Föstudagur, 9. maí 2014
Ég neita mér
Ég neita mér tannlæknisþjónustu vegna kostnaðar.
Ég er samt ekki að biðja um að aðrir (skattborgarar) greiði fyrir mig.
hvells
![]() |
Neita sér um tannlækni vegna kostnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2014
Enn hægt að hætta við. Kjarnin eltir Sleggjuna
Kjarninn las bloggfærsluna frá mér í fyrradag.
http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1384064/
Þar kom ég með þá sýn að það er enn hægt að hætta við. Snúum taflinu við. Ríkiskassinn tómur og það er ekki hægt að gefa sumum lántakendum peninga. Ég lagði traust mitt á XD að eiga frumkvæðið á að hætta við því XB er skrumflokkur sem svífst einskis.
Kjarnin skrifar:
http://kjarninn.is/ekki-of-seint-ad-haetta-vid
"Nú er búið að staðfesta á ótal mismunandi vegu að 80 milljarða króna peningagjafir ríkisstjórnarinnar á skattfé undir hatti skuldaleiðréttingar og forsendubrests eru galnar. Þær þjóna engum tilgangi öðrum en telja þeim kjósendum Framsóknarflokksins sem héldu að þeir væru að fara að fá 230 til 300 milljarða króna úr hirslum vogunarsjóða trú um að það hafi verið með einhverjum hætti staðið við það loforð sem keypti síðustu kosningar. Blessunarlega er sú útvatnaða tillaga sem brátt verður opnað fyrir umsóknir að langt frá því. En hún er samt galin. Á svo ótrúlega marga vegu.
Afar fáir fá fullt
Minnisblað sem fjármála- og efnahagsráðuneytið um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar gerði er mjög áhugavert, en það var sent efnahags- og viðskiptanefnd í vikunni. Þar segir meðal annars að Flest heimili sem skráð voru fyrir verðtryggðum lánum vegna kaupa á fasteignum til eigin nota á árunum 2008 og 2009 hafa notið einhverra úrrræða á borð við sérstakar vaxtaniðurgreiðslur sem greiddar voru árin 2011 og 2012. Eins og fram kemur í frumvarpi til laga um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána reiknast öll opinber úrræði sem heimili hafa þegar notið til frádráttar leiðréttingar. Af þessu leiðir að afar fá heimili eiga rétt á hámarksniðurfærslu sem er 4. m. kr.
Það liggur semsagt fyrir að afar fá heimili fá 4 milljónir króna. Flestir þeirra sem hafa verið í vanda munu fá mun miklu minna, enda verður fyrri aðstoð dregin frá.
Fer nánast allt til höfuðborgarbúa
Í minnisblaðinu kemur líka fram að 70 prósent upphæðarinnar, væntanlega um 56 milljarðar króna, fer til húsnæðiseigenda á höfuðborgarsvæðinu. Einungis 1,1 prósent, 880 milljónir króna, fara á Vestfirði og 1,3 prósent, rétt rúmur milljarður króna, fara á Norðurland vestra. Þar segir einnig aðmeðalfjárhæð niðurfærslu fer hækkandi eftir því sem fasteignamatið er hærra enda eru skuldir að baki verðmætari eignum að jafnaði hærri. Hæsta fasteignamatið hérlendis er vitanlega á höfuðborgarsvæðinu.
Þar sem skuldaniðurfellingargreiðslurnar eru fjármagnaðar með skattheimtu og greiddar úr ríkissjóði má ljóst vera að landsbyggðin er mjög meluð í þessari risavöxnu sósíalísku millifærslu á peningum okkar allra í vasa sumra. Sumir eru nefnilega að langmestu leyti höfuðborgarbúar.
Það liggur því fyrir að skuldaniðurfellingarnar eru fyrst og síðast vasapeningur fyrir hluta þeirra sem búa í Reykjavík og nágrenni, niðurgreiddur af öllum hinum.
Fáir yfirskuldsettir og þeim fer hratt fækkandi
Í þessu dásamlega minnisblaði segir einnig að 35 prósent skuldaniðurfellingalottóvinningsins fari til þeirra sem eru með meira en 100 prósent skuldsetningu miðað við fasteignamat. Fasteignamat er mun lægra en markaðsvirði íbúða, stundum allt að 25-30 prósent. Því er hlutfall þeirra sem eru með meira en 100 prósent skuldsetningu af raunvirði sem eru að fara að fá skuldaniðurfellingarpeninga enn lægra en 35 prósent.
Auk þess er fasteignaverð á fleygiferð upp á við, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur hækkað um 11,1 prósent á einu ári. Haldi það áfram með sama hætti, sem fullar forsendur eru fyrir vegna aðstæðna á íslenska markaðnum, mun íbúð sem kostaði 30 milljónir króna fyrir ári síðan hækka um 50 prósent fram til ársins 2017, þegar skuldaniðurfellingin rennur sitt skeið. Hér verður því spáð að hlutfall þeirra sem eiga rétt á skuldaniðurfellingu, og væru með yfir 100 prósent skuldsetningu miðað við markaðsvirði árið 2017, verði langt undir tíu prósent.
Og þá vaknar sú spurningin, af hverju er verið að gefa þessu fólki peninga þegar markaðurinn mun leiðrétta stöðu þeirra á örfáum árum?
Erum á bullandi yfirdrætti
Seðlabanki Íslands hefur sett fram þá rökstuddu skoðun að skuldaniðurfellingarnar muni auka verðbólgu vegna aukinnar einkaneyslu. Það er vont fyrir alla, líka þann fjórðung landsmanna sem er á leigumarkaði og þann helming heimila sem skuldar ekki í húsnæði. Svo ekki sé minnst á allt það unga fólk verður fast í foreldrahúsum fram á fertugsaldurinn.
Sú aukna einkaneysla sem mun fylgja peningagjöfum ríkisstjórnarinnar gæti eiginlega ekki komið á verri tíma. Vöruskiptajöfnuður okkar, munurinn á því sem við flytjum inn og út úr landinu, er nefnilega orðinn hræðilega neikvæður.
Ímyndum okkur að Ísland sé heimili. Útflutningur eru tekjur þess og innflutningur kostnaður. Þegar innflutningur er lægri en útflutningur þá þarf heimilið að taka yfirdrátt, eða smálán, til að brúa bilið. Í aðdraganda hrunsins þurfti að bæta við þann yfirdrátt nánast daglega, slíkur var munurinn.
Vöruskiptajöfnuður síðustu mánaða er dálítið 2007-hræðilegur. Í mars í fyrra var hann jákvæður um 9,3 milljarðar króna og mánuðinn eftir um 3,8 milljarða króna. Á þessum tveimur mánuðum græddum við því rúma 13 milljarða króna. Í mars 2014 var jöfnuðurinn neikvæður um 600 milljónir króna og í apríl neikvæður um sjö milljarða króna. Neikvæður viðsnúningur á milli ára er því tæpur 21 milljarður króna!
Ástæðan fyrir þessu er í raun sáraeinföld. Útflutningsverðmæti, sérstaklega sjávarafurða og áls, eru að dragast mikið saman. Einkaneysla, sem drífur áfram innflutning, er hins vegar að aukast. Til að takast á við þetta ástand þarf a) krónan verður að veikjast til að laga þetta með tilheyrandi rýrnun á alþjóðlegu virði launa og eigna okkar eða b) sjávarafurðir og ál verða að hækka slatta í erlendri mynt. Eitt er ljóst. EF þetta heldur áfram að þróast svona fer illa.
Og það síðasta sem þarf akkurat núna er peningjagjöf sem mun auka einkaneyslu og hækka verðbólgu.
Ekki of seint
Auk alls ofangreinds standast skuldaniðurfellingarnar ekki grundvallar réttlætiskröfur, um þær ríkir pólitísk óeining innan stjórnarliðsins, kostnaður við framkvæmd þeirra er hár og algjör óvissa er um hvort hin sértæka skattlagning á þrotabú fallinna banka, sem á að fjármagna partýið, standist lög.
Það hefur tekið tíma, en í dag hljóta allir sjá að keisarinn er ekki í neinum fötum. Hann er allsber. Þetta hafa allir sem skoðað hafa málið, án þess að fá leiðarkort að sérstakri niðurstöðu frá stjórnvöldum, séð.
Enn á eftir að afgreiða frumvarpið á Alþingi. Það er því ekki of seint að hætta við þennan fáránlega afleik sem ómarkvissar tugmilljarðar króna peningagjafir til einhverra, af því bara, eru. Þingmenn sem hafa hingað til spilað með og tekið pólitíska fylgni fram yfir skynsemi og heildarhag geta enn stöðvað þetta. Það eina sem þarf er vilji til að sjá raunveruleikann eins og hann er. Og greiða atkvæði í samræmi við það.
Það er enn von."
Gaman þegar fjölmiðill fylgir okkur hérna á thrumublogginnu. Hættum við afskriftarvitleysuna.
kv
Sleggjan
![]() |
Frumvörpin afgreidd úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2014
Hræðsluáróður
Það er greinilegt að NEI sinnar í frakklandi nota hræðsluáróður á þá sem minna meiga sýn og vita ekki betur.
Menntaða fólkið veit betur og eru hlynnt aðild.
NEI sinnar reyna að pönkast í fátæka og ómenntaða fólkinu til þess að fá fylgi við sig.
NEI sinnar svífast einskis.
hvells
![]() |
Fleiri og fleiri vilja úr ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2014
Glæsilegt. Flugvöllurinn.
Þetta er ánægjuleg niðurstaða og sýnir það svart á hvítu að það er meirihluti fyrir því að loka flugvellinum í Vatnsmýrinni.
Það er á stefnuskránni fyrir þessa flokka og þar af leiðandi eru kjósendur að greiða því atvkæði að fá flugvöllin burt.
Þetta eru sömu rök og þegar menn eru að segja að ESB umsóknin var kosin burt með XB og XD í seinustu Alþingiskosningunum.
Eða telja menn þetta ekki sambærilegt þegar það henntar þeim ekki?
hvells
![]() |
Meirihlutinn í borgarstjórn heldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2014
Pólítískir rétttrúnaðurinn genginn of langt
Enda þótt skoðanir Snorra séu fornaldarlegar hafa yfirvöld engan rétt til þess að takast á við þær með því brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Það er auðvelt að finna aðrar og heppilegri aðferðir. Umrædda bloggfærslu hefði vel mátt nota til þess að stofna til umræðu um trú og samkynhneigð. Til dæmis hafa komið fram hugmyndir um að halda málþing innan skólanna. Hvað sem öðru líður er skoðanakúgun ekki réttmæt aðferð til að uppræta vond viðhorf. Bæjarstjórn Akureyrar væri betur sæmandi að gefa út yfirlýsingu um að hún skammist sín fyrir að hafa hlaupið á sig.
Það ömurlegasta við þetta mál er þó að bloggfærsla Snorra lýsir einfaldlega trúarafstöðu sem er í fullu samræmi við kenningargrundvöll íslensku ríkiskirkjunnar en hún er lúthers-evangelísk kirkja og gengur út frá hinni hommahatandi biblíu sem heilögum boðskap. Auk þess er kenningargrundvöllur kirkjunnar ýmis játningarit, þar með talin Ágsborgarjátningin frá 1530. (Svo virðist sem tenglar á upplýsingar um kenningargrundvöll kirkjunnar hafi verið fjarlægðir af vefnum en finna má pdf skjal með því að slá inn samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar á leitarvél google.)
Þurfum að slaka á í PC
kv
slegg
![]() |
Akureyrarbær með Snorra til dómstóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2014
Merkileg niðurstaða
Það liggur ljóst að Píratar er næststærsti flokkur Keflavíkur (innan vikmarka)
Ekki veit ég hvað stefnumálin hjá þessum flokki er en ég býst við að um 50% af kjósendum undir 25ára kjósi þennan flokk
hvells
![]() |
Meirihlutinn fallinn í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2014
Furðulegt svar
Veltur upplýsingagjöf hjá opinberri stofnun á því hvað var spurt um á Alþingi?
Er ekki eitthvað til sem heitir upplýsingalöggjöf?
Eða veltur þetta allt á geðþóttaspurningum hjá misvitrum þingmönnum sem hugsa bara um sitt kjördæmi?
Þetta svar hjá Fiskistofu er með ólíkindum.
hvells
![]() |
Upplýsingagjöf er ekki heimil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2014
Framsóknartékkinn
Þetta er hinn eini sinna Framsóknartékki.
100 milljarðar takk fyrir. Takk fyrir Framsókn.
Svo má ekki gleima Iceave skuldinni. Framsókn barðist gegn hagstæðum samning sem hefði ekki kostað okkur neitt (eignir náðu fyrir skuldum) en í stað þess erum við að borga Icesave á hverjum degi með skuldabréfi Landsbankans og svo beint einsog kemur fram hjá Seðlabanka Íslands og skýrslu um fjármálastöðugleika
4. Hve mikið er eftir að borga af Icesave-skuldinni?
Eins og fram kemur í Fjármálastöðugleika 2014/1 á síðu 78 var það nálægt 610 milljörðum króna þegar ritið var gefið út.
http://www.sedlabanki.is/?PageID=6cdcabc1-81f3-4eab-993e-d9572fc08dbc&NewsID=44cfe547-d5f6-11e3-93f5-005056bc0bdb
Ég hvet kjósendur að kjósa aldrei þennan flokk aftur.
hvells
![]() |
Hefur kostað ríkið yfir 100 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. maí 2014
Hvar er álverið?
Margir snillingar kenndu vinstri stjórninni um að ekki var byrjað að reisa álverið í Helguvík.
Nú er XD og XB búnir að vera í samstarfi í eitt ár.
Hvar er álverið?
Skal orða þetta betur. Segjum að það eru 100 skref þangað til álverið rísi.
Hvar er skref nr 1 ? Hvar er upphafið.
Þetta liggur algjörlega dautt.
kv
Sleggjan
Miðvikudagur, 7. maí 2014
Hætta skal við strax
Það þarf að hætta við þessa aðgerð.
Ég hef enga trú á að Framsóknarmenn vilji hætta við, þeir gera allt fyrir atkvæðin. Sama um afleiðingar. Heimild: Hagsaga Íslands með þeim í stjórn.
Ég legg traust mitt á Sjálfstæðisflokkinn. Að skynsemin í þingmönnum vakni. Þetta er mesta glapræði hagsögunnar framkvæmdar á viðkvæmasta tímapunkti.
Ríkiskassinn er tómur.
Hættum við þessa vitleysu.
Sleggjan heldur allavega að á endanum verður ekki farið í þetta. Ég bara trúi ekki fyrren ég sé það.
kv
Sleggjan
![]() |
Skuldaleiðrétting þarfnast endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |