JVJ

"Tökum ekki mark á Moody's" segir Jón Valur Jensson bloggari.

Telur vandann felast í að trúa eða trúa ekki lánshæfismati vafasamra fyrirtækja.

Matið er samt ekki ætlað skuldurum til leiðsagnar.

Markaður fyrir mat á lánshæfi er hjá lánveitendum, eigendum fjármagns. Þeir nota tölurnar til að ákveða álag á vexti, sem þeir bjóða. Ef við lendum í ruslflokki, vilja þeir alls ekki lána.

Margir telja okkur skorta fé til að reisa orkuver og gefa framkvæmdum innspýtingu. Þá gagnast okkur ekki að hafna Moody's, ef aðrir taka mark á tölum þess.

Orð Jóns Vals eru gott dæmi um æðibununa í umræðunni á Íslandi.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ótrúlega margir sem hafa sömu skoðun.

Gunso skipar sig liklega í þennan flokk. Ég trúi ekki öðru. Hann hefur verið skoðanabróðir Jón Val Jenssen í mörgum málum.

En ég bendi á þessa frétt http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/02/26/island_a_leid_i_ruslflokk/

Skoðið öll bloggin um þessa frétt. 33 blogg og sirka 30 blogg um að "ekki taka mark á moody's" og "moody's er bara sjálft í ruslflokki" og "ekki treysta moody's þetta er vopn breta til að hræða okkur í Iceave baráttunni"

haukur (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 09:21

2 identicon

Vertu ekki að gefa þér hvaða skoðanir ég hef málunum þar sem þú hefur yfirleitt rangt fyrir þér ættiru sem allra minnst að vera að gefa þér hluti.

gunso (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:23

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef gunso byrjar að blogga á þessar síðu þá getur haukur hætt að gefa sér skoðanir. Hann getur bara lesið skoðanir gunso í bloggfærlsum.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2010 kl. 22:56

4 identicon

En þá er enginn utan síðunnar sem mætir reglulega og leiðréttir vitleysuna í ykkur

gunso (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband