Markaðsfræði

Einar ætti að vita sitthvað í markaðsfræði. Bæði hefur hann reynsluna svo hefur hann MBA viðskiptagráðu frá HR.

Við getum ekki keppt við Time Squere í New York þegar kemur að glingur, læti og Miley Cyrus tónleikum.

Við þurfum að átta okkur á afhverju ferðamenn safnast saman á þessum stað og afhverju Ísland?

Gæti það kannski vera akkurat vegna þess að þetta er kósý, frjálst og "órammað".

hvells


mbl.is Mætti ramma áramótin betur inn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

?

Er bæjarstjórinn að reka þetta fyrirtæki eða?

Um hvað er hún að tala? Það var fyrirtæki sem varð undir í samkeppninni í þessu bæjarfélagi.

Þannig gengur þetta fyrir sig.

Fyrirtækið fékk ívilnanir og vilyrði bæjarstjóra... það er merki um að fyrirtæki er ekki samkeppnishæft. Því ef fyrirtækið væri samkeppnishæft þá mundi það ekki þurfa neina stjórnmálagreiða.

Svona gerist þegar stjórnmálamenn eru með puttana í atvinnulífinu.

hvells


mbl.is Vonandi hægt að hefja rekstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgarsaga

Fyrir ári síðan:

Í dag var undirritaður fjárfestingarsamningur um ívilnanir við Marmeti  vegna byggingar hátæknifiskvinnslu í Sandgerði. Heildarfjárfesting verkefnisins er áætluð 609 milljónir, framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 5.000 tonn og gert er ráð fyrir 41 starfsmanni við rekstur vinnslunnar, líkt og fram kom í frétt mbl.is fyrr í dag um framkvæmdina.

„Ég fagna mjög stórhug forsvarsmanna Marmetis og það segir sig sjálft að tilkoma hátæknifiskvinnslu sem veitir 40 manns atvinnu hefur gríðarmikla þýðingu fyrir Sandgerðisbæ og reyndar öll Suðurnesin,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við þetta tilefni.

„Þá fagna ég því sérstaklega að hér er á ferðinni  fjárfestingarsamningur um ívilnanir við íslenskt fyrirtæki en þess misskilnings hefur gætt að lögin um ívilnanir vegna nýfjárfestinga og samningar sem gerðir eru á þeim grundvelli standi aðeins erlendum fjárfestum til boða, en svo er að sjálfsögðu ekki eins og undirritunin hér í dag sýnir. Ég treysti því að fleiri slíkir ívilnanasamningar komi í kjölfarið enda eru þeir öflugt verkfæri til að liðka fyrir nýfjárfestingum og uppbyggingu.“ er ennfremur haft eftir Steingrími í fréttatilkynningu.

 „Samningurinn sem hér er til undirritunar í dag hefur jákvæð áhrif til nýsköpunar og uppbyggingar. Það er mikið fagnaðarefni að fá hingað til Sandgerðis fleiri öflug fiskvinnslufyrirtæki. Fiskvinnslufyrirtækið Marmeti  mun hleypa auknum krafti í atvinnuuppbyggingu hér á svæðinu og bæjaryfirvöld lýsa ánægju með að fyrirtækinu hafi verið valinn staður í Sandgerði,“ er haft eftir Sigrúnu Árnadóttur, bæjarstjóra Sandgerðisbæjar í tilkynningunni.

Verksmiðja Marmetis verður búin fullkomnasta hátæknibúnaði til fiskvinnslu sem völ er á og kemur hann allur frá íslenskum framleiðendum. Staðsetning fiskvinnslunnar þykir einkar hentug en hún er í 150 metra fjarlægð frá þeim stað sem Örn KE landar afla sínum og innan við 70 metra fjarlægð frá Fiskmarkaði Suðurnesja. Þá eru einungis fjórir kílómetrar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Í dag:

Þrjátíu manns var sagt upp hjá fiskvinnslunni Marmeti í Sandgerði í nóvember, en reynt er að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins fyrir áramót þegar uppsagnarfresturinn rennur út. Bæjarstjóri Sandgerðis segir það vonbrigði að komið hafi til uppsagna en vonast til þess að niðurstaða endurskipulagningarinnar verði jákvæð.

Fyrirtækið hóf rekstur í byrjun þessa árs og undirritaði fjárfestingarsamning við ríkið vegna fjárfestingar upp á rúmlega 600 milljónir. Búist var við því að vinnslan myndi skapa um 40 störf, en nú í síðasta mánuði var um 30 manns sagt upp. Rúnar Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Marmetis, segir í samtali við mbl.is að félagið sé nú statt í endurskipulagningu og hluti af því ferli hafi því miður verið uppsagnirnar. Hann segir að verið sé að vinna í þeim málum, en að svo stöddu gat hann ekki gefið upp hvenær endurskipulagningunni yrði lokið eða hvort fólk yrði endurráðið.

Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að það séu vissulega vonbrigði að komið hafi til uppsagna svona stuttu eftir að flott hátæknivinnsla hafi verið tekin í notkun. Hún segir þetta hafa verið stórt verkefni og er bjartsýn á að jákvæðar fréttir komi á næstunni. Starfsfólk mun vinna út uppsagnarfrestinn, en hann klárast í lok desember. Sigrún segist vonast til þess að komin verði lausn fyrir þann tíma. Í Sandgerði búa um 1600 manns, en atvinnuleysi þar er nú í 5,8%. Það hefur lækkað mikið á síðustu fimm árum, en árið 2008 náði það hámarki þegar það fór upp í 18%.

 

Þetta er líka ágætis dæmisaga um það hvernig stjórnmálamenn tala á tryllidögum

hvells

 

 


mbl.is Hafa greitt meirihluta launanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi útreikningur

Að miða við 50% af meðaltekjum er mjög villandi útreikningur.

Segjum að í einni götu á Íslandi búa 10 fjölskyldur. Allir hafa sömu tekjur. 500þúsund á mánuði.

Svo tekur ein fjölskylda þátt í víkingalottó og vinnur 500milljónir og hækkar þar með meðaltekjurnar gríðarlega. Skyndilega er restin af götunni orðin fátæk ef við miðum við 50% af meðaltekjum.

Þrátt fyrir að allir séu ennþá með laun uppá 500þúsund og standa því alveg ágætlega.

hvells

 


mbl.is Tvöfalt fleiri Danir fátækir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hóflegar launahækkanir

Almenni markaðurinn hafa samið um hóflegar launahækkanir.

Nú skiptir máli að sýna ábyrgð.

Veljum stöðugleika og aukinn kaupmátt í stað óstöðugleika og verri lífskjör.

Hóflegar launahækkanir er lykilatriði.... fyrir utan það að ríkissjóður er tómur.

hvells


mbl.is Ætla að ná fram leiðréttingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru engir peningar til

Þrátt fyrir að margir vinstri menn kalla þessa stjórn "frjálshyggjustjórnina" þá er það ekki rétt. Hér er engin hægrisveifla. Einsog sést á myndinni þá mun ríkið aldrei eyða eins miklu og árið 2014. Og það eru ekki til neinir peningar... framhaldsskólakennnarar verða að taka á sig skerðingar alveg eins og annað fólk.

Hér varð hrun.

hvelllshaegri_stjornin.png


mbl.is Komið að ögurstundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagfirðingurinn

jæja... nú er Skagfirðingurinn að ræða við utanríkisráðherra Finna.

En hvernig má það vera?

Gunnar Bragi hefur ávalt haldið því fram að Ísland mun missa sjálfstæðið sitt við inngöngu á ESB. Hann hefur fullyrt það við kjósendur sínar í Skagafirði.

En nú er Finnland sjálfstæð þjóð sem talar við Ísland á jafnréttisgrundvelli þrátt fyrir að Finnland er í ESB OG Evru.

Hvernig má það vera?

Hvernæg ætlar hann Gunnar Bragi að útskýra þetta fyrir sínum skagfirsku kjósendum? Hefur Gunnar Bragi verið að ljúga að þeim. Eru þjóðir ennþá sjáflstæðar þrátt fyrir að vera í ESB? Það virðist vera miðað við hvað Gunnar er að gera þessa dagana.

hvells


mbl.is Sögulegt skref stigið í norrænu samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignasafn

Lífeyrissjóðirnir eiga skuldabréf og hlutabréf.

Hlutabréfin hafa hækkað mikið árið 2013 og því er ávöxtunin þar gefin.

Svo kaupa lífeyrissjóðirnir skuldabréf frá íbúðarlánasjóði og ríkissjóði. Bæði verðtryggð með hærri en 3,5% raunvexti.

Þessvegna ætti 3,5% raunávöxtun vera alveg gefið. 

Eina sem gæti komið í veg fyrir það væri þessi gríðarlega yfirbygging lífeyrissjóðana og ofurlaun stjórnenda.

hvells


mbl.is Ávöxtunin 2013 yfir viðmiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg búð

Iceland verslunin er skemmtileg búð. Ódýr og opin til miðnættis.

Topp búð í alla staði.

hvells


mbl.is Annað Iceland í Breiðholtið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagið

Þó að einstaklingurinn borgar einungis 1.200kr fyrir hverja heimssókn þá kostar þessi heimssókn samfélagið miklu meira. Sirka 25.000kr hver heimssókn.

hvells


mbl.is Komugjöldin hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband