Mánudagur, 1. mars 2010
Hvaða barnaskapur er þetta?
Nú vil Hreyfingin og Framsóknarflokkurinn henda AGS út úr landinu.
Eina ástæðan fyrir því að okkar endurreisn nýtur traust erlendis er vegna AGS. Um leið og við rekum AGS úr landi þá mun skuldatryggingaálagið á Íslandi fljúga uppí rjáfur. Og það væri gaman að fá að heyra það frá Birgittu hvar við ætlum þá að fá lán og góðum kjörum.
![]() |
Vilja hafna aðstoð AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða traust? Ríkisstjórn Íslands er rúin trausti erlendis vegna ófaglegra, óvandaðra og ótraustverðra vinnubragða.
Ísland er í ruslflokki skv. handbendum glæpamannana, þá vísa ég til Standards are poor og Moodswing.
Margur gæti sagt að lengi geti vont versnað, en miðað við fyrri orð efa ég það. Greiðsluþrot er það sem að lokum mun koma, og því fyrr sem menn átta sig á því, því fyrr er hægt að fara að semja.
Reikningsdæmið er nefnilega voða einfalt. Ef við getum ekki borgað skuldirnar okkar í dag, hvernig eigum við þá að borga meiri skuldir?
Ellert Júlíusson, 1.3.2010 kl. 12:34
Ríkisstjórn Ísland er rúin trausti erlendis. Þess vegna er sérstaklega hættulegt að henda AGS út. Vegna þess að AGS nýtur traust. Ekki ríkisstjórnin.
Reiknidæmið er samt ekki einfalt. Hagfræðingar hafa ekki komið sér saman um hvað við skuldum mikið. Þar af leiðandi er ekki hægt að henda því fram strax að við erum að fara í gjaldþrot.
Þó að það eru 20-30% líkur á því sbr. skuldatrygginaálagið á Íslandi
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2010 kl. 12:41
AGS liggur undir ámæli vegna vafasamra vinnuaðferða og nýtur ekki mikils trausts hjá þeim ríkjum sem hafa lent í þeim. Við erum ekki einu sinni komin á fullt í "samstarf" með þeim en höfum nú þegar séð hvar þeirra hollusta liggur og jafnframt hvaða leiðir þeir nota til að koma vilja kúgunaraðila fram.
Nei takk og góðar stundir.
Ellert Júlíusson, 1.3.2010 kl. 13:59
ég vil byrja á því að þakka þér kærlega fyrir að taka frá þann tíma og metnað til þess að skrifa þessa að mörgu leiti ágætis færslu.
Að öðrum kosti vildi ég benda þér á að gera kannski örlítið betur grein fyrir til hvers þessi lán eru veitt okkur. Þar sem til stendur að leggja þau inn á reikning í bandaríkjunum með neikvæðum raunvöxtum til þess að nota sem gjaldeyris(vara)sjóð vegna veikrar stöðu krónunnar. ekki rétt?
Hins vegar má á deila um það hvort þetta kemur til með að fara upp í skuldir sem er þó all líklegt sökum slæmrar útlánastefnu seðlabanka íslands sem olli 200 milljarða tapi á ríkissjóði vegna tapaðra útlána á síðasta ári.
því spyr ég þig sleggja og þruma hvort það sé ekki bara tæplega ágætt að gerð verði í það minnsta áætlun um hvernig meigi leiðrétta og fá inn tekjur á móti þeim halla sem ríkissjóður skilar í stað lána frá ags og skandinavíu ef það er hægt til þess að auka efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og að endingu losna við sjóðinn?hann kom jú ekki hingað sem langtíma efnhagsáætlun.
Finnst þér ekki gott mál ef við gætum reint að losna við sem mestar skuldbindingar í erlendum lánum sem hafa neikvæð áhryf á gengið s0kum vaxta og fastra gjaldaga en geta þess í stað hámarkarð mögulegar tekjur með auknum hagvexti og útfluttningi burt séð frá því kverjir leggja slíkt til málana.
þess fanst mér þú líka geta gert betur skil hvaða áhryf ags hefur yfir höfuð haft á skuldunauta sína og hvaða hagsmuni þeir gæta.
Kær kveðja Aron Ingi
Aron Ingi Ólason, 1.3.2010 kl. 15:43
Ellert.
Þær þjóðir sem hafa lent í AGS eru ekki beint þjóðir sem við þurfum traust frá akkurat núna.
Aron.
Þetta lán fer í að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Sem á að styrkja gengið og fyrst og fremst auka trúverðugleika. Svo fjárglæframenn eiga erfiðara með því að taka stöðu gegn Íslandi. Í rauninni á þetta lán ekki að fara í neitt annað. Einsog Þorvaldur Gylfason orðaði þetta að við eigum að nota þetta lán sem einhverskonar kjarnorkusprengja sem við munum aldrey nota/eyða.
Þetta lán mun ekki vera notað til þess að fjármagna fjárlagahalla. Enginn á Íslandi hefur lagt jafn hart á ríkisstjórnina til þess að skera niður. Og núverandi og tilvonandi niðurskurður má skrifa á AGS því vinstristjórnir eru ekki treystandi til þess að skera niður.
Það er rétt hjá þér að það er hið besta mál að Ísland verði sjálfbært og AGS er að hjálpa okkur í því verkefni. Akveðin svipa á stjórnvöld í að standa sig sparnaði og tekjuöflun.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2010 kl. 18:47
Þetta er allavega mín sýn á málið. En að sjálfsögðu er hægt að fara í svona samsæris hugleiðinga stellingar. AGS er vondi kallinn að reyna að hrifsa af okkur auðlindir. Fara í lið með Perkings og fleirrum.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2010 kl. 18:50
þakka gott svar.
Eitt sem hins vegar ber að líta að, er hvers vegna við þurfum tryggingu. ég held að þú farir rétt með að lánið á að nota sem einskonar kjarnorku sprengju hitt er svo merkilegt mál að við vitum báðir hversvegna þetta lán var nauðsýnlegt. þ.e. annars vegar til þess að bæta upp það tjón sem seðlabankinn tapaði á slæmum útlánum með ófullnægandi veðum í sjálfum bönkunum (2-500 milljarðar) og hins vegar vegna mikils þrýstings á krónuna sökum jöklabréfa annara fjárfesta er vildu komast út. segðu mér ætti það ekki að gera sama gagn að taka kjarnorkusprengju að láni og fá aðgang að kjarnorkusprengju að láni ef til þarf? því spyr ég hvort þú sért ekki sammála mér í því að lánið verði líklega að nota og ef það þarf ekki að nota það hvort ekki sé nóg að hafa opna lána línu að þessum fjármunum og spara þarmeð gríðarlegan vaxtakostnað?
hvað varðara samsæriskenningar þá bendi ég þér á að horfa á nokkrar ágætis heimildarmyndir sem sýna hversu vel stefna sjóðsins hefur gagnast eins og Jamica, IMF..., the great african scandal (Gana, Argentina's Economic collaps og flr og flr.
þú veist rétt eins og ég að AGS baðst velvirðingar fyrir ekki svo löngu á lélegri stefnu í mörgum þeim löndum sem þeir störfuðu að, ekki satt?
þú hlýtur að sjá að hrakfalla stefna þeirra er einginn tilviljun. Ég er ekki að segja að Ags sé endilega vond stofnun heldur að hugmyndafræði hennar hefur í nær öllum tilvikum haft þveröfug áhryf á efnahag þeirra þjóða sem þeir ætluðu að hjálpa. samsæri ég veit ekki en við getum amk leyft okkur að dæma af niðurstöðum efnahgasstefnu í þeim ríkjum sem þeir hafa starfað ekki satt? hvernig á annars utanaðkomandi aðili að geta komist að nokkru um hvað okkur mun ávinnast af samstarfi við þá?
Aron Ingi Ólason, 1.3.2010 kl. 19:57
aron.
Já rétt hjá þér. Það væri betra að fá einhverskonar lánalínur ef það væri mögulegt. Ég hef gjuggað í þessa mynd um jamica. AGS hefur farið öðrvísi að í málefnum Íslands. Þeir hafa gefið ríkisstjórninni fáséða tillitsemi. Kannski hefur AGS lært af reynslunni?
Þegar öllu er á botninum hvolft þá er AGS að hvertja til þess að skera niður og auka tekjuöflun. Þetta eru harðar og blóðugar aðgerðir og mjög óvinsælar. En nauðsýnlegar. Það gæti verið að AGS fær neikvæða umræðu vegna þess að þau eru að gera þessar óvinsælar aðgerðir. En AGS hefur réttilega gert mörg mistök.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2010 kl. 22:18
ég held að þegar öllu er á botnin hvolft þá eru ags enginn góðgerðarsamtök og eru að þessu af sömu ástæðu og allar aðrar lánastofnanir þ.e.a.s. til að græða á því. Þar af leiðandi er mikilvægt að gera e-hverkonar áætlun um hvernig við ætlum að ná að losa okkur sem fyrst út úr skuldum við sjóðinn og hefju upp íslenskt atvinnulíf trú og traust á okkar gjaldmiðil gagnvart heiminum því ellega getur það reins mjög kostnaðar samt að borga vexti af þessum lánum til lengdar ekki rétt?
þess vegna verður það að teljast góður vilji svo ekki sé meira sagt að reina að búa til þess konar efnahagsátlun hjá hreyfingunni og frammsókn og reikna út sjálfir hve mikið við þurfum af vetni í þessa kjarnorkusprengju. vonandi sem minnst því hún gæti alveg eins verið sprengt hérna af fjármála terroristum (spákaupmönnum)og þá sitjum við í súpunni eins og mörg önnur lönd sem ags hefur starfað með.
þakka fyrir áhugavert spjall með bestu kveðju Aron Ingi
Aron Ingi Ólason, 1.3.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.