Sleggjan og Hvellurinn
Á þessari bloggsíðu er bloggað um alla mögulega hluti.
Þó aðallega sem hæst ber á degi hverjum og oftast þá um pólítík og efnahagsmál. Þó það sé alls engin regla.
Þetta er ein vinsælasta bloggsíða á Íslandi í dag og margir þjóðþekktir einstaklingar hafa vitnað í okkar orð. Til að mynda Egill Helgason (http://silfuregils.eyjan.is/2010/07/27/x-o/).
Erum þriðja vinsælasta bloggsiðan á Íslandi http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1283498/
Erum tveir einstaklingar sem bloggum undir notendanöfnum: Sleggjan (sl) og Hvellurinn (hvells)
Venjan er að sá sem skrifar færslu kvittar neðst með notendanafni.
Erum með fjölbreytta menntun, starfandi á vinnumarkaði og sjáum um rekstur.
Breiddin á mannskapnum sem bloggar er einn af kostunum við þessa bloggsíðu.
Námsbrautir okkar eru misjafnar: BSc gráður í fjármálum frá HÍ og HR, meistaragráða í reikningsskil og endurskoðun (M.Acc) og MSc í orku-auðlindafræði. Einnig rekum við okkar eigin fyrirtæki og höfum gert það síðan 2009.
Ætlun okkar með þessu bloggi er að taka þátt í málefnalegri umræðu hérna í bloggheimum. Vonum að við getum varpað nýja sýn á hlutina og koma með góða punkta.
Ekki er ætlunin að særa neinn né vera með skítkast. Ef færsla fer fyrir brjóstið á einhverjum þá endilega senda okkur skilaboð hér á síðunni eða gegnum tölvupóst og við munum fjarlægja hana.
Ef einhverjar spurningar, óskir eða kvartanir er hægt er að hafa samband beint við okkur á sleggjuhvellur@gmail.com og við svörum um hæl.
Með bloggkveðju.
Sleggjan og Hvellurinn