Alvarlegt?

Ég skil ávalt hagfræðileg álitaefni nokkuð vel en þegar talað er um að það sé alvarlegt að bíla aldur hér á landi sé einhverskonar alvarlegt mál þá er ég ekki að ná því.

Fyrir mitt leyti þá er það bara rugl.

Ég skil alveg rökin.

Gamlir bílar eyða meira, bila oftar og eru óöruggari. ... gott og vel.

En að kaupa bíl er mikill gjaldeyriskotnaður og þegar kemur að gjaldareyri er mikill skortur.

ÞESSVEGNAR ERU GJALDEYRISHÖFT.

Að kalla það að Íslendingar eru ekki að flytja inn eins mikið af bílum og áður sem slæman hlut er fásinna.

hvells


mbl.is Sala á bílum mun taka við sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæfum þetta í fæðingu

Þetta er rugl. Það er fín aðstæða fyrir frjálsíþróttir á laugardalsvöllinum. Hann er það góður að hann skemmir ásýnd á fótboltaleikjum m.a eru stúkurnar mjög langt frá vellinum miðað við t.d erlendis.

Þetta er topp aðstaða og það eru ekki til neinir peningar. Reykjavík skuldar 260% af tekjum og löggilda hámarkið er 150%.

Svo er ríkissjóður tómur.

Kæfum þetta í fæðingu. Þetta er rugl.

Nema ef einkaaðilar vilja hætta sínum pening í þetta..... þeir mega gera það að vild. En ekki nota fé almennings.

hvells


mbl.is Kosti um 500 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB eða höft. Veldu.

Andri með góða bloggfærslu:

"Valið stendur á milli ESB aðilar og evru eða vogunarsjóða og haftakrónu.  Án ESB aðilar verða vogunarsjóðir í lykilaðstöðu til að skammta og stýra erlendu fjármagni til Íslands.  Völd þeirra munu aukast og þeir eru þegar búnir að koma sér vel fyrir.

Vogunarsjóðir eiga ekki aðeins kröfur á gömlu bankana, heldur líka íslenska ríkið, Landsvirkjun, sveitarfélög og aðra innlenda aðila.  Aðkoma þeirra að endurfjármögnun Lýsingar nýlega, sýnir vel að Ísland er á yfirráðasvæði vogunarsjóða og þeirra bankamanna.  Þeir eru jú sérfræðingar í áhættufjárfestingum.  Stórir erlendir viðskiptabankar á við Deutsche Bank vilja ekki lána til aðila í íslenskum áhættuflokki, það kostar þá dýrmætt eigið fé, en það er af skornum skammti.

Með krónuna verða Íslendingar að reiða sig á vogunarsjóði og AGS, aðrir eru ekki tilbúnir að taka þá áhættu að lána hingað erlendan gjaldeyri.  Og ætli Íslendingar að lyfta gjaldeyrishöftum munu vogunarsjóðir leika lykilhlutverk sem eini aðilinn sem mun treysta sér til að taka þátt í þeim markaði, en gjaldeyrismarkaður sem aðeins byggir á innlendum aðilum er ekki trúverðugur.

Nú hverfur ekki íslensk áhætta með ESB aðild en munurinn er að þá er búið að marka trúverðuga framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum og aðkoma evrópska seðlabankans að íslenskri peningamálastefnu mun opna fyrir fleiri fjármögnunarleiðir og draga úr völdum vogunarsjóða.

Með krónuna sem framtíðargjaldmiðil verða vogunarsjóðir og kröfuhafar hins vegar hér á landi næstu áratugina, þeir eru ekkert á förum, þvert á móti hefur kosningaloforðsklúður framsóknar styrkt stöðu þeirra.

Á endanum munu Íslendingar þó átta sig á að haftakrónan og vogunarsjóðir eru allt of dýr kostur."

 

Ekki oft sem ég afrita heilu færslunnar og bæti litlu við. Þetta er eitt af þeim tilfellum. Sammála Andra hér.

kv

Sleggjan


Eldflaugaárás á Ísrael í fyrradag

http://news.yahoo.com/israel-2-rockets-fired-gaza-strip-091620174.html

Eldflaugaárás var gerð á Ísrael frá Gaza ströndinni.

Sem betur fer varð ekki mannfall. Þetta hefði getað endað verr.

 

Ætla íslensku fjölmiðlarnir ekki að segja frá? DV? Vísir? mbl?,,,,,,,

Neinei, það er aldrei þannig. Íslensku fjölmiðlarnir vakna þegar Ísrael neyðist til að verja sína borgara með því að svara fyrir sig. Þá er talað um Ísrael eins og þau ákáðu upp úr þurru að ráðast á Gaza. 

Þetta venjulega.

 

kv

Sleggjan


Árni Páll vill fleiri nefndir

Mér sýnist jafnarðarmaðurinn Árni Páll vilji fleiri nefndir.

Meiri útgjöld úr ríkissjóði. Flestar nefndirnar eru óþarfar.

 

Honum er sama um það sýnist mér á þessum málflutningi.

kv

Slegg


mbl.is Kvartar undan verkefnaleysi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom á óvart

Búinn að fylgjast með pólítíkinni í 10 ár.

Flest finnst mér vera voða fyrirsjáanlegt.

Helst var það kannski nýji meirihluti Hönnu Birnu og Ólafs sem hefur komið mér mest á óvart hingað til.

 

En brotthvarf Jóns slær það út.

Aldrei bjóst ég við þessu.

 

Var 99% viss að Besti ætlaði að halda áfram. 

 

kv

Sleggjan


mbl.is Jón í sjónvarpsefni um pólitík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvaldið

Loksins ætlar auðvaldið að gera eitthvað fyrir fólkið í landinu

hvellsaukaleikur.jpg


mbl.is Braska með miða á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sleggjan gerði tilraun

Ég setti auglýsingu á bland.is.

Auglýsti 4 miða á leikinn á 20þúsund krónur stykkið.

 

Þeir "seldust" á 3 mínútum.

 

Ég á ekki miða á leikinn þannig að ég eyddi auglýsingunni flljótlega.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Tímasetningin hefði ekki skipt máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð grein

Börn, gamalmenni og sjúklingar geta ekki átt hag sinn undir því að gjaldmiðillinn sé borinn uppi af “þjóðhollustu”. Krafa um slíkt væri einhvers konar blanda af barnaskap og heimsku, eða í besta falli óraunsæi.

http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/

hvells


NBA ranking

 

Mestmegnis sammála.Finnst samt einhvernveginn Duncan vera betri en Parker. Duncan er bara svo svakalega solid. Draumaleikmaður allra þjálfara. Aldurinn spilar eflaust inn í.

 

Svo hvar er Jeremi Lin? Hann var keyptur til Hauston fyrir morðfjár. Hann átti nokkra hero daga svo ekkert meir? Var það kannski af viðskiptaástæðum sem Houston keypti kappann? Selja treyjur á Asíumarkaði? Maður spyr sig.

slegg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband