Samningsviljinn heldur þessu niðri

Skuldatryggingaálagið rauk í hæstu hæðir þegar Ólafur Ragnar neitaði að staðfesta Icesave. Ríkisstjórnin, Ólafur og fleiri aðilar hafa komið þeim skilaboð á framfæri að við ætlum að semja. Bara reyna að fá hagstæðari vexti.

Þetta NEI í þjóðaratkvæðisgreiðslunni var einungis NEI við slæmum kjörum. Vildum betri kjör.

Um leið og við segjum við umheiminn "fokk you við ætlum ekki að borga neitt!!!"  Þá fyrst fer skuldatryggingaálagið uppí rjáfur og við sjáum fram á þjóðargjaldþrot.

 

hvells. 


mbl.is Skuldatryggingarálagið lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Allar heimsendaspár um stóra "NEIIÐ" hafa reynst kolrangar og eiginlega alveg þveröfugt. 

Það þarf að salta þetta ICESAVE mál og taka á þessu með allt öðrum og sanngjarnari hætti gagnvart Íslandi. Kúgunaraðgerðir Hollendinga og Breta undir handarjaðri ESB apparatsins látum við ekki bjóða okkur !

ÞAð var mjög gott að forsetinn synjaði þessu og í framhaldiaf því ekki síður gott að þjóðin hafnaði þessu með jafn afgerandi hætti og hún gerði !

Gunnlaugur I., 18.3.2010 kl. 16:40

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það voru reyndar engar heimsendarspár með þessu stóra NEII. Þvert á móti var stjórnarandstaðan að segja að með þessi NEII mundi samningsstaða okkar batna og Bretar, Hollendingar og allt fjármálakefið mundi kikna í hnjánum.

En það hefur ekki gerts.

Þvert á móti hafa Hollendingar og Bretar sett í lás eftir þessa atkvæðisgreiðslu.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2010 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband