Björgólfur Þór....... fínn kall.

Björgóflur Þór er búinn að fá meiri fúkyrði frá Íslendingum en hann á skilið.

Í fyrsta lagi þá segja flestir Íslendingar að hann ber ábyrgð á Icesave. Fólk segir "af hverju á ég að greiða einkaskuldir Björgólfs Þór?"   En þetta er ekki nema að hluta til rétt. Og mjög langsótt að kenna Bjögga Þór um Icesave.

Í fyrirtækjum þá er það stjórnin sem ber ábyrgð. Hver var í stjórn Lansbankans? Jú Björgólfur Guðmundsson faðir Björgólfs Þór. Hann var formaður stjórnar og ber því höfuðábyrgð á Icesavce. Og hann er gjaldþrota og því búinn að fá makaleg málagjöld. Varamaður í stjórn var Kjartann Gunnarsson. Hann er búinn að sleppa mjög vel við Icesave gagnrýnina því Kjartann Gunnarsson ber meiri ábyrgð en nokkurntímann Björgólfur Þór á Icesave. Síðan var Svafa Grönfeld í stjórn Landsbankans. Að sjálfsögðu hefur enginn kennt henni um Icesave. Svo voru það bankastjórarnir tveir sem bera ábyrgð þeir Sigurjón og Halldór.

Björgólfur var ekki einusinni í stjórn Lansbankans. Hann var stjórnarformaður Straum Burðarrás en kom ekki nálægt sjórn Landsbankans. Og ég er ekki viss þá að hann Björgólfur Þór hefði viljað stöfðva Icesave að það hefði verið eitthvað hlustað á hann yfir höfuð. Þrátt fyrir að Samson átti um 30% í Landsabankanum.

Einkavæðingin? Fékk Björgólfur Þór Landsbankann gefins? Já mikið rétt. Er það honum að kenna? NEI. Í fyrsta lagi þá ætlaði Bjöggi að kaupa Landsbankann en eftir að S-hópurinn var að fá Búnaðarbankann gefins þá fannst Björgólfur ósanngjarnt að hann ætti að borga allt cash fyrir sinn banka. Hann fékk því 1/3 af kaupverðinu lánað. Hann hefur ekki hlaupið frá þeirri skuld því hann var persónulega ábyrgur fyrir láninu. Annað en margir aðrir útrásarvíkingar. Það má skrifa þessa eiknavæðingaklúður og DO og Halldór Ásgríms og Valgerður Sverris. Ekki Bjögga Þór.

Hann Björgóflur Þór hefur lítið verið á Íslandi. Hann hefur átt símafyrirtæki í Búlgaríu og er alþjóðlegur fjárfestir. Hann hefur ekki ryksugað peningum útúr Sparisjóðum eða keypt trygginafyrirtæki, sogið úr þeim peninga og skilt eftir hræjið.

Jújú Eimskip a.k.a óskabarn þjóðarinnar komst í þrot en Magnús viðskiptafélagi Björgólfs á mestann þátt í þeirri vitleysu.

Á Íslandi hefur Björgólur stofnað NOVA. Símafyrirtæki sem hafa gefið risanum tveim samkeppni og hefur leitt til lægra farsímarverð.    Er það slæmt?   Honum langar til þess að koma hér upp gagnaveri..   er það slæmt?

Það er rétt að hann hefur kannski tekið margar rangar ákvarðanir. Og floppað af og til í viðskiptum. En miðað við útreiðina sem hann er að fá á Íslandi finnst manni að hann eigi það ekki skilið.

hvells


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hefur verið ágætur í viðskiptum.

En hann er bara of mikið í Tortóla, Lúx og svona.

Fela sig frá skattinum. ( peningar af þjóðinni).

Skilur eftir sig flókinn vef af gjaldþrota og yfirveðsettum eignarhaldsfélögum (peningar af þjóðinni).

Það er eins og honum vanti ákveðið viðskiptasiðferði.

sllllll (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:33

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hann hefur eflaust falið eitthvað frá skattinum.

En Jón Ásgeir og Pálmi Haralds eru miklu duglegri í að yfirveðsetja eignarhaldsfélög... og ég tala nú ekki um Milestone drengina sem komu Sjóvá í þrot.

JúJú Björgólfur Þór er með óhreint mjög í pokahorninu.

En mér finnst gagnrýnin á hann frekar hörð miðað við marga aðra útrásarvíkinga. Og einsog ég sagði..... tengingin við Icesave er fremur langsótt að mínu mati.

Hvellurinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband