Fimmtudagur, 4. mars 2010
Góð lausn á Icesave
Ef NEI verður niðurstaðan í þjóðaratkvæði þá tekur Icesave 1 gildi.
Samninganefndin á bara að segja við Hollendinga og Breta frá því. Þar er tilbúinn samningur sem er með 5,55% vexti frá 1.jan 2009. Sem er fínt fyrir Hollendinga og Breta. Einnig eru á honum góðir fyrirvarar fyrir okkur Íslendinga.
Miðað við hvað Hollendingar og Bretar hafa seilst langt til þess að mæta Íslendingum þá er þetta ákjósanlegur samningur.
Og besta við þennan samning er að hann hefur verið samþykktur á þinginu og ekkert vesen. Eina sem þarf til þess að hann tekur gildi er NEI í þjóðaratkvæðsigreiðslunni.
![]() |
Vildi skýr svör um þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Reyndar ekki.
Bretar og Hollendingar höfnuðu Icesave 1 þannig að nei þýðir ekkert samkomulag.
Mummi (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 11:04
Þeir geta afturkallað þessa "höfnun".
Sagt bara já í staðinn. Það veltur allt uppá þeim
Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2010 kl. 11:17
Þetta er því miður ekki svona félagi. Bretar og Hollendingar höfnuðu þeim skilmálum sem voru grundvöllur þess að ríkisábyrgð samkvæmt þeim tæki gildi. Því gerist það ekki sjálfkrafa að þau verði virk nema alþingi komi aftur að því máli. Sé ekki hvernig það mætti verða í ljósi þess að nú þegar er rætt um betra tilboð! Lögin eru jú bara heimildarlög, til handa fjármálaráðherra.
Þótt ónefndur þingmaður telji 5% þjóðarinnar fábjána, þá er ekki ástæða til að ætla að þeir eigi mikið stærra hlutfall á alþingi. Allavega vonar maður hið besta í þeim efnum!
Kristján H Theódórsson, 4.3.2010 kl. 11:20
Ert þú Bjarni-sleggja að haldið því fram, að í gildi séu tvenn lög um ábyrgðir á Icesave-kröfunum. Er þá Icesave-stjórnin búin að tryggja nýlenduveldunum bæði belti og axlabönd ? Eiga þau að geta valið um hvor lögin þau hagnýta sér ?
Staðan er auðvitað ekki þessi sem þú heldur. Fyrri ábyrgðirnar voru samþykktar með fyrirvara um að nýlenduveldin yrðu að samþykkja skilmálana sem í þeim fólust. Jafnframt varð fjármálaráðherra Íslands að staðfesta þau, til að þau tækju gildi.
Fyrir liggur að nýlenduveldin höfnuðu þeim ábyrgðum sem þeim bauðs, þess vegna voru önnur lög samþykkt. Þar af leiðandi staðfesti fjármálaráðherra ekki lögin. Fyrri ábyrgðirnar eru því algerlega úr sögunni, hvað sem skeður með síðari lögin. Hins vegar ef einhverjir stuðningsmenn Icesave-stjórnarinnar halda fram hinu gagnstæða, þá verður Alþingi fljótt að setja afnáms-lög.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 11:30
Ég veit það vel að nýlenduveldin höfnuðu Icesave 1. Nýlenduveldin töldu Icesave 1 ekki vera nógu góðan. Þeir höfnuðu fyrirvörunum.
Minn skilningur er þannig að ef þjóðaratkvæðisgreiðslan verður NEI þá fellur Icesave 2 niður og Ivesave 1 stendur þá eftir. Nema það að nýlenduveldin eiga eftir að samþykkja þann samning.
Miðað við hvað nýlenduveldin hafa gefið mikið eftir einsog staðan er núna þá gæti verið að nýlenduveldin finnst Icesave 1 með öllum þeim fyrirvörum ágætis samningur núna og þar af leiðandi samþykkja þeir hann.
Eg er ekki að segja að það séu tvenn lög í gildi. Því Icesave 1 er ekki í gildi. Ekki fyrr en nýlenduþjoðirnar samþykkja fyrirvarana. Þeir höfnuðu þeim á sínum tíma. En þeir geta auðveldlega dregið þessa höfnun til baka og samþykkt Iceave 1.
Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2010 kl. 13:06
Sleggjan & Þruman, við eru nokkuð sammála um stöðuna og ég sé að þú getur ekki verið Sossi. Alþingi verður fljótt að setja afnáms-lög og ég veit að frumvarp um það mun koma fram.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.3.2010 kl. 14:15
Já sammála því.
En hvað er Sossi? Ef ég má spurja.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.3.2010 kl. 01:12
Sleggjan & Þruman spyr hvað er Sossi. Þetta hélt ég að allir vissu, en svo er líklega ekki. Sossi er Social-demokrati sem í gamla daga var einnig nefndur Krati.
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.3.2010 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.