Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Fallna Ísland
Þeir eru hreint orðnir furðulegir tímarnir sem við upplifum núna.
Íslenska ríkið hefur óstarhæft síðaðsta hálfa árið vegna Icesave málsins og hvar stöndum við nú? Jú ljóst er að við erum hergi nærri niðurstöðu og málið verður sett í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem nánast öruggt er að samningar verði felldir. Hvað mun gerast er stóra spurningin í huga fólks?
Bjartsýnismenn segja að við munum ná betri samningi með lægri vöxtum, jafnvel sleppa við greiðslu meirihluta skuldanna vegna ,,ólöglegra" aðgerða Breta gegn Íslendingum sem ollu m.a. falli Kaupþings. Einnig segja þeir að ýmsar reglugerðir benda til þess að við þurfum ekki að gangast undir ábyrgð bankanna þar sem þeir voru erlendis.
Svartsýnismenn segja aftur á móti að við endum uppi með verri samning en áður. Málinu verður skotið til breskra dómsstóla þar sem Ísland mun eiga á hættu á að verða dæmt til greiðslu allra skuldanna með okurvöxtum, sem verður vissulega að viðurkennast að þeir eru það nú þegar.
Á meðan málið verður óleyst munu Bretar og Hollendingar beita efnahagsþvingunum á Ísland í formi viðskiptabanns og með öðrum aðgerðum.
Bretar eru vinamargir og hafa víst fleiri þjóðir lofað upp í ermina á sér að þær munu beita svipuðum aðgerðum til að knýja skítaskerið til uppgjafar. Innanbúðarorðrómur hér í flugbransanum er á þá leið að breska flugmálastjórnin hefur gefið Íslenskum flugfélögum viðvörun um að brátt gætu þeirra vélar ekki lent í breskri flughelgi. Vert er að nefna að frá
Íslandi fer daglega um 40 - 60 tonn af fiski til Bretlands flugleiðina. Líklegt er að Hollendingar gætu beitt sömu aðgerðum. Tek ég þó fram að þetta er eingöngu orðrómur. Sömuleiðis mun IMF ekki veita okkur lán og Bandaríkjamenn hafa fordæmt landið fyrir að hafna samningnum.
Engan veginn er hægt að sjá fyrir hvernig mál munu þróast en við eigum á hættu að enda vinalaus og einangruð þegar samningar verða felldir. Við gætum misst allt. Þar sem við eigum ekki pening fyrir þessu verður að leita til auðlinda okkar fari svo að allt fari á versta veg.
Það versta við þetta mál samt sem áður er að sjá hvernig alþingismenn hafa farið með það. Þetta mál snýst ekki um þjóðarhagsmuni í þeirra augum heldur um flokkskírteini. Vissulega hefur Sjálfstæðisflokkur komið með nokkra mjög góða punkta um málið sem vert er að líta á en Framsóknarmenn virðast einungis vera þarna til að tefja, ljúga og villa fyrir almenningi. Ríkisstjórnin leikur sér sömuleiðis í sandkassanum og fordæmir allt sem andstaðan hefur fram að færa líkt og foreldri sem þarf að hlusta á barn sitt koma með athugasemdir. Í ofanálag reyna þau að henda inn langþráðri ESB umsókn sem er alls ekki tímabær og tefur einungis fyrir endurbyggingu þjóðarbúsins. Að sjá þetta ,,hámenntaða" fólk rífast, skammast og leika sér í rýtingsleik er forkastanlegt. Sviðsljósið er ofar á þeirra lista en þjóðin. Einnig ber að nefna að það er hreint hræðilegt að horfa upp á Framsóknar-, Sjálfstæðis- og Samfylkingarmenn reyna að fela fortíðina. Þetta eru flokkarnir sem komu bagganum á herðar okkar, þeir gátu stöðvað þetta en sváfu á verðinum. Þessir menn utan Samfylkingar fara nú fremstir í flokki og gagnrýna öll störf ríkisstjórnarinnar en virðast með öllu hafa gleymt sínum eigin fyrrum myrkraverkum.
Góð grein um málið sem vert er að skoða.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að kjósa með Icesave samningum að vel ígrunduðu máli. Fer það ekki eftir mínum stjórnmálaskoðunum eins og flestir halda fram heldur eigin sannfæringu. Sömuleiðist hef ég loks komist að því að í dag er enginn flokkur sem fer nálægt mínum skoðunum og á skilið mitt atkvæði og vona ég enn að Kratar landsins hætti að láta sér bjóða þessa samsuðu í Samfylkingunni og endurreisi Alþýðuflokkinn með jöfnuð almennings og uppbyggingu þjóðfélagsins að leiðarljósi.
Eins og staðan er í dag ætti ríkisstjórnin að bjóða Sjálfstæðismönnum í stjórn og mynda þriggja flokka stjórn. Þá loks gætu þessir flokkar unnið saman á þann hátt að þeir beri hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, í stað þess að vera eins og 3 glæpagengi sem aldrei munu geta unnið saman. Fortíðin hefur sannað það að þegar ríkisstjórn tekur við völdum þarf einhver að geta dregið hinn aðilann til baka með valdi. Með þessu móti höldum við vissu jafnvægi. Við förum ekki of langt til vinstri eða of langt til hægri eins og gerðist í stjórnartíð Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna sem endaði með einkavæðingu bankakerfisins og verstu þynnku sem landið hefur upplifað. Vert er að nefna að þegar síðasta kreppa reið yfir tók ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks við völdum og það var hún sem byggði upp nútíma Ísland með skilvirkri og góðri stjórn. Jafnvægi er lausnin.
Þegar samingar verða felldir í þjóðaratkvæagreiðslum þarf sömuleiðis að kalla Breta sem fyrst við samningaborðið og hvetja þá til að bjóða upp á betri samning gegn þeirri beitu að málið muni leysast fyrr.
Alþingismenn Framsóknar ætti að senda til Bretlands sem fyrsta greiðsla fyrir skuldunum sem Ísland ber vissulega fulla ábyrgð á.
Mig langar að vitna í Jón Baldvin Hannibalsson í lokin þar sem sá mæti maður talar um Icesave málið á bloggi sínu.
,,Icesave-málið verður ekki leyst með málþófi á Alþingi. Málþófið er heimatilbúið böl hluti af vandanum en ekki lykill að lausninni. Lausnina er heldur ekki að finna í pólitískum látalátum veislustjóra útrásarinnar á Bessastöðum, sem reynir nú með sjónhverfingum að lappa upp á sinn laskaða orðstír. Og Icesasve-málið verður ekki leyst með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gæti þvert á móti sett málið í óleysanlegan hnút. Að biðja þjóðina að samþykkja Icesave-reikninginn, er eins og að biðja þann, sem hefur orðið fórnarlamb glæps að leggja blessun sína yfir ódæðið" - JBH.
-Þruman-
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Facebook
Athugasemdir
!!!!!!!!!! Þruman mætt!!!!!!!
með hvelli!!
mjög góð grein og er sammála þetta með Icesave. Það er komið úti ruglið.
Ég vissa að kratinn mundi vakna frá dvala!!!
meia af þessu :)
Hawk, 14.1.2010 kl. 21:51
Meiri andskotans vitleysan þessi pistill þinn.
Göngum út frá fyrstu grundvallarmistökum þínum þar sem þú kemst að þeirri niðurstöðu að við berum ábyrgð á þessu... svarið er nei. Það er ástæða fyrir því að Bretar neita að láta þetta ganga til dómstóla og heimta að fá allan peninginn með samningum
viðskiptabann og efnahagsþvinganir breta ? yndislegt alveg hreint, ekki nema bretar segi sig úr esb, ekki fræðilegur möguleiki að það gerist, bretar myndu eyðileggja allan esb samninginn með því, held að brussel gefi þeim seint leyfi fyrir því. sama ætti við um allar aðrar þjóðir esb
flughelgarmálið ? yndislegt, bönnum þá bara bretum að koma í okkar flughelgi og það myndi kosta þá ansi marga milljarða í auknum bensínkostnaði flugfélaga, bönnum þá líka til frambúðar innan 200 mílnanna, þar er kominn framtíðarkostnaður á þá upp á einhverja þúsundi milljarða þegar norðupólssiglingarleiðin verður fær
ekki hægt að skjóta málinu til breskra dómstóla nema að við samþykkjum það, annars er það gjörsamlega marklaust, plús það að við erum hvort sem er að fara að borga upp í topp skv. þessari svokölluðu skuldbindingu okkar, nema 40 milljörðum meira í vexti en við þurfum miðað við nákvæmlega sömu tilskipun.
endum aldrei vinalaus, þetta eru álíka innantóm orð og þegar 12 ára bróðir minn segist ætla að lemja mig
lokaniðurstaða.... íslendingar sem vilja láta valta yfir sig eru helvítis fokkings fokk aumingjar
Jón Baldvin er snarbilaður evrópusinni, ekki mark takandi á þeim manni
Hendum allri stjórninni út og skipum óháða ríkisstjórn, sem væri virkilega óháð alþingi, væri ekki í fyrsta skipti í sögunni og þá kemst hugsanlega eitthvað í gang aftur
gunso (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 01:38
Gunso...
Þú hefur kannski ekki tekið eftir því að á Icesave samningnum er tekið fram að ríkisstjórnin er að draga lagalega skildu sína í efa.
Við erum að samþykja Icesave vegna pólítik og efnahagsmál. Ekki vegna lagalega skildu.
Stríðskostnaðurinn á því að standa í þessari deilu er meiri en ávinningurinn að mati ríkisstjórnarinnar.
Að tapa dómsmáinu verður til þess að við fáum þennan reikning í hausinn strax. En ekki á þessum sérkjörum einsog samningurinn er núna.
Á meðan óvissa er um Icesave þá er efnahagsáætlun Íslands stopp, fyrirtæki á Íslandi njóta ekki traust (sbr yfirlýsingar félag stórkaupmanna), skuldatryggingaálagið á íslandi hefur hækkað... tókum myndarlega framúr Dubai eftir að Ólí Grís neitaði að skrifa undir.
OK Bretar tapa líklega á þessu flughelgarmáli en hvað töpum við á þessu?? Slatta býst ég við.
Þú vilt fara í stríð!!.... fólk einsog Gunso hugsa þetta mál ekki einsog siðað fólk heldur einsog fyllibyttur á pub sem vilja fara út að slást ef ekki finnst lending í einhverju máli.
Hawk, 16.1.2010 kl. 20:28
Það er líka stórhættulegt að fara á djammið með gunso. Fer aldrei án skothelt vestis.
s.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2010 kl. 00:08
Nei sjáðu til Haukur, siðað fólk hefur einmitt komið sér saman um það að setja lög um hvaða reglur skuli gilda í þeim leik er ég kalla lífið.
Það að við eigum að borga þetta var einfaldlega ekki inn í reglunum
gunso (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 13:51
En þurfum við að borga þetta frá pólítísku hugsjónum? Varði ríkisstjórnin ekki allar innistæður á Íslandi? Ekki í Holllandi og U.K? Sagði ekki Seðlabankastjórinn að Íslenska ríkið mundi standa á bakvið þessar innistæður? Var Jón Sigursson stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins ekki í auglýsingabæklingi sem Landsbankinn gaf út í Hollandi?
Eigum við núna að segja bara my bad, sorry. Við borgum ekki krónu. Þig megið kæra okkur ef þið viljið.
Segjum sem svo að ég vill flytja til útlanda og stofna fyrirtæki. Segjum að ég vill fara til Svíþjóðar og stofna fyrirtæki svipað og Magnval. Ég ætla að flytja inn Life Club og reyna að vera ódýrastur og græða smá pening. Svíþjóð er með "ríkið" einsog maður segir og reglurnar gæti verið svipaðar og á Vínbúðunum. Ég mundi þurfa að fá einhvern Svía með mer í þessu til þess að vera "frontið" þ.e framkvæmdastjóri.... gaurinn sem talar við alla vegna þess að ég er Íslendingur og fólk treystir mér ekki. skv Icesave þá segjast Íslendingar ætla að borga og þegar kemur að skuldadögum þá segja Íslendingarnir bara fuck you.
Hawk, 17.1.2010 kl. 17:13
svona er nú almenningsálitið.
Hawk, 17.1.2010 kl. 17:14
Almenningsálitið er nú þegar í rúst.
Tekur sirka 20 ár að laga það.
Því miður.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2010 kl. 19:25
óþarfa að gera illt verra..... kaupmenn voru að lenda í vandræðum strax eftir hrun vegna skort á trausti. Síðan lagaðist þetta þegar leið á árið 2009. Núna eru kaupmenn aftur að finna fyrir óþægindum.
Hawk, 18.1.2010 kl. 00:23
Já sæll, var að koma fyrst aftur inn núna og fínasta umræða hjá ykkur komin í gang =)
Bjarni Freyr Borgarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 17:08
Þú myndir bara ekkert þurfa svía haukur, ég var í svíþjóð þegar þetta var nú sem hæst og sænsku þjóðinni er gjörsamlega skítsama um þetta.
Ríkisstjórnin gaf jú einhverja yfirlýsingu, hafði bara ekkert vald til þess, seðlabankastjórinn kvittaði undir lán til seðlabankans, í öðrum hluta samningsins kvittaði árni undir að ísland stæði við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, skrifaði ekki undir að við myndum borga icesave heldur að við stæðum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar, svo er það dómstóla að komast að því hverjar þær eru.
seðlabankastjóri og fjármálaráðherra hafa aftur ekkert vald til þess að kvitta undir þessa hluti frekar en ríkisstjórnin, þetta er meira vilyrði fyrir því að þetta verði lagt fyrir alþingi og mælt með því, engar skuldbindingar sem stofnast þarna.
Á ég að borga þessa 1.2 milljón eða svo sem fellur á mann því jón sigurðsson birtist í auglýsingabæklingi ? kommon þetta eru verstu rök sem ég hef heyrt.
Þar til að samningur er kominn á sem báðir aðilar hafi kvittað undir á réttan máta þá er þessi skuldbinding ekki á okkur, hefðu bretar og hollendingar kvittað undir skilmálasamninginn okkar þá væri komin skuldbinding, þar til hún er komin skuldum við þetta einfaldlega ekki, jújú tæmiði innistæðutryggingasjóðinn okkar, en skuldbindingin nær ekki lengra.
Ég vil ekki borga þetta, ekki frekar en að þú myndir borga fyrir reikning sem þú fengir frá visa því að ég sagði við visa að þú myndir einfaldlega borga reikninginn
gunso (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 18:41
Stuttbuxnadeildin í spunastríði þessa dagana.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.1.2010 kl. 04:29
Maður veit að þú ert kominn í rökþrot þegar þú kemur með stuttbuxnadeildarkommentið
gunso (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.