Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Léleg fréttamennska
Það er óþolandi þegar fréttamenn setja eihverjar setningar uppí stjórnmálamenn og slá því síðan upp einsog þetta eru þeirra eigin orð.
Dæmi:
Í fréttum stöðvar 2 í kvöld var fyrirsögnin "Steingrímur J Sigfússon segir að skafa þurfi botninn á gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans til að borga lánin árið 2011" En síðan kemur fréttin. Þar er Steingrímur að segja að það mun vera erfitt fyrir ríkissjóð að borga erlend lán á næsta ári.
Síðan spyr fréttamaðurinn Steingrím "Þarf að skafa botninn á gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans" og Steingrímur segir " jájá það má segja það".
Þetta er ekki hans orð að mínu mati heldur orð fréttamannsins.
Þetta hefur gerst mjög oft nýlega. Eg man ekki nákvæmlega hvaða fréttir en ég blogga um þetta núna svo ég gleymi þessu dæmi ekki. Þetta fer í taugarnar á mér.
kveðja
Hvells.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Man þegar spurt var Þorstein leikara: "lítur þú á þig sem stórstjörnu?", hann sagði "nei".
Fyrirsögnin í viðtalinu, og forsíðunni á blaðinu var mynd af þorsteini. Og feitleitrað "lít ekki á mig sem stórstjörnu".
slll (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.