni á flokkur einsog VG aldrei að koma nálægt því að stjórna landi hvergi í hinum siðaða heimi. Það leynast góðir þingmenn innan um VG... ég skal ekki skafa neitt af því. En stór hluti VG er algjörlega veruleikafyrrtur. Sá hluti er beinlínis að skaða fyrstu hreinu vinstir stjórnina á Íslandi. Þessi róttæki hluti VG sem eru lengst til vinstri eru beinlínis að hjálpa Sjálfstæðisflokknum og nýfrjálshyggjunni. Það er frekar skondin staða.

Einsog alþjóð veit þá er fyrst og síðast hagsmunamál VG að banna hluti. Nú hefur VG verið við völd í rúmlega ár og þeirra helstu verk eru:

Banna Helguvík

Banna stripdans

Banna vændiskaup

Banna einkasjúkrahús

Banna gangaver

Banna ljósabekki

Banna léttbjór auglýsingar

Banna heræfingafyrirtæki

 

Síðan er óreiðu-VG mjög góð í að reyna að koma í veg fyrir hluti. 

Koma í veg fyrir Icesave

Koma í veg fyrir kaup Magma Energy

Koma í veg fyrir ESB umsókn

Koma í veg fyrir spilavít

 En þingmenn VG eru ekkert miðað við grasrót flokksins sem er svo gjörsamlega ekki á þessari plánetu og þessi grasrótarhreyfing er efni í sálfræðirannsókn á doktorsstigi... og ég er ekki að grínast með það.

Eina ástæðan fyrir að VG er komst í stjórn að hún hefur afrekað það að hafa ekki verið í stjórn. Bíddu hvað meina ég????   Jú VG er eini flokkurinn sem getur sagt að hann kom ekki nálægt hruninu. 

Þarna höfum við það. 

Helsta afrek VG er að hafa ekki afrekað eitthvað.

Og sú staðreynd að þessi flokkur er við stjórnvölin er ofar mínum skilningi.

 

 

hvells


mbl.is Ósamstaða VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nokkuð sammála þér þó ég sé ekki alveg tilbúinn að gefa Steingrím J upp á bátinn. Mín skoðun er sú að Jóhanna S er alveg ágæt í þessu þó forsætisráðuneytið sé ekki sú staða sem hún sé best í.

Málið er að það virðist vera ágætis fólk í flestum stjórnmálaflokkunum, hvaða nöfnum sem þeir heita.

Mikið væri ánægjulegt að geta kosið fólk en ekki flokk.

Bjarki R (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já sammála því. Steingrímur er að gera sitt besta við að hemja þetta óreglulið. Og það margir færir þingmenn innan VG einsog ég benti á í færslunni.

hvells.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.3.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband