Fimmtudagur, 25. mars 2010
ESB
Vinstri græn og annað vinstri fólk eru á móti ESB vegna þess að þeir telja að þetta sé frjálshyggjusamband þar sem stórfyrirtæki og fjármagn leika lausum hala á kostnað félagshyggjunnar.
Frjálshyggjumenn... þ.e flestir Sjálfstæðismenn vilja ekki ganga í ESB vegna þess að þeir álíta þetta sem eitthvað krata samband og klúbbur fyrir latte lepjandi félagshyggjufólk.
Hver er lógíkin í þessu?
hvellls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getur þú sagt mér hvað er eftir annað en "latte lepjandi félagshyggjufólk" ef bæði Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, Vinstri grænir og Hreyfingin eru á móti ESB?
Komdu með smá lógík. Þú mátt geta tvisvar.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 21:37
Jón, nenniru að umorða spurninguna svo við skiljum hvert þu ert að fara.
ingi (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 21:59
Evrópusambandið er einhvers konar sósíaldemókratískt miðjumoð.
Hjörtur J. Guðmundsson, 25.3.2010 kl. 22:02
Lókíkin er einföld:
ESB er hvorki til hægri né vinstri, ESB er eiginlega ekki neitt!
Gunnar Heiðarsson, 25.3.2010 kl. 22:52
Það leynast anstæðingar ESB í öllum flokkum... meiriséa Samfylkingunni.
En ég er að gagnrýna rökin sjálf...... ef ESB er sósíaldemókratískt miðjumorð af hverju segja VG menn og XD menn nákvæmlega það þegar þeir gagnrýna ESB.
Nei þau gera það ekki og taka sitthvorta pólinn á hæðina.
Þetta er svona svipað og einn hópur vill ekki kaupa ákveðinn stól útaf hann er alltof hvítur.... síðan kemur annar hópur og vill ekki kaupa sama stólinn útaf hann er alltof svartur.
hvells.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.3.2010 kl. 09:10
Jabb, það er einmitt þannig. frekar sorglegt.
Man þegar Álfheiður sagði: ég vill ekki beygja mig í faðm auðvaldsins. ég segji nei við esb.
Ekkert sérstök lína, bara minnistæð þegar ég heyrði hana í umræðunum hehe.
ingi (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.