Mánudagur, 1. mars 2010
Kosningar um ekki neitt.
Ný könnun Gallup segir að 74% ætla að kjósa á móti Icesave 2. Þar af leiðandi dettur Icesave 2 niður og Icesave 1 tekur gildi. En í einum fyrirvara Icesave 1 segir að hann tekur gildi svo lengi sem Hollendingar og Bretar samþykja. Þeir gerðu það ekki svo Icesave 1 lausnin er ekki til. Hvað er þá verið að kjósa um'?
Ef niðurstaðan verður nei hvað gerist þá? Hverfur Icesave? Svarið er nei.
Ef ég mæti á kjörstað þá mun ég kjósa nei vegna þess að það er bara heimskulegt að kjósa já við samningi þar sem betri samningur er í sjónmáli.
En þetta er einn stór skrípaleikur allt saman.
![]() |
74% gegn Icesave-lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er verið að hafna ríkisábyrgð á icesave í þessum kosningum ef nei verður niðurstaðan. Nei þýðir það að fjármálaráðherra má ekki taka lán fyrir hönd ríkisjóðs til að greiða icesave innistæðureikninga í Brétlandi og Hollandi. Þessvegna er nú mikilvægt að kjósa um þetta en þú mátt svo sem hafa þína skoðun.
Elís Már Kjartansson, 1.3.2010 kl. 19:19
Icesave 1 féll úr gildi um leið og Bretar höfnuðu skilmálum þess.
Höfnun á IceSave 2 þýðir að við þurfum að semja upp á nýtt eða sleppa þessu.
Geiri (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 20:37
"Nei" er frekar auðvelt.
En "já" veit maður ekkert hvað verið er að kjósa um.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2010 kl. 23:05
Ef hakað er við nei, tekur Iceslave 3 við en ef exað er við já þá þurfum við að gangast undir aðlögun á Icesave 1 og þá mun Icesave 2 taka gildi og ef það gerist verður ekki hægt að greiða Iceslave 4 o.þ.a.l. mun Álftanestitturinn rífa enn eitt húsið þar og þá munum við verða að samþykkja Icesave 5 en þá tekur Icesave 1 yfir aftur og Iceslave 3 mun þá verða endanlega í gildi.
Miðað við þetta þá sér hver maður að best er að setja hring um Kannski.
Krímer (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 00:32
Það er verið að hafna ríkisábyrgð á icesave í þessum kosningum
Dream on my friend.....Dream on.......Icesave will not go away......
Fair Play (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.