Laugardagur, 27. febrúar 2010
JVJ
"Tökum ekki mark á Moody's" segir Jón Valur Jensson bloggari.
Telur vandann felast í að trúa eða trúa ekki lánshæfismati vafasamra fyrirtækja.
Matið er samt ekki ætlað skuldurum til leiðsagnar.
Markaður fyrir mat á lánshæfi er hjá lánveitendum, eigendum fjármagns. Þeir nota tölurnar til að ákveða álag á vexti, sem þeir bjóða. Ef við lendum í ruslflokki, vilja þeir alls ekki lána.
Margir telja okkur skorta fé til að reisa orkuver og gefa framkvæmdum innspýtingu. Þá gagnast okkur ekki að hafna Moody's, ef aðrir taka mark á tölum þess.
Orð Jóns Vals eru gott dæmi um æðibununa í umræðunni á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru ótrúlega margir sem hafa sömu skoðun.
Gunso skipar sig liklega í þennan flokk. Ég trúi ekki öðru. Hann hefur verið skoðanabróðir Jón Val Jenssen í mörgum málum.
En ég bendi á þessa frétt http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/02/26/island_a_leid_i_ruslflokk/
Skoðið öll bloggin um þessa frétt. 33 blogg og sirka 30 blogg um að "ekki taka mark á moody's" og "moody's er bara sjálft í ruslflokki" og "ekki treysta moody's þetta er vopn breta til að hræða okkur í Iceave baráttunni"
haukur (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 09:21
Vertu ekki að gefa þér hvaða skoðanir ég hef málunum þar sem þú hefur yfirleitt rangt fyrir þér ættiru sem allra minnst að vera að gefa þér hluti.
gunso (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:23
Ef gunso byrjar að blogga á þessar síðu þá getur haukur hætt að gefa sér skoðanir. Hann getur bara lesið skoðanir gunso í bloggfærlsum.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.3.2010 kl. 22:56
En þá er enginn utan síðunnar sem mætir reglulega og leiðréttir vitleysuna í ykkur
gunso (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.