Icesave...

Einar Kárason kom þessari sögu á framfæri á Pressunni. :

Í fyrrasumar dvaldi ég um dægurlangt í Dalbæ, sem er vestur í Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Þangað komu líka akandi hollensk hjón, ríflegra miðaldra og afar gæðalegt fólk og beiddist gistingar. Um kvöldið sátum við eiginkona mín með þeim og fleirum í setustofu þar á staðnum og fræddumst um för þeirra, og þetta reyndust vera ekta Íslandsvinir, að svo miklu leyti sem hægt er að nota það jaskaða hugtak; höfðu komið hingað á hverju sumri í meira en tuttugu ár og ekið um landið. Þetta var alþýðufólk sem ferðaðist sparsamlega, ók á lítilli ópel corsu og tjölduðu oftast; kunnu ýmis lykilorð í íslensku eins og „svefnpokapláss“ sem þau spurðu um er þau óku í hlað; sögðust bíða þess allan veturinn og spara til þess í sínu daglega striti að geta siglt til Íslands úr þéttbýlinu, manngrúanum og manngerðu landslagi Hollands til að upplifa hreina loftið og víðátturnar hér. Þau höfðu semsagt farið um allt og töluðu af lotningu um staði og kennileiti á Íslandi auk þess sem þau voru vel heima í íslenskri sögu og menningu, dáðu þjóðina ekki síður en landið.

     Svo barst Icesave í tal og það mátti sjá hvernig hreinn harmur birtist í augum þessa góða fólks við tilhugsunina um það herfilega mál. Þau tóku út þjáningar hreinlega við að hugsa um það. Höfðu sjálf reyndar ekki lagt inn á nefnda sparireikninga í Landsbanka Íslands en þekktu ýmsa sem það höfðu gert; fjölskyldu, nágranna og vini, og kunnu hörmungarsögur af því tagi sem allir hafa heyrt um menn sem fengu slysabætur sem hurfu í gjaldþroti íslenska bankans, fólk sem hafði selt húsin sín en var ekki búið að kaupa nýtt, fólk sem hafði safnað í námssjóð handa börnunum sínum, og þar fram eftir götunum. Maður fann hreinlega að þau voru með samviskubit yfir þessu, og það sem Íslandsvinir; þetta fólk sem hafði verið að dásama Ísland og Íslendinga við allt og alla í sínu heimalandi í aldarfjórðung en sat nú með okkur á sumarkvöldi við norðanvert Djúp og tók á sig vissa ábyrgð yfir því hve svívirðilega samlandar þeirra hefðu verið leiknir.

     Enn verr virtist þeim þó vera við að Íslendingar vildu ekki horfast í augu við ábyrgð sína í málinu, og að jafnvel þeir flokkar og ráðamenn sem hér á landi báru ábyrgð á og studdu sparifjársöfnun íslenska bankans virtust helst ekkert vilja af málinu vita. Og jafnvel helst rétta þeim Hollendingum fingurinn sem tapað höfðu aleigu sinni í þessu rugli. Ég og við Íslendingarnir þarna í setustofunni höfðum auðvitað uppi hin sígildu rök okkar hér, að þetta hefði verið einkabanki óviðkomandi alþýðu þesssa lands, en uppskárum varla nema kulda í þjáningarbrosum hollensku hjónanna. Þau bentu strax á að bankinn hefði ekki verið meira óviðkomandi íslenska ríkinu en svo að það hafi tryggt með neyðarlögum allar innistæður Íslendinga í honum, og það alveg upp í topp, sama hve mikið menn hefðu átt þar á vöxtum. En útlenskum viðskiptavinum sama banka væri sýndur fingurinn. Þau sögðu líka að Landsbankinn hefði gert öllum sem vildu leggja inn í bankann ljóst að íslenska ríkið tryggði innistæðurnar. Það hefði verið auglýst og kynnt og með vitund og fullu samþykki íslenskra yfirvalda; ráðherra, bankaeftirlits og Seðlabanka. Það hafi verið tálbeitan sem lokkaði fólk í Hollandi til að leggja fé inn í bankann: ríkisábyrgðin.

Við Íslendingarnir spurðum á endanum: Var ekki þessi banki að bjóða hærri vexti en aðrir? Gera menn sér ekki ljóst að slíkt bendir til áhættusamra viðskipta? Voru einhverjir aðrir að bjóða svona háa innlánsvexti?

     Jú, sögðu hollensku hjónin; að minnsta kosti einn banki frá Tyrklandi var að bjóða sömu vexti.

     Og hvað? sögðum við; hvernig fór með peningana sem fólk lagði inn í tyrkneska bankann.

     Það lagði enginn peninga inn í hann, sögðu þau. Tyrkirnir buðu nefnilega ekki ríkisábyrgð. They didn‘t offer any state-guarantee.  

Stundum gerist það hér á landi að óprúttnir menn svíkja fé út úr fólki með svindli eða með því að beita óvæntum lagaklækjum til að firra sig ábyrgð á greiðslu. Menn með gull í tönnum kaupa aleigu fólks en luma svo á gildru í smáa letrinu og neita að standa í skilum. Segja bara: Hittumst í réttarsalnum! og hlæja svo út að gylltustu jöxlunum. Á góðri íslensku heita svoleiðis menn drullusokkar, og eru andstyggð í augum skárra fólks.

Ég held að öll Icesave-afferan sé að gera Íslendinga að drullusokkum í augum umheimsins, og að það hafi líka verið þau „sterku skilaboð“ sem við sendum með þjóðaratkvæðagreiðslunni á dögunum.

 

Ég held að þetta sé svona nokkurnvegin satt hjá honum Einari rithöfund. Og endurspeglar skoðanir fólks sem telja að Íslendingar eiga að bera ábyrgð á gjörðum sínum.

 

hvells

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Því miður vinur, það hníga öll rök að því að við eigum ekki að borga krónu.Bendi þér að lesa það sem Jón Valur Jensson hefur bloggað um þetta mál, og líka Loftur A Þorsteinsson, þeir eru búnir að sanna að Þjóðin er saklaus! En sagan hér að ofan er sorgar saga því verður ekki móti mælt.Þjóðníðingarnir stálu öllu hér heim og þegar það var búið fóru þeir til útlanda að ræna,Uss og svei

Þórarinn Baldursson, 20.3.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þjóðníðingarnir stálu öllu hér heima, átti það að vera.Maður að nafni Ómar Geirsson er búinn að blogga óhemju mykið um þette mál alveg afburða goðar greinar.

Þórarinn Baldursson, 20.3.2010 kl. 20:48

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þórarinn.

Þessi sönnun sem Jón Valur Jensson er að tala um er nákvæmlega þessar óvæntar lagaklækjur sem óprúttnir menn nota til þess að fyrra sig ábyrgð.

Þó það leynist lagaklausa sem segir að við eigum ekki að borga þá er það þannig að ríkisstjórnin tryggði allar innistæður á Íslandi að fullu..... þvert á lagabókstafinn. Þess vegna er ekki hægt að draga lagabókstafinn fram þegar fólki hentar.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2010 kl. 13:40

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð lesning

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2010 kl. 15:46

5 Smámynd: Aron Ingi Ólason

Það ber samt að hafa í huga að fólk úti í hollandi og bretlandi hefur þegar fengið borgað það sem það fær borgað það er að segja innistæðu trygginguna. En bresk og hollensk stjórnvöld borguðu það út úr egin vasa skattgreiðanda þar í landi. Icesave málið snýst alls ekki um að borga þeim sem töpuðu á þessum reikningum neitt meira, heldur snýst það um að borga Hollenskum og breskum skattgreiðendum upphæðina sem þeir borguðu út og vextina sem þeir kreifjast ofan á það.

Þegar menn segja að íslensk stjórnvöld eigi alfarið að bera ábyrgð á þessum reikningum sökum klúðurs í gæslu verða men að gæta sanngirni í dómum sínum þar eð hollendingar og bretar áttu einnig að sjá um eftirlitið með þessum reikningum. Hvað sem varðar lög þá verður þá ætti eftirlitið með þessum reikningum raunar frekar að vera á þeirra hendi þar sem það voru jú breskir og hollenskir ríkisborgarar er fengu inn skatttekjurnar af þessum reikningum (þeir voru samt starfræktir mun lengur í bretlandi þannig þeir fengu meiri skattpening) en bretar fengu yfir 20 milljarða í tekjuskatt af icesave. Þar af leiðandi verður það að teljast frekar ósanngjarnt að íslendingar ættu að hafa eftirlit með einum stærstu umsvifum landsbankans en fá eingöngu hagnaðinn sem landsbankinn tók svo hingað heim ef hann fór ekki allur ofan í einhver skúffu fyrirtæki og svo til aflandseyja. það þarf auðvitað tíminn að leiða í ljós og þess vegna er það íslendingum í hag að bíða ef það reinist fyrir satt.) þá þurfa auðvitað eigendur og stjórnendur að greiða fyrir það.

Því næst verða menn að spyrja sig að fyrst að skattgreiðendur eiga að greiða reikninginn hvort hér og þar ytra ríki raunverulegt líðræði eða olagarcy. Ég veit ekki hvernig þetta er nákvæmleg þarna ytra þó líklega ekkert mikið minna spillt enn hér heima. 

Lýðræði krefst þess að allir hafa sömu möguleika á að nálgast upplýsingar og til að bjóða sig fram. það er hins vegar þannig í þessu frábæra landi að ríkisflokkarnir 4flokkurinn svokallaði borgar sjálfum sér milljónir úr ríkisjóð eftir gengi í síðustu kosningum á sama tíma og þeir takmarka einka styrki til allra flokka í 300.000 kr. það er auðvitað þess eðlis að upplýsinga dreifing (áróðurs auglýsnga heilaþvottur) framboða fer ekki fram á beint sanngjörnum grundvelli. þegar í ofan á lag eru svo teknar inn þær stofnanir sem reka styrka ríkisflokkana fyrir sína hagsmuni og oll þau skúffu fyrirtæki sem þær hafa á sínum snærum til að tryggja áfram haldandi völd sinna flokka þá verður öllum ljóst að hér ríkir ekkert líðræði heldur stofnana væði bankar og lÍu voru þær stærstu á þessum tímum ef til vill hafa álver líka togað í einhverja strengi svo einhverjar stofnanir séu nefndar. svo ekki sé nú talað um prófkjör flokkana og þá "styrki" og fjölmyðla eignarhaldið hér á landi

Þar sem hér íslenskum skattgreiðendum er ekki tryggt sanngjarnan málfluttning þá finnst mér allavega hæpið að íslendki skattgreiðendur eiga að greiða fyrir "velvilja" fyrverandi ríkistjórnar gagnvart erlendri starfsemi bankana sem voru eins og áður hefur komið fram með þessa sömu aðila í vasanum og greiða erlendum skattgreiðendum upp í topp með vöxtum fyrir útborgun þeirra til aumingja fólksins sem lagði fé sitt inn á þessa reikningaþegar þessir s0mu skattborgara fengu skattpeningin af tekjum fólksins sem lagði peninga sína í þessa reikninga.

Það er auðvitað ósanngjarnt að skattgreiðendur erlendir sem innlendir þurfi að greiða fyrir svona viðskipta svindl (smáletrið) og raunar ólýðandi, þar er hins vegar óumflýjanlegt og spurningin er því einfaldlega hve mikið á hver skattgreiðandi að greiða.Því fyndist mér persónulega sanngjarnasta lausnin aðallir skattgreiðendur greið jafnt upp í skaðabæturnar sem aumingja fólkið fékk. 

Málið flækist hins vegar þegar íslensk stjórnvöld tryggðu íslendku reikninga þessara sömu banka upp í topp. en þegar við lítum aftur á ólýðræðislegt kerfi sem íslenskur almenningur býr við þau taumhöld sem auðmenn og valdagræubbur landsins hafa á stjórnmálamönnunum sér fólk að það er ekki skrítið að allar innistæður hér væru tryggðar upp í topp. Þar af leiðandi er heldur ekki sanngjarnd að þetta klúður eigi að leggjast á venjulegan almenning. þess vegna tel ég fyrgreinda lausn sanngjarnasta fyrir alla skattgreiðendur hvort er íslenska eða erlanda. Hitt verður svo að rannsaka hvurnig staðið var á málunum og menn dæmdir eftir því. sjálfur tel ég að ef einhver aðgerð hafi vegið nær sjálfstæði íslendinga þá er það þessi þar af leiðandi kemst hún sem næst landráði og þeir sem af því stóðu ættu að vera dæmdir til að borga skattgreiðendum þessara landa til baka sem nemur afgangnum af innistæðum á icesave. 

þetta er kannski ekki einföld lausn en mér finnst hún hvað sanngjörnust ekki á lagalegum grundvelli heldur siðferðislega.

en jæja það er víst kominn matur.

Aron Ingi Ólason, 24.3.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband