Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Spurning
Spurning til Sigmundar
Hvernig ætlar hann að afnema höftin?
Ætlar hann að afnema höftin yfir höfuð?
Verðar krónan einhvertíman frjáls?
Menn eru núna byrjaðir að tala um að kannski sé best að hafa krónuna í höftum til frambúðar. Og þar með er almenningur í höftum til frambúðar.
ESB sinnar hafa skýra stefnu í gjaldmiðlismálum. Fara í ERM 2 strax og taka upp Evru í framhaldinu með stuðning Seðlabanka ESB.
hvells
![]() |
Þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Gunnar B er sorglegur
Gunnar Birgisson hefur núna uppá sitt einsdæmi skemmt lánshæfismat Kópavogs. Nú mun vaxtakostnaður bæjarins hækka gríðarlega á kostnað útsvarsgreiðendur.
Þetta var allt gert til þess að stunda líðskrum og vitleysu með vinstra fólkinu.
Gunnar þarf að líta sér nær og íhuga að segja af sér vegna þessa glapræðis.
hvells
![]() |
Því miður í takt við það sem ég óttaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Hvað segir XD?
Fór á XD.IS. Það er síða fyrir tilvonandi kjósendur að átta sig á stöðunni. Hvað eru stefnumál XD?
Varðandi ESB. " Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram"
Á kjörtímabilinu segja þeir.
Það er sorglegt ef Sjálfstæðisflokkurinn fer að svíkja kjósendurnar.
hvells
![]() |
Miklu betra að slíta viðræðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Víti til varnaðar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Hvar er frjálshyggjan?
Svarið er: Á norðurlöndunum.
Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð eru að færast sífellt meira til hægri, segir bandaríska stórblaðið Wall Street Journal.
Á þriðjudaginn birtist frétt á vef blaðsins þar sem segir að Svíar hafi lært dýra lexíu fyrir um áratug síðan þegar dýrt velferðarkerfi og gjaldeyrishöft hafi rústað hagkerfinu þar. Eftir það hafi sænska ríkið dregið úr niðurgreiðslum vegna íbúðakaupa og öðrum niðurgreiðslum, skattar hafi verið lækkaðir, ávísanakerfi í skólum hafi verið kynnt til sögunnar og aukinn einkarekstur verið tekinn upp í heilbrigðiskerfinu. Ríkisstjórn Fredriks Reinfeldt forsætisráðherra hafi lækkað tekjuskatt á fyrirtæki úr 26,3% í 22%. Í september hafi tekjuskattur á einstaklinga verið lækkaður fimmta árið í röð.
Þá segir blaðið að í Danmörku hafi ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt lækkað eftirlaun almennings og hækkað eftirlaunaaldur á kjörtímabilinu. Þá hafi verið dregið úr atvinnuleysisbótum.
Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Nýtt blogg
http://evropublogg.is/
Hvet fót til þess að setja þessa síðu í "bookmark"
hvells
Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Flottur
Óli Björn Kárason er flottur.
Hann hefur verið duglegur að skirfa greinar í blöðin og hvetja til skynsamlegri rekstri ríkisins.
Flestallt sem hann hefur haldið fram er spot on og best væri ef þessi rödd heyrist uppí ráðhúsið í meira mæli. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í því. Óli hefur tala um að innleyða einkarekstur í heilbrigðiskerfið. Það hefur gefið vel í Svíþjóð að einkavæða heilbrigðisstofnanir.
Óli Björn er bráðgreindur og skynsamur maður...... þó að hann er með mjög brenglaðar skoðanir þegar kemur að ESB.
hvells
![]() |
Óli Björn aðstoðar Kristján |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Sér af sér
Það er greinilegt að Hollande er að reyna að bjarga hagkerfinu og koma atvinnulífinu af stað.
Hvernig gerir maður það?
Jú með því að lækka skatta og skera niður.
Þetta er eitthvað annað en hann lofaði í kosningunum þegar hann lofaði 75% skatt.
En það er ekki hægt að breyra lögmálum efnahagslífisins.
Ef þú ert kominn útí holu þá áttu að hætta að grafa.
hvells
![]() |
Sáttir við ummæli Hollande |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. janúar 2014
Skuldaafskrift verðtryggða lána afglöp
Katrín Jakobs kom með góða spurningu á þingi:
Ef skuldir ríkissjóðs yrðu greiddar niður um 20 milljarða króna myndu vaxtagjöld ríkisins lækka um einn milljarð króna.
Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. Í svarinu kemur fram að í árslok 2013 voru skuldir ríkisins 1.492 milljarðar króna og eru áætluð vaxtagjöld 74,5 milljónir króna. Það er sú upphæð sem ríkið borgar í vexti miðað við núverandi skuldastöðu.
Spurning Katrínar var þríþætt. Í fyrsta lagi var spurt hversu mikið vaxtagjöld lækka ef skuldir ríkissjóðs yrðu greiddar niður um 20 milljarða króna. Svarið við því er að gjöldin myndu lækka um einn milljarð króna.
Í öðrum lið var spurt um hve mikið gjöldin myndu lækka ef greiddir yrðu 20 milljarðar króna á ári, næstu fjögur ár. Fyrsta árið myndu gjöldin lækka um milljarð, 1.050 milljónir kr. á ári tvö, 1.100 millj. kr. á ári þrjú og 1.150 millj. kr. á ári fjögur. Samtals myndu vaxtagjöldin lækka um 4,3 milljarða króna með þessu móti.
Í þriðja liðnum var spurt um hversu mikið vaxtagjöld lækka ef skuldir yrðu greiddar niður um 80 milljarða á einu bretti. Samkvæmt svarinu myndi slíkt skila 3.995 milljóna króna lækkun vaxtagjalda.
Höfum alltaf haldið fram að greiða á ríkisskuldir hratt og örugglega.
kv
Sleggjan
Þriðjudagur, 14. janúar 2014
Eyða annarra manna peningum
XS, Næstbesti, VG og Gunnar eiga í engum vandræðum með því að eyða annarra manna 3 milljörðum.
Taka svo hrósi eins og þetta sé þeirra góðverk.
Engin skynsemi í þessu. Kosningaskjálfti og yfirboð á loforðum.
kv
Sleggjan
![]() |
Vilja íbúðir í óþökk meirihlutans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |