Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 6. júní 2014
Stjórnmálamennirnir
Það kemur mér ekkert á óvart að mesta vandamálið er útgjaldiliðirnir. Stjórnmálamenn almennt eru svo graðir í að eyða annara manna fé að það lekur af þeim.
Skattar eru í botni í RVK... og það er ólöglegt að hækka þá meira. Annars mundi það vera gert. Vegna þess að það vita allir að stjórnmálamenn fara betur með okkar eigin pening ekki satt?
hvells
![]() |
Útgjaldaliði þarf að ræða mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. júní 2014
Sammála þessu
"Musacchio lagði til að við fetuðum í fótspor ríkja á borð við Singapúr, Hong Kong og, eftir atvikum, Panama. Hagkerfi þessara ríkja væri tiltölulega opið og frjálst."
Singapúr og Hong Kong eru efnahagslega frjáls og með lága skatta sem nýtist öllum almenningi.
Best væri að stefna að því.
Sakttheimtan er um 10% af VLF í þessum löndum.
Ríkið þarf ekki að vera stærra en það.
hvellls
![]() |
Verði alþjóðleg fjármálamiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2014
Hagar hugsar um hag þjóðarinnar
Það er ánægjulegt að fyrirtækin hugsa fyrst og fremst um hag neytenda og þar með þjóðarinnar. Enda er það lykillinn á vel reknu fyrirtæki þ.e að þjónusta neytendan
"enda finnum við fyrir mjög mikilli hvatingu frá viðskiptavinum sem vilja knýja fram breytingu á úreltu landbúnaðarkerfi,"
Ef þú berst fyrir hag neytenda ertu að berjast fyrir hag allra þjóðarinnar. Ef þú ert að verja sérhagsmuni í landbúaðarkerfinu ertu að berjast gegn hagsmunum þjóðarinnar.
hvells
![]() |
Hagar orðið fyrir grófum aðdróttunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2014
Skýr skilaboð til NEI sinna
Þetta eru skýr skilaboð frá þjóðinni til Heimskýn.
Eftir að ríkisstjórnin REYNDI að draga umsóknina til baka með sklúðurslegum hætti hefur fylgið hrunið af ríkisstjórninni og hún mælist ekki með meirihluta.
Það er greinilegt að þjóðin vill betri lífskjör hér á landi og þessvegna vill hún klára samninginn um ESB.
Nú ættu nei sinnar að griða upp um sig buxurnar og hætta að stinga höfuðið í sandinn.
Já við ESB
hvells
![]() |
Litlar breytingar á fylgi flokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2014
Skiljanlegt mat
Þetta er ósköp siljanlegt mat.
"Fyrirhuguð stofnun nýs hægriflokks hlynntum inngöngu í Evrópusambandið væri til hagsbóta fyrir hægrimenn á Íslandi. Þetta segist Elliði Vignisson, oddviti sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, vera sannfærður um á Facebook-síðu sinni í dag. Slíkt myndi skapa ró innan Sjálfstæðisflokksins ogum leið færa hina almennu áherslu til hægri."
Það væri óskandi ef Elliði hefur rétt fyrir sér. Það er allavega nokkuð ljóst að margir góðir hægrimenn hafa neyðst til þess að kjósa XS og BF sem eru púra vinstri flokkar. Og það er ekkert tillit tekið til þessa hægri mönnum í stefnu þessa flokka. Þessvenga væri gott að Viðreysn fengi hluta fylgisins af BF, XS og svo XS og væri svona 20-25% flokkur og Sjálfstæðisflokkurinn væri 25-30% flokkur og þá gæti hægri menn myndað meirihluta. Sem væri mikil kjarabót fyrir alla landsmenn.
hvells
![]() |
Færir áhersluna til hægri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2014
Ef ég ætti
Ef ég ætti þessa á þá mundi ég reka Einar á staðnum vegna þekkingarleysi.
"Í samtali við Morgunblaðið fagnaði Einar Sigfússon því að ráðherrarnir hefðu þegið boðið. Eftir hrunið og uppgang áranna 2006 til 2008 hefur laxveiði fengið nokkuð neikvæðan stimpil á sig og veiðiréttareigendur eiga við ímyndarvanda að stríða"
Hvernig dettur manninum í hug að ímyndin bætist með því að bjóða silfurskeiðadrengjunum og tveim valdamestu mönnum Íslands að veiða?
Neikvæði stympilinn er vegna sukk og svínarí þar sem elítan fór að veiða og það er með öllu óskiljanlegt að hann Einar skuli halda það að ímyndinarvandinn hverfur við þessa boðsferð ráðherrana.
Ég mundi ekki treysta Einari að reka sjoppu. Skilningur hans á rekstir og markaðsfræði er við frostmark.
hvells
![]() |
Laxveiðiferðin ekki boðsferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2014
Möppudýrin
Það er ótrúlega sorglegt hvað möppudýrin ganga langt í sínu ofbeldi.
Þeir þykjast geta hafið vit fyrir viðskiptavinunum. En með þeirri kröfu mun óhjákvæmlilega verða til þess að verð til viðskiptavinarins hækkar. Og þar með ertu að skerða kost neytandans í leiðinni.
Ég gisti á svona hostel í Danmörku. Það vor fjöldi allan of kojum og í mjög litlu rými. Ég skemmti mér konunglega og þetta var ein besta gysting sem ég hef upplifað. Auk þess að vera mjög ódýr.
En möppudýrin vilja skemma þetta.
Það þarf að stoppa þessa menn.
hvells
![]() |
Þurftum að halda aftur af okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júní 2014
Menn sáttir
"Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður verði tæplega tveir milljarðar"
Hver á að borga?
Eru útsvarsgreiðendur Þorlákshafnar sáttir við að borga einhverjar skýjaborgir fyrir stjórnmálamenn á staðnum sem "halda" að þarna séu langsótt "tækifæri"
Ef þetta væri svona arðbært þá mundi einkaaiðilar ráðast í þessar framkvæmndir.
hvells
![]() |
Stefnt á vikulegar siglingar til Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2014
Munið eftir þessu?
Sá þessa mynd. Ég man eftir þessum diskum. Í hvaða samhengi voru þeir keyptir. Var þetta hengt uppá vegg eða borðað spari úr þessu?
Einhverjir hérna 40+ sem vita meira en ég?
kv
Slegg
Þriðjudagur, 3. júní 2014
Hvað eru menn að gera?
"Ef það er rétt og 12% Íslendinga taka þunglyndislyf, þá er þetta ekki til að hafa áhyggjur af nema ef til vill meðal barna, segir í pistlinum. Landlæknir segir að lokum að til þess að hægt sé að átta sig á því hvort hér sé um heilbrigðisvanda að ræða vanti rannsóknir, meðal annars á algengi þunglyndis í mismunandi aldursflokkum"
Þetta er mikill vandi sem kostar heilbrigðiskerfið milljarða auk glataðra gjaldeyristekna vegna dýra erlendra lyfja.
Landlæknir ber fyrir sig skort á rannsóknum og ég spyr mig hvað lektorar, prófessorar og aðjúnktarnir eru að gera þarna í læknirsfræðideild, lýðheilbrigðisdeild, hjúkrunarfræðideild, heilsuhagfræðideild?? Eru menn ekkert að stunda rannsóknir eða?
hvells
![]() |
12% þjóðarinnar á þunglyndislyfjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |