Miðvikudagur, 3. mars 2010
Sleggjan og Frjálshyggjufélagið sammála.
Í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag segist hún hafna alfarið hugmyndum stjórnmálamanna sem vilji þvinga skattgreiðendur til að greiða fyrir uppbyggingu einkafyrirtækis sem hyggist hefja rekstur sjúkrahúss á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Að sama skapi vilji Frjálshyggjufélagið hrósa Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra fyrir að berjast gegn því að skattfé sé ausið í rekstur einkaaðila, og vonast til þess að Álfheiður haldi áfram baráttu sinni gegn fjáraustri á öðrum sviðum.
Þá segir stjórn Frjálshyggjufélagsins að hún fari á hinn bóginn fram á það að ríkisvaldið leggi ekki heldur stein í götu fyrirtækisins, enda um löglega starfsemi að ræða sem engan skaði og hafi alla burði til þess að skila starfsfólki og eigendum sínum góðri afkomu. Að mati Frjálshyggjufélagsins eru þær viðskiptahindranir ríkisvaldsins, sem felast í himinháum væntanlegum álögum á mögulega viðskiptavini fyrirtækisins, svo yfirdrifnar nú þegar að ekki sé nokkru á þær bætandi.
Frjálshyggjufélagið ítrekar þá afstöðu sína að afskipti stjórnmálamanna af stofnun og rekstri fyrirtækja séu óæskileg og ávallt á kostnað annarra, enda séu stjórnmálamenn í eðli sínu valdbeitendur.
Á sama tíma og frjálshyggjufólk fagni öllu einkaframtaki, leggist það gegn því að einkaframtakinu sé veitt einhver sérstök fyrirgreiðsla á kostnað skattgreiðenda. Slík fyrirgreiðsla sé réttnefnd pilsfaldakapítalismi og hafi valdið íslenska hagkerfinu stórkostlegu tjóni síðustu árin og áratugina.
Undirstrikar að vissu leyti að ekki er til eiginlegur frjálshyggjuflokkur á Íslandi.
XD og XS stendur fyrir þessu, XD Keflavík, XS og VG í ríkisstjórninni.
Sleggjan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ég veit ekkert hvernig ég á að finnast um þennan gjörning.
hawk (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 20:28
Þú hefur verið veikur fyrir Robba wess í þessu.
Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2010 kl. 01:07
Jájá.. það er yfirliett þannig að sveitafélögin stiðji við fyrirtæki sem skapi atvinnu á svæðinu. Ég man að það var eitthvað markaðsfyrirtæki á Ísafyrði sem fékk fúlgur fjár fyrir að staðsetja sig þar.
Einnig eru þessi álver og allt a kostnað skattborgara.
Verne holdin fær skattaívilnanir.
Þetta sjúkrahús á að skapa 300störf. Góð launuð störf. OG ríkið fær miklar skattekjur og gjaldeyristekjur.
En eg veit það ekki. Maður verður að geta dregið línuna í þessu öllu saman. Hvaða fyrirtæki eiga rétt á skattpeningum og hverjir ekki? Það þarf að vera skýrt.
Ef engninn á rétt á þeim..... þá verður líklega engin árlver til.
hawk (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 09:31
Það er oft verið að kalla robba wess útrásarvíking.
Hann tók við forstjórastöðu pharmaco og gerði lítið fyrirtæki með um 100 starfmönnum yfir í að vera næst stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi með tugi þúsunda starfsmönnum.
Hann er ekki einn af þeim sem stofnuðu einkahlutafélög fengu kúlulán og skildu skuldina eftir. Hann hefur ekki keypt fyrirtæki og sogið allt fé útúr og skilið eftir hræjin.
Hann hefur verið forstjóri Actavis og gengið mjög vel. Bjöggi þór keypti Actavis með skuldsettri yfirtöku og þess vegna er það stórskuldugt. Það er Bjögga að kenna ekki Róberti.
Róbert stofnaði Salt Inversment og tapaði milljörðum í Glitni. Hann hefur ekki látið fyrirtækið fara á hausinn og skilið eftir skuldina. Hann er enn að reyna að harka og láta þetta fyrirtæki ganga.
Eina sem er hægt að gangrína Róbert fyrir er þessi styrkur til HR. Hann var dálítið stórtækur og hefði betur slept öllum þessum stóryrðum ef hann getur svo ekki staðið við styrkinn.
Fólk er að kalla Robba útrásavíking sem var einn af þeim sem settu þjóðna á hausinn..... ég er ósammála því.
hawk (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 09:38
Góður punktur með Robba wess flokast ekki undir utrásarviking lengur hja mer.
Annars finnst mer óeðlilegt að ríkið erað taka þátt í svona rugli. Og einni með álverin. Skrýtið að ríkið er að splæsa í því. Bara svona mín princible skoðun.
Sleggjan og Hvellurinn, 4.3.2010 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.