Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Að stunda easy stjórnmál.
Tekið af vf.is :
Öryggi íbúanna er ógnað
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ mótmælir harðlega niðurskurðarkröfu Heilbrigðisráðuneytisins gagnvart Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Undanfarin ár hefur ítrekað verið bent á þann mismun sem er í úthlutun fjármagns til sambærilegra stofnana á landinu. Þolmörkum er nú náð og ekki hægt að hagræða meira innan stofnunarinnar án þess að skerða þjónustu við íbúa svæðisins. Þetta segir í ályktun stjórnar Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ.
Á svæðinu búa 22 þúsund manns. Við búum við alþjóðaflugvöll og ljóst er að neyðaráætlun flugslysa og hópslysa breytist, og þar með skipulag almannavarna, segir jafnframt í ályktuninni.
Á Suðurnesjum er mesta atvinnuleysi á landinu. Það fólk sem missir nú vinnu sína á HSS mun ýmist fara á biðlaun eða atvinnuleysisbætur.
Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ getur alls ekki sætt sig við að sparnaðarráðstafanir Heilbrigðisráðuneytisins bitni frekar á íbúum Suðurnesja en annarra landsmanna. Öryggi íbúanna er ógnað og ekkert sem bendir til að þetta sé raunverulegur sparnaður heldur aðeins tilfærsla á þjónustu og kostnaðarauki fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda.
Í ljósi ofnagreindra athugasemda er það skýlaus krafa stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ að eftirfarandi nái fram að ganga:
Greiðslur ríkisins til HSS taki mið af íbúafjölda og verði í samræmi við fjárveitingar til annarra sambærilegra heilbrigðisstofnana.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til að auðvelda markvissan rekstur stofnunarinnar í samræmi við þarfir íbúanna á svæðinu.
Ekki skal taka á vandanum, ekki skal taka ábyrgð á bruðli og skera niður, spara.
Nei, málið er að væla um meiri pening frá ríkinu, koma með svona fína ræðu, sem henntar lýðnum. Og er nota bene mjög henntugt þegar líður að kosningum.
sl
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef Ögmundur hefði ekki hætt við hagræðingar sem Guðlaugur Þór var kominn með þá hefði þetta ekki þurft að vera svona. Hagræðingar Guðlaugs átti að skila 1,6milljarða í sparnað.
Einnig ef skurðstofan hefði verið nýtt við fyrirtækisrekstur í heilsuþjónustu einsog Robert Wessman var að skoða.. það hefði fært okkur gjaldeyristekjur og HSS hefði staðið undir sér... hvað heitir maðurinn sem stöðvaði það aftur......hmmmmmmmm............... já ég man það núna ÖGMUNDUR.
Hawk, 3.2.2010 kl. 18:30
Robbi Wess má borga tilbaka skuldir sem fyrirtæki hans hafa lagt á þjóðina,
svo skulum við ræða um eitthvað einkasjúkrahús með erlendar tekjur.
Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2010 kl. 05:28
Eru menn komnir í svona ham?
Hvaða fyrirtæki ertu þá að tala um?
Salt Investement?
Hann var bara forstjóri Actavis. Björgólfur á Actavis. Skuldugt fyrirtæki en ekkert hefur verið lagt á þjóðina.
Skuldir sem hafa lagst á þjóðina eru fyrst og fremst 13,5milljarða innspíting í Sjóvá, næstum vaxtalaus lán í ýmis fjármálafyrirtæki m.a Saga capital. Eiginfjárfamlag til spariðsjóðana. Stærstu birgðarnar eru að sjálfsöðgu tæknilega gjaldþrot seðlabanka íslands, Icesave og skattféð sem fór í peningamarkaðssjóðina.
Þetta er undarlegur málflutningur hjá Sleggjunni.
Hawk, 4.2.2010 kl. 10:47
sko tæknilega séð er actavis enn bara græðandi pening og kreppan haft lítil áhrif á það, vandamálin eru á því sem eru í kringum actavis
gunso (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:42
Og já er það ekki hlutverk staðbundinna stjórnvalda að reyna að fá sem stærstan skerf af heildarkökunni frá miðlægu stjórnvöldunum ?
Keflavík á ekkert að vera að spá í hvernig rekstri ríkissjóðs gengur svo lengi sem þeir halda sínum rekstri í góðum horfum og þjónustu við sína íbúa í góðum horfum (ekki það að þeir séu neitt sérstaklega góðir í því heldur)
gunso (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 16:41
jújú mikið rétt.
Hawk, 5.2.2010 kl. 00:15
Jæja, bíð bara eftir hvítþvottaskýrslunni áður en ég fer að leika the blaming game.
Sem er btw mjög gaman.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.2.2010 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.